Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Franskir bændur trufluðu umferð á vegum til Parísar.
Franskir bændur trufluðu umferð á vegum til Parísar.
Fréttir 20. maí 2021

Segja „Green New Deal“ loftslagshugmyndir fela í sér ósanngjarna skattlagningu á bændur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Franska bændasambandið FDSEA skipulögðu mikil mótmæli á stór-Parísarsvæðinu föstudaginn 30. apríl undir kjörorðunum; „Frakkland, viltu enn hafa bændur?“

Drógu þúsundir bænda og franskra bændasamtaka dráttarvélar sínar, einkum í Clermont Ferrand og Lyon, til að mótmæla stefnu ESB sem þeir segja að setji þá í útrýmingarhættu. Hafa franskir bændur mótmælt undanfarnar vikur, þrátt fyrir COVID-19 lokanir og takmarkanir.

Þungamiðja mótmæla frönsku bændanna beinist að frönsku nýjustu hugmyndum ESB sem ætlað er að endurbæta CAP, sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB. Með breytingunum á að endurskipuleggja framleiðslukerfið sem De Gaulle stofnaði til árið 1962 til að auka framleiðslu og fæðuöryggi.

Efasemdir um „Green New Deal“ áform

Endurbæturnar á CAP eru gerðar undir slagorðunum „Green New Deal“. Fela fyrirhugaðar umbætur í sér nýja löggjöf sem miðar að því að skattleggja notkun köfnunarefnisáburðar. Frumvarpið leggur mikla áherslu á loftslagsmálin sem nú eru mjög í tísku. Bændur lýsa köfnunarefnisgjaldinu, sem þar er ætlunin að taka upp, sem „refsiverðu og ósanngjörnu“. Það muni setja neikvæðan stimpil á alla notkun efnaáburðar án þess að bjóða upp á aðra kosti að mati FDSEA, sem er stærsta stéttarfélag Frakklands. Sambandið segir að nýja löggjöfin hafi hunsað þær breytingar sem þegar hafa átt sér stað á starfsháttum bænda og þær muni draga úr tekjum bænda án þess að veita raunverulega viðspyrnu í loftslagsmálum.

Hugsanlegt áburðargjald ásamt Egalim lögunum gerir ráð fyrir að franskir framleiðendur semji sjálfir um verð við stóra dreifingaraðila. Þar er miðað við að mati FDSEA, að framleiðsluverð landbúnaðarvara verði langt undir framleiðslukostnaði, sem gæti verið hörmulegt fyrir bændur og fjölskyldur þeirra. Egalim lögin voru upphaflega tekin upp í Frakklandi í október 2018 og áttu að koma á jafnvægi í viðskipti bænda og matvælamarkaðarins.

Á sama tíma krefst CAP umbóta í núverandi landbúnaði. Þar er gert ráð fyrir að bændur leggi mikið á sig til að koma af stað vistvænum umskiptum sem flestir bændur telja ómögulegt að framkvæma og láta nú gremju sína á þessum hugmyndum í ljós.

Franskir bændur upplifa gífurlega vanlíðan

Í skýrslu öldungadeildarinnar, sem birt var 17. mars, var bent á „gífurlega vanlíðan“ meðal franskra bænda, einkum vegna „lágra tekna í landbúnaði og tilfinninga um vanvirðingu stéttarinnar með stöðugu áreiti á greinina.

Fyrir bændurna snúast mótmælin einnig um að senda skilaboð til samborgaranna og að vekja athygli á brýnni nauðsyn þess að bjarga frönskum landbúnaði og koma í veg fyrir að matvælaöryggi verði fórnað. Einnig að varðveita eigin stjórn á matvælaframleiðslu Frakka og að tryggja að þjóðarframleiðslan verði varðveitt. Bændurnir kölluðu á að CAP landbúnaðarkerfið tæki mið af búskap en ekki hagsmunum fyrirtækja. Kerfið sýni metnað til að fjöldi bænda geti haldið áfram rekstri á öllum svæðum og í öllum framleiðslugeirum landbúnaðarins.

Í Þýskalandi voru bændur einnig á götum úti um miðjan mars til að mótmæla ómögulegum aðstæðum sínum.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara