Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Björgvin Stefán Pétursson.
Björgvin Stefán Pétursson.
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningarnar í bið.

Þær koma úr nýskógræktar­verkefni á vegum félagsins á Arnaldsstöðum í Fljótsdalshreppi. Framkvæmda­stjóri félagsins segir í frétta­tilkynningu að þetta sé stórt skref og hann finnur fyrir miklum áhuga hjá fyrirtækjum að tryggja sér þessar einingar. Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri Yggdrasil Carbon, segir að þetta sé mikil viðurkenning fyrir þá miklu vinnu sem félagið hefur lagt í. Kolefniseiningarnar eru vottaðar af vottunarstofunni iCert eftir kröfum Skógarkolefnis Skógræktarinnar, sem byggt er á breska staðlinum UK Woodland Carbon Code. Einingarnar hafa verið gefnar út sem kolefniseiningar í bið í Loftslagsskrá og er hver og ein eining komin með raðnúmer. Fyrsta raðnúm­ erið er FCC­ICE­354­17­2027­ CC­1­00000000, og er gert ráð fyrir að sú eining fullgildist árið 2027.

Björgvin segir að vottaðar kolefniseiningar og virkir markaðir með þær séu lykillausn til að tryggja fjármagn í aðgerðir sem skila mælanlegum árangri með gagnsærri upplýsingagjöf. Þann 1. desember sl. útskýrði Bændablaðið í fréttaskýringu í hvaða farveg loftslagsverkefni þurfa að fara áður en hægt er að gefa út kolefniseiningar á móti losun.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...