Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Björgvin Stefán Pétursson.
Björgvin Stefán Pétursson.
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningarnar í bið.

Þær koma úr nýskógræktar­verkefni á vegum félagsins á Arnaldsstöðum í Fljótsdalshreppi. Framkvæmda­stjóri félagsins segir í frétta­tilkynningu að þetta sé stórt skref og hann finnur fyrir miklum áhuga hjá fyrirtækjum að tryggja sér þessar einingar. Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri Yggdrasil Carbon, segir að þetta sé mikil viðurkenning fyrir þá miklu vinnu sem félagið hefur lagt í. Kolefniseiningarnar eru vottaðar af vottunarstofunni iCert eftir kröfum Skógarkolefnis Skógræktarinnar, sem byggt er á breska staðlinum UK Woodland Carbon Code. Einingarnar hafa verið gefnar út sem kolefniseiningar í bið í Loftslagsskrá og er hver og ein eining komin með raðnúmer. Fyrsta raðnúm­ erið er FCC­ICE­354­17­2027­ CC­1­00000000, og er gert ráð fyrir að sú eining fullgildist árið 2027.

Björgvin segir að vottaðar kolefniseiningar og virkir markaðir með þær séu lykillausn til að tryggja fjármagn í aðgerðir sem skila mælanlegum árangri með gagnsærri upplýsingagjöf. Þann 1. desember sl. útskýrði Bændablaðið í fréttaskýringu í hvaða farveg loftslagsverkefni þurfa að fara áður en hægt er að gefa út kolefniseiningar á móti losun.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...