Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bændasamtökin vilja að aðgerðir landbúnaðarins byggi á þremur stoðum – þekkingu og ráðgjöf; umhverfisbókhaldi; og rannsóknum og nýsköpun.
Bændasamtökin vilja að aðgerðir landbúnaðarins byggi á þremur stoðum – þekkingu og ráðgjöf; umhverfisbókhaldi; og rannsóknum og nýsköpun.
Mynd / Jón Eiríksson - úr safni
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um aðgerðir sem geti stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, bindingu kolefnis og umhverfisvænni starfsháttum í landbúnaði.

Markmið Íslands er að lágmarki fimmtíu og fimm prósenta lækkun í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, miðað við árið 1990. Þá er stefnt á að landið verði kolefnishlutlaust árið 2040. Í áðurnefndri aðgerðaráætlun segir að áætlað sé að árið 2021 hafi losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði verið sex hundruð og tuttugu þúsund tonn koltvísýringsígilda, sem sé samdráttur upp á ellefu prósent miðað við 1990.

Með aðgerðaráætlun landbúnaðarins í loftslagsmálum er stefnt að því að styrkja bændur á þeirri vegferð að tileinka sér nýja tækni og framleiðslukerfi. Þá segir að aðilum þurfi að vera kleift að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda án neikvæðra áhrifa á framleiðslugetu eða arðsemi. Lagt er til að aðgerðir í loftslagsmálum landbúnaðarins byggi á þremur stoðum; þekkingu og ráðgjöf, umhverfisbókhaldi og rannsóknum og nýsköpun.

Þrjár stoðir

Hvað fyrstu stoðina varðar nefna skýrsluhöfundar verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður, sem er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þar fái bændur fræðslu og fari í loftslagsaðgerðir í sínum búrekstri sem byggi helst á samdrætti í losun og kolefnisbindingu. Lögð sé áhersla á að með loftslagsvænum búskaparháttum aukist framleiðni og tekjur. Þá öðlist bændur þekkingu sem miði að bættri nýtingu áburðar- og fóðurefna.

Önnur stoðin miði að því að koma á „grænu bókhaldi“, til að halda utan um losun frá landbúnaði. Í landbúnaði sé löng hefð fyrir skýrsluhaldi og með því að bæta við umhverfisbókhaldi væri mögulegt að fylgjast með árangri í loftslagsmálum. Nærtækast væri að nota gagnagrunninn jord.is á þann hátt sem myndi gera bændum kleift að setja sér mælanleg markmið.

Nýsköpun mikilvæg

Í greinargerð með þriðju stoðinni, eða rannsóknum og nýsköpun, er kallað eftir því að átak verði gert í að meta raunlosun frá mismunandi landgerðum hér á Íslandi, en tölur um kolefnislosun séu oft áætlaðar út frá erlendum gagnagrunnum. Þá er bent á þá miklu þörf sem er á auknu fjármagni til nýsköpunarverkefna í landbúnaði sem geti stuðlað að samdrætti í losun.

Bændasamtökin hafi haft forgöngu um að setja á fót ýmis nýsköpunarverkefni sem geti skipt sköpum. Þar má nefna áburðarframleiðsluverkefni Terraforming LIFE, sem hverfist um að blanda búfjárúrgangi og fiskimykju úr landeldi til framleiðslu áburðar og lífgass. Þá hafi Bændasamtökin fengið styrk til að fýsileikagreina förgun á sláturúrgangi með hitasundrunarbúnaði, eða lífkolaframleiðslu. Á næsta ári fari af stað verkefnið CircleFeed, sem snýst um framleiðslu rauðþörunga sem geti dregið úr metanlosun sem myndast við iðragerjun mjólkurkúa.

Skylt efni: loftslagsmál

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...