Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þátttakendur á námskeiðunum á Mývatni.
Þátttakendur á námskeiðunum á Mývatni.
Mynd / Aðsent
Fréttir 26. ágúst 2020

Sauðfjárbú gera aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Höfundur: smh
Loftslagsvænn landbúnaður er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), Skóg­ræktarinnar og Landgræðslunnar. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og vegna landnýtingar og auka kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri. Í vor voru fimmtán sauðfjárbú valin til þátttöku í verkefninu og Berglind Ósk Alfreðsdóttir, ráðunautur í  loftslags- og umhverfismálum, fengin til verkefnastjórnunar. 
 
„Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslags­málum. Í verkefninu fá sauðfjárbændur heildstæða ráðgjöf og fræðslu um hvernig hægt er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu,“ segir Berglind Ósk. Gert er ráð fyrir að ávinningurinn af þátttöku í verkefninu verði betri og loftslagsvænni landbúnaður.
 
Hvert bú setur sér aðgerðaráætlun
 
Berglind Ósk Alfreðsdóttir.
Námskeiðahald vegna verkefnisins var í febrúar- og marsmánuðum. Í kjölfar þeirra var auglýst eftir þátttöku búa en sauðfjárbú í gæðastýringu áttu kost á þátttöku í verkefninu. Að sögn Berglindar Óskar hófst svo verkefnið formlega þegar bændurnir, sem höfðu verið valdir til þátttöku, hittu ráðgjafa RML, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar á vinnufundum. „Hvert bú setur sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem aðgerðirnar eru mótaðar af þátttakendum sjálfum og þeim tækifærum til loftslags­vænna aðgerða sem eru hjá hverjum og einum. Aðgerðaráætlun hvers þátttökubús er lifandi skjal, þar sem skoðaðar eru sem flestar leiðir til þess að gera búrekstur og landnýtingu loftslagsvænni. Lagt er mat á fýsileika aðgerða og hversu miklum árangri þær eru líklegar til þess að skila, annars vegar í upphafi verkefnisins og svo eftir því sem því líður fram,“ segir hún.
 
Þátttakendur á námskeiðunum á Hvanneyri.
 
Dregið úr losun og kolefnisbinding
 
Berglind Ósk segir að í aðgerðaráætlunum séu aðgerðir sem annars vegar  lúta að því að dregið sé úr losun gróðurhúslofttegunda og hins vegar aðgerðir sem auka kolefnisbindingu. Í fyrri flokknum eru metnir möguleikar á sex aðgerðum; bætt nýting tilbúinna áburðarefna og frekari nýting lífrænna áburðarefna, möguleikar á ræktun niturbindandi jurta, minni olíunotkun, verndun  jarðvegs við jarðvinnslu, endurheimt votlendis og draga úr innyflagerjun búfjár. 
 
Þátttakendur á námskeiðum í Gunnarsholti.
 
Í þeim seinni eru metnir  möguleikar til uppgræðslu, endurheimt skóglendis (birkiskóga og víðikjarrs), skjólbeltaræktun og ræktun hagaskóga og ræktun timburskóga. Þátttakendur eru einnig hvattir til þess að hugsa út fyrir rammann og koma með nýjar hugmyndir að loftslagsvænum aðgerðum, en möguleikarnir eru miklir, til dæmis er hægt að koma með aðgerðir sem snúa að hringrásarhagkerfinu, minni plastnotkun og endurnýtingu. 
 
„Þessum fimmtán búum verður fylgt eftir í fimm ár, en fyrirhugað er að nýr hópur þátttakenda verði tekinn inn í verkefnið á næsta ári og vonandi bætast þá fleiri búgreinar við. Ég hlakka til að vinna með þátttökubúunum í þessu verkefni. Bændurnir búa við misjafnar aðstæður og hafa þar af leiðandi mismunandi leiðir hver um sig til að ná árangri í loftslagsmálum,“ segir Berglind Ósk. 
 
Þátttakendur eru bændur úr öllum landsfjórðungum þar sem fjöl­­breyttur búskapur er stundaður.
 
Bæirnir sem taka þátt eru dreifðir um allt land.
 
Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...