Landbúnaður uppspretta 14% af losun Íslands
Í síðustu skilum Umhverfisstofnunar á bókhaldi gróðurhúsalofttegunda til Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var landbúnaður uppspretta 14% af losun Íslands árið 2020, eða 618 þúsund tonn CO2 ígilda. Losunin hefur dregist saman um 7% milli áranna 1990 og 2020.