Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landbúnaðar­ráð­herra kom inn á mál innkaupastefnu ríkisins í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings. Þar sem hann sagði frá því að í síðasta mánuði hafi verið samþykkt í ríkisstjórn sú tillaga hans að setja á fót starfshóp sem fær það verkefni að móta till
Landbúnaðar­ráð­herra kom inn á mál innkaupastefnu ríkisins í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings. Þar sem hann sagði frá því að í síðasta mánuði hafi verið samþykkt í ríkisstjórn sú tillaga hans að setja á fót starfshóp sem fær það verkefni að móta till
Mynd / HKr.
Fréttir 8. mars 2018

Stefnan styðji við innlenda framleiðslu og lágmarki losun gróðurhúsalofttegunda

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Búnaðarþing 2018 samþykkti ályktun um innkaupastefnu ríksins. Beinir þingið því til fjármálaráðuneytis að endurskoða innkaupastefnu ríkisins og lög um opinber innkaup með það að markmiði að opinberar stofnanir skuli velja innlend matvæli þar sem því er við komið. Þannig er stutt við innlenda matvælaframleiðendur og jafnframt stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda sem til falla við flutning til landsins. 
 
Búnaðarþing telur einnig að ríkið skuli kaupa þær vörur sem hafa hvað minnst umhverfisfótspor.
Í greinargerð með tillögunni sem samþykkt var segir að ætlað sé að opinberar stofnanir íslenska ríkisins noti um 150 milljarða í innkaup á hverju ári og 300 milljarða ef sveitarfélög eru meðtalin. Matvara er skráð sem fimmti hæsti flokkur í rammasamningum ríkisins (Ársskýrsla Ríkiskaupa 2013–2015). Þá er bent á að í innkaupastefnu ríkisins frá 2002 sé hnykkt á atriðum sem ályktunin fjallar m.a. um:
 „Við innkaup skal tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða. Ef vörur eru sambærilegar að öðru leyti ber að velja þá tegund sem telst síður skaðleg umhverfinu.“
 
Árið 2017 voru flutt inn 722 kg af matvælum á hvern Íslending. Kolefnisspor þessa flutnings veldur svipaðri losun gróðurhúsalofttegunda og öll starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur eða um 41.000 tonn af CO2 á ári (samantekt Bændablaðsins 11. janúar 2018). Þá á eftir að taka inn í myndina kolefnisspor vörunnar utan flutningsins til Íslands, þ.e. við framleiðslu og flutning fram að umskipun til Íslands.
 
Framleiðslukostnaður matvæla er nokkuð hár hér á landi, meðal annars vegna sívaxandi launakostnaðar og þar af leiðandi kostnaðar á aðföngum bænda og ýmiss konar þjónustu svo sem eftirlits og dýralæknaþjónustu. Með nýjum tollasamningi við Evrópusambandið er opnað á mjög aukinn innflutning á matvöru næstu 4 árin og eru innfluttar vörur framleiddar undir öðrum og oftar en ekki kostnaðarminni kringumstæðum en við búum við hér á landi. Með aukinni áherslu á innlend matvæli í innkaupastefnu ríkisins er samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar styrkt.
 
Ríkisstjórn Íslands tekur í sama streng
 
Landbúnaðar­ráð­herra kom inn á þessi mál í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings. Þar sagði hann m.a.:
„Þá er einnig ánægjulegt að greina frá því hér í dag að í síðasta mánuði var samþykkt í ríkisstjórn sú tillaga mín að setja á fót starfshóp sem fær það verkefni að móta tillögur að innkaupastefnu opinberra stofnana á sviði matvæla. Markmiðið er að lágmarka kolefnisspor matvæla og styrkja með þeim hætti innlenda framleiðslu. Með þessu eru íslensk stjórnvöld að sýna gott fordæmi og sýna í verki vilja til að stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu.“ 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...