fimmtudagur, 5. nóvember 2020 kl. 18:00

Aðalfundur Slow Food Reykjavík

Slow Food Reykjavík heldur aðalfund sinn 5. nóvember 2020 á veitingastaðnum MATR í Norræna húsinu. Fundurinn hefst kl. 18:00 og stendur til kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum skal dagskrá aðalfundar vera sem hér segir:
  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Stefnumótun næsta árs
  6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
  7. Kosning kjörstjórnar
  8. Önnur mál
Kosið verður um tvo aðalfulltrúa í stjórn að þessu sinni. Þær Dominique Plédel Jónsson og Gunnþórunn Einarsdóttir gefa báðar kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Einnig auglýsir stjórn eftir lagabreytingartillögum. Framboðum til stjórnar og lagabreytingartillögum skal skila til stjórnar með því að senda tölvupóst á slowfood@slowfood.is eigi síðar en 22. október. Gildandi samþykktir má nálgast hér.