Skylt efni

ræktun

Haustblómin  huggulegu
Á faglegum nótum 9. september 2021

Haustblómin huggulegu

Nú gengur í garð sá tími að sumarblómin fara að syngja sitt síðasta og blómakerin og sumarblómabeðin hafa skilað sínu sumarhlutverki til fulls. Í stað þess að horfa upp á eyðimörk í beðum og pottum fram á vetur er tilvalið að skella fallegum haustblómum í moldina í staðinn.

Hvetja almenning til að rækta garðinn sinn
Fréttir 19. maí 2021

Hvetja almenning til að rækta garðinn sinn

Félag garðplöntuframleiðenda, sem samanstendur af 16 framleiðendum um allt land, fer senn af stað með átaksverkefnið Þinn garður – þín kolefnisbinding til að auka áhuga, þekkingu og þátttöku almennings á ræktun gróðurs með tilliti til kolefnisbindingar.

Best að fjarlægja þá með höndum
Á faglegum nótum 10. október 2018

Best að fjarlægja þá með höndum

Síðastliðið sumar gerðu garðyrkju­­fræðingar á vegum Konunglega breska garð­yrkju­félagsins athugun á gagnsemi ýmissa húsráða sem ætlað er að fæla snigla frá matjurta­görðum og plöntum sem sniglar eru sólgnir í.

Jarðarber – gómsæt uppskera
Á faglegum nótum 4. september 2018

Jarðarber – gómsæt uppskera

Ein af þeim krásjurtum sem rækta má með góðum árangri hér á landi eru jarðarber. Ræktun þeirra krefst að vísu góðra skilyrða eða vermireits ef uppskeran á að vera góð, en þeir sem ná góðum árangri geta fengið góða uppskeru.

Erfðabreytt ræktun á  190 milljón hekturum
Fréttir 9. ágúst 2018

Erfðabreytt ræktun á 190 milljón hekturum

Áætlað er að erfðabreyttar plöntur séu ræktaðar á um 190 milljónum hekturum lands í heiminum. Mest er ræktunin í Bandaríkjum Norður-Ameríku, Brasilíu og Argentínu.

Búið að slökkva á helmingi lýsingarinnar
Fréttir 11. maí 2018

Búið að slökkva á helmingi lýsingarinnar

Ábúendurnir á Brúnalaug í Eyjafirði hófu lýsingu á papriku í gróðurhúsum áríð 2008. Vegna hækkunar á kostnaði við lýsinguna hafa þau slökkt á helmingi lýsingarinnar í mesta skammdeginu og þegar afhendingartími rafmagnsins í dýrastur.

Þurfum að koma okkur upp hagkvæmri skógarauðlind
Viðtal 20. apríl 2018

Þurfum að koma okkur upp hagkvæmri skógarauðlind

Hafsteinn Hafliðason er mörgum garðeigendum og öðru áhugafólki um plöntur að góðu kunnur. Hann hefur á starfsferli sínum getið sér gott orð sem garðyrkjufræðingur og alþýðufræðari um ræktun plantna og umhirðu.

Gulrætur í öllum regnbogans litum
Á faglegum nótum 9. mars 2018

Gulrætur í öllum regnbogans litum

Appelsínugular gulrætur eins og við þekkjum best komu fram á sjónarsviðið á 16. öld þegar hollenskir garðyrkjumenn frjóvguðu saman rauðum og gulum afbrigðum gulróta. Gulrætur voru leynivopn Grikkja í stríðinu um Trójuborg.

Kannabisframleiðsla í Kaliforníu umfram eftirspurn
Fréttir 8. nóvember 2017

Kannabisframleiðsla í Kaliforníu umfram eftirspurn

Á síðasta ári er áætlað að í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafi verið framleidd ríflega sex milljón kíló af hampi. Framleiðslan er fimm sinnum meiri en áætluð notkun í ríkinu, sem er um milljón kíló á ári. Ræktun og neysla kannabis er lögleg í Kaliforníu.

Breskt ræktunarland breytist í eyðiland
Fréttir 6. nóvember 2017

Breskt ræktunarland breytist í eyðiland

Michael Gove, ráðherra umhverfis- og landbúnaðar­mála á Bret­landi, varar við því að hluti af ræktarlandi í landinu geti breyst í eyðiland ef ekki verði dregið úr nauðræktun og notkun tilbúins áburðar og eiturefna í landbúnaði.

Fræ vonarinnar
Fréttir 25. október 2017

Fræ vonarinnar

Íbúar í litlu þorpi í norðurhéruðum Víetnam hafa tekið sig saman og hafið ræktun á einu af sjaldgæfustu magnolíutrjám í heimi. Markmiðið er að planta trjánum út og fjölga þeim í sínum náttúrulegu heimkynnum.

Bláberjatoppur er framtíðin í berjarækt
Á faglegum nótum 7. apríl 2017

Bláberjatoppur er framtíðin í berjarækt

Áhugi á ávaxta- og berjarækt hefur aukist talsvert undanfarin ár og úrval ávaxtatrjáa og berjarunna sem hægt er að rækta á Íslandi eykst með hverju ári.

Mikið að gera hjá nemendum við að ljúka verkefnum fyrir sumarið
Fréttir 23. febrúar 2017

Mikið að gera hjá nemendum við að ljúka verkefnum fyrir sumarið

Töluverðar annir eru við Garð­yrkjuskólann þessa dagana enda vorið á næsta leiti og fjöldi verkefna sem þarf að ljúka fyrir sumarið. Viðhald á húsnæði skólans hefur verið verulega vanrækt á liðnum árum. Á fjárlögum er gert ráð fyrir 70 milljónum króna til endurbóta á húsnæðinu.

Mikil sala á afskornum blómum fyrir Valentínusar- og konudaginn
Fréttir 23. febrúar 2017

Mikil sala á afskornum blómum fyrir Valentínusar- og konudaginn

Mikið hefur verið að gera hjá framleiðendum afskorinna blóma undanfarið. Valentíusar- og konudagurinn nýafstaðnir og ræktun á gulum túlípönum fyrir páska hafin.

Jurtir Karlamagnúsar – rúðan
Á faglegum nótum 6. október 2016

Jurtir Karlamagnúsar – rúðan

Frá örófi alda hefur sígrænn hálfrunni með bláleitum, stakfjöðruðum blöðum og grængulum blómum í gisnum skúf haldið athygli lækna jafnt sem kennimanna. Og eiginlega óslitið allt fram á okkar tíma.

Útdautt tré fannst í garði drottningar
Fréttir 6. október 2016

Útdautt tré fannst í garði drottningar

Tveir einstaklingar af álmafbrigði, sem talið er að hafi dáið út í lok síðustu aldar, fundust fyrir skömmu í skrúðgarði Elísabetar Bretlandsdrottningar á Holyroodsetrinu skammt frá Edinborg.

Jurtir Karlamagnúsar – munkareinfang
Á faglegum nótum 23. september 2016

Jurtir Karlamagnúsar – munkareinfang

Í einni ítarlegustu úttekt og fororðningu sinni, Capitulare de Villis, lét Karlamagnús gera lista yfir ríflega sjötíu tegundir jurta sem hann vildi hafa í görðum sínum. Allar þessar jurtir höfðu þá verið í ræktun frá upphafi söguritunar við norðanvert Miðjarðarhaf.

Garðabrúðan geðþekka
Á faglegum nótum 12. ágúst 2016

Garðabrúðan geðþekka

Baldrían var eitt af fyrstu plöntuheitunum sem ég lærði sem barn. Roskin kona sem var á heimili afa míns og ömmu í innanverðu Ísafjarðardjúpi notaði það um snotra og státlega jurt sem óx í nokkrum hnausum í deiglendisurð innan við elsta bæjarstæðið í Reykjarfirði.

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – sjötta og síðasta grein
Á faglegum nótum 11. júlí 2016

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – sjötta og síðasta grein

Nú líður að lokum umfjöllunar um hina misvinsælu Sveip­jurtaætt. Í fyrra var hér skrifað um geitakálið (BBL. 11. tbl. 2015) og risahvannirnar (BBL. 15. tbl. 2015).

Ólíklegt að tréð nái fyrri reisn
Fréttir 8. júlí 2016

Ólíklegt að tréð nái fyrri reisn

Framkvæmdir við byggingu hótels á lóðunum við Laugaveg 34A og 36 og Grettisgötu 17 er í fullum gangi. Illa hefur tekist til við verndun eins elsta trés í Reykjavík sem stendur á Grettisgötulóðinni.

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – fjórða grein
Á faglegum nótum 13. júní 2016

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – fjórða grein

Í sveipjurtaættinni eru nokkrar tegundir sem einvörðungu eru ræktaðar sem matjurtir. Allar hafa þær verið lengi í ræktun og þróun þeirra eftir að þær komust í manna hendur hefur oftast fært þær býsna langt frá uppruna sínum í útliti og háttum. Hér verður fjallað um þrjár þess konar.

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – þriðja grein
Á faglegum nótum 26. maí 2016

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – þriðja grein

Til Sveipjurtaættarinnar teljast fleiri tegundir kryddjurta en minnst hefur verið á í fyrri pistlum. Þær þrjár sem hér verða til umræðu eru suðlægari og viðkvæmari í ræktun undir berum himni við norrænar aðstæður en hinar fyrrtöldu. Hins vegar þrífast þær tiltölulega vel í yfirbyggðum reitum eða plastbogahúsum hér á landi.

Hin víðfeðma víðiættkvísl
Á faglegum nótum 15. apríl 2016

Hin víðfeðma víðiættkvísl

Frá nyrstu ströndum Norður­hjarans og niður til sígrænna skóga SA-Asíu og Mexíkó má finna fulltrúa víðiættkvíslarinnar, Salix. Sem svo aftur, ásamt öspum og kesjum teljast til víðiættbálksins, Saliceae, innan hinnar eiginlegu Víðiættar, Salicaceae, sem svo innifelur um hálfan sjötta tug annarra ættkvísla.

Matjurtagarðar Reykjavíkurborgar 2016
Líf&Starf 14. apríl 2016

Matjurtagarðar Reykjavíkurborgar 2016

Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota. Átta hundruð matjurtagarðar eru leigðir út á vegum Reykjavíkurborgar í sumar, þar af eru tvöhundruð í Skammadal. Reykjavíkurborg hefur gert samning við Garðyrkjufélag Íslands um rekstur matjurtagarða.

Ýviður – tré lífs og dauða, eilífðarinnar, upprisu og endurnýjunar
Á faglegum nótum 25. febrúar 2016

Ýviður – tré lífs og dauða, eilífðarinnar, upprisu og endurnýjunar

Askurinn Yggdrasill ­stendur á Iðavöllum, sígrænn yfir Urðarbrunni þótt ausinn sé hvítum auri. Af honum bíta hindir og verður ekki meint af.

Sólblóm – fullkomið gullinsnið
Á faglegum nótum 1. febrúar 2016

Sólblóm – fullkomið gullinsnið

Indíánar Norður-Ameríku voru fyrstir til að rækta sólblóm til matar, Spánverjar fluttu þau til Evrópu og ræktuðu sem skrautjurtir. Pétur mikli Rússlandskeisari féll kylliflatur fyrir plöntunni og setti í framkvæmd umfangsmestu ræktunaráætlun síns tíma til að rækta sólblóm. Eitt af dýrustu málverkum sögunnar er af sólblómi.

Epli – súr, sæt og forboðin
Á faglegum nótum 22. desember 2015

Epli – súr, sæt og forboðin

Epli eru fjölbreytt og harðgerð og sá ávöxtur sem mest er ræktaður á norðurhveli jarðar. Eplayrki skipta þúsundum og hvert þeirra hefur sitt sérstaka bragð og nokkur þeirra hafa reynst ágætlega í ræktun hér á landi.

Greni og grænt um jól
Á faglegum nótum 18. desember 2015

Greni og grænt um jól

Í þjóðtrú allra nágrannaþjóða okkar hefur sígrænn gróður haft táknræna merkingu á vetrarsólstöðum. Svo hefur það verið frá örófi alda. Grænar plöntur á þessum tíma voru fulltrúar rísandi sólar og arðbærs árferðis.

Hinn elskulegi engifer  og útúrdúr um enskan biskup
Á faglegum nótum 4. desember 2015

Hinn elskulegi engifer og útúrdúr um enskan biskup

Engifer er ein þessara ævafornu krydd- og lækningajurta sem komnar voru til sögunnar löngu fyrir okkar söguskyn. Ágiskanir um upprunaland hans er nokkuð á reiki, en víst er um að hans er getið í indverskum og kínverskum ritum eins langt aftur og ritlistin nær.

Hljóðbylgjur sem tæla til sín pöddur
Fréttir 1. desember 2015

Hljóðbylgjur sem tæla til sín pöddur

Tæki sem gefur frá sér hljóð sem líkist mökunarkalli skordýrs sem leggst á appelsínulundi í Flórída lofar góðu í baráttunni við kvikindið sem veldur talsverðum skaða í ræktuninni á hverju ári.

Frakkar nota mest af skordýraeitri við vínrækt
Fréttir 1. desember 2015

Frakkar nota mest af skordýraeitri við vínrækt

Vínræktendur í Frakklandi hafa undanfarið fengið yfir sig holskeflu af málaferlum sem tengjast heilsubresti og veikindum starfsmanna sem talið er að tengist ofnotkun á skordýraeitri við ræktunina.

Illgresiseyðir og skordýraeitur notað á 98% uppskerunnar
Fréttir 11. nóvember 2015

Illgresiseyðir og skordýraeitur notað á 98% uppskerunnar

Þótt framboð eldri tegunda skordýraeiturs og annarra varnarefna hafi farið verulega minnkandi á markaði í Skotlandi á undanförnum árum er hún samt enn gríðarlega mikil. Þá hefur ýmislegt verið að gerast bak við tjöldin með þróun og markaðssetningu nýrra efna sem leysa þau gömlu af hóli.

Beiskur ertu, Pipar minn – en löng er þín saga!
Á faglegum nótum 6. nóvember 2015

Beiskur ertu, Pipar minn – en löng er þín saga!

Af svartpipar, piparnum sem við köllum bara pipar í daglegu máli, koma nokkrar gerðir. Fyrst og fremst er það sjálfur svartpiparinn, kornin mósvörtu, sem bæði er hægt að fá heil og möluð.

Bragðarefirnir belgaldin – paprika og sílipipar
Á faglegum nótum 26. október 2015

Bragðarefirnir belgaldin – paprika og sílipipar

Þegar Evrópumenn bar að ströndum Mið-Ameríku blasti við þeim nýr heimur og framandi ræktunarmenning. Ræktun Maya og Azteka, einkum, byggði á þúsunda ára hefð og plöntutegundum sem voru ókunnar mönnum gamla heimsins.

Enginn kemur upp iðnaði af þessu tagi einn og óstuddur
Líf&Starf 28. júlí 2015

Enginn kemur upp iðnaði af þessu tagi einn og óstuddur

„Það er alveg magnað hvað allir hafa tekið rabarbaranum vel. Hugmyndir mínar varðandi vöruþróun og framleiðslu á rabarbaraafurðum hafa hlotið góðan hljómgrunn og mikinn byr. Það er alveg ómetanlegt að fá svona vind í seglin fyrir verkefni sem þetta,“ segir Edda Kamilla Örnólfsdóttir, sem ræktað hefur rabarbara í hálfum hektara lands skammt ofan við...

Stöndum áfallið af okkur og höldum ótrauð áfram
Fréttir 7. júlí 2015

Stöndum áfallið af okkur og höldum ótrauð áfram

„Það kom aldrei annað til greina en að byrja upp á nýtt, það hvarflaði ekki að okkur að skella í lás. Við munum standa þetta áfall af okkur og halda ótrauð áfram,“ segir Anna Sigríður Pétursdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Gísla Hallgrímssyni, á og rekur garðyrkjustöðina Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit.

Spínat – ekki bara fyrir Stjána bláa
Á faglegum nótum 30. júní 2015

Spínat – ekki bara fyrir Stjána bláa

Nú er komið fram yfir Jónsmessu. Norðursólin okkar hefur náð hæsta punkti á himinboga sínum og er byrjuð að slaka á spennunni. Daga tekur að stytta á ný. Því fylgir ákveðin sæla fyrir spínatið.

Skjólbelti framtíðar
Fréttir 15. júní 2015

Skjólbelti framtíðar

Árangur í skjólbeltarækt á Íslandi hefur verið misjafn og mörg skjólbelti, sem ræktuð hafa verið upp, hafa reynst léleg og endingarlítil. Ástæðan er að hluta rangt plöntuval og ómarkviss uppröðun tegunda.

Tómatar – epli ástarinnar
Á faglegum nótum 11. júní 2015

Tómatar – epli ástarinnar

Neysla á tómötum varð ekki almenn í Evrópu fyrr en um miðja nítjándu öld. Plantan var talin eitruð en aldinin falleg og ræktuð í höllum og herragörðum sem skrautjurt. Tómatar eru mest ræktuðu og mest borðuðu ber í heiminum í dag.

Rósir og hindarblóm
Á faglegum nótum 4. maí 2015

Rósir og hindarblóm

Oft er gaman að rifja upp tengsl sögufrægra persóna við þann skrautgróður sem við ræktum í híbýlum og görðum. Sagnfræði af því tagi gefur oftast nýja vídd í ræktunaránægjuna og glæðir áhugann.

Hin ástsæla azalea og annað skylt
Á faglegum nótum 20. apríl 2015

Hin ástsæla azalea og annað skylt

Lyngættin er slungin og fjölbreytt plöntuætt með tæplega 150 ættkvíslum. Hér uppi á Íslandi á hún nokkra fulltrúa sem eru samt ívið ólíkir innbyrðis. Beitilyngið okkar stendur með sínum rauðfjólubláu blómum seinnipart sumars þegar fjarskyldir ættingjar þess, krækiber, bláberin bæði og sortulyngið svigna af berjum.

Pottaplöntur og hamingjan
Á faglegum nótum 30. mars 2015

Pottaplöntur og hamingjan

„ … því hvað er auður og afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús“ leggur HKL í munn einni aðalpersónu sinni í skáldsögunni Sjálfstæðu fólki. Og nokkuð víst er um það að okkur þykir flestum að fátæklegt sé um að lítast í íveruhúsnæði þar sem engin eru pottablómin.

Fyrstu krókusarnir koma upp
Á faglegum nótum 12. mars 2015

Fyrstu krókusarnir koma upp

Krókusar eru öruggt merki um að ekki sé langt í vorið. Þeir blómgast snemma á vorin eru lágvaxnir og til í mörgum litum.

Bómullarinnar blóði drifna slóð
Fréttir 12. mars 2015

Bómullarinnar blóði drifna slóð

Af öllum nytjaplöntum mannkyns sem ekki er nýtt til matar er bómull þeirra mikilvægust. Stór hluti mannkyns notar bómull á hverjum degi og víða um heim klæðist fólk buxum, kjólum, bolum og skyrtum sem ofnar eru úr bómull og sefur í bómullarrúmfötum. Engin planta í veröldinni hefur valdið jafn miklum þjáningum og dauða jafnmargra í gegnum aldirnar ...

Myntur
Á faglegum nótum 27. febrúar 2015

Myntur

Á Íslandi þrífast mynturnar líklega best af öllum þeim suðrænu kryddjurtum sem hingað hafa borist. En það er samt ekki alveg víst að við kunnum að brúka þær í annað en te og mohito.

Kryddjurtir – þrjár kulsæknar frá Miðjarðarhafsströndum
Á faglegum nótum 12. febrúar 2015

Kryddjurtir – þrjár kulsæknar frá Miðjarðarhafsströndum

Rósmarín, Rosmarinus officinalis, vex við sjávarsíðuna allt í kringum Miðjarðarhaf. Nafnið þýðir „sjávardögg“ bókstaflega og plantan er sígrænn hálfrunni með upprúlluðum blöðum sem minna ekki lítið á barrnálar.

Ólöglegar afurðir gefa mest
Fréttir 2. febrúar 2015

Ólöglegar afurðir gefa mest

Séu bornar saman tölur um ræktun og hagnað af plöntuafurðum kemur í ljós að langmest er ræktað af hveiti, maís, hrísgrjónum og sojabaunum í heiminum. Plönturnar sem aftur á móti gefa mest af sér eru kannabis, kókaín og ópíum.

Hrísgrjón – þriðja mest ræktaða planta í heimi
Á faglegum nótum 2. febrúar 2015

Hrísgrjón – þriðja mest ræktaða planta í heimi

Um helmingur jarðarbúa borðar hrísgrjón á hverjum degi. Í Asíu eru hrísgrjón helsta uppspretta næringar yfir tveggja milljarða manna og ræktun þess eykst hratt í Afríku þar sem þau verða sífellt mikilvægari sem fæða.

Avókat, avóköt – lárpera, sigurpungur, smjöraldin?
Á faglegum nótum 30. janúar 2015

Avókat, avóköt – lárpera, sigurpungur, smjöraldin?

Fyrstu kynni sem Evrópumenn höfðu af avókatávextinum var á fyrstu áratugum eftir landtöku Spánverja í Mexíkó. Spænski landkönnuðurinn og sæfarinn Fernández de Enciso getur þeirra í samantekt um ferðir sínar um löndin við Karíbahaf. Sú samantekt var prentuð og gefin út árið 1519.

Síðasti bananinn
Fréttir 27. janúar 2015

Síðasti bananinn

Vinsælasta bananayrki í heimi og bananinn sem við þekkjum best kallast Cavendish hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ástæðan fyrir þessu er sveppurinn Fusarium sem hefur breiðst hratt út og drepur bananaplöntur.