Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvetja almenning til að rækta garðinn sinn
Fréttir 19. maí 2021

Hvetja almenning til að rækta garðinn sinn

Höfundur: ehg

Félag garðplöntuframleiðenda, sem samanstendur af 16 framleiðendum um allt land, fer senn af stað með átaksverkefnið Þinn garður – þín kolefnisbinding til að auka áhuga, þekkingu og þátttöku almennings á ræktun gróðurs með tilliti til kolefnisbindingar.

Með því vill félagið vekja fólk til vitundar um að allur gróður og græn svæði binda kolefni og allir geta lagt sitt af mörkum. Það er von félagsins að með fræðslu og kynningu aukist áhugi fólks á að rækta meira á sínu heimasvæði og stuðla þannig að eigin kolefnisbindingu.

Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins Þinn garður – þín kolefnisbinding, ásamt formanni félags garðplöntuframleiðenda Guðmundi Vernharðssyni eiganda Gróðrarstöðvarinnar Markar í Fossvogsdal í Reykjavík. 

„Við erum að fara af stað með þetta spennandi verkefni þar sem ætlunin er að fá almenning í lið með okkur til að virkja græna fingur landsins, fræða fólk um kosti þess að hlúa vel að eigin garði, svölum og sumarbústaðalöndum með því að planta meira af trjám og blómum ásamt því að rækta eigin matvæli. Það geta allir lagt sín lóð á vogarskálarnar til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið í heild,“ segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri verkefnisins sem bendir jafnframt á að stærsta og fjölbreyttasta ræktunarverkefni á Íslandi sé ræktun gróðurs í þéttbýli og sumarbústaðalöndum. 

Fræðsla og ráðgjöf við val á plöntum

Inni á heimasíðu garðplöntuframleiðenda gardplontur.is getur almenningur fundið lista yfir garðplöntuframleiðendur og leitað að upplýsingum um plöntur, ræktunarskilyrði og fleira. Auk þess prýðir fjöldi mynda gagnagrunninn, notendum til glöggvunar. 

„Inni á síðunni má finna hvaða plöntur og tré er heppilegast að rækta miðað við þær aðstæður sem hver og einn býr við. Fræðsla og ráðgjöf um val á plöntum og ræktun mun standa til boða bæði með þjónustu sem veitt er við kaup á plöntum í garðplöntustöðvum sem og á netinu,“ útskýrir Erla Hjördís og segir jafnframt:

„Til að vekja athygli á átakinu munum við vera sýnileg í sumar á ýmsum miðlum og taka allir garðplöntuframleiðendur landsins þátt í átakinu með því að fræða gesti sína um hinar fjölmörgu tegundir sem í boði eru hérlendis og hvað henti fyrir hvern einn með tilliti til aðstæðna. Ræktun í heimilisgarði hreinsar mengun og skaðleg efni úr umhverfinu og þar sem allar plöntur ljóstillífa og binda kolefni þá skiptir framlag hvers og eins máli þegar kemur að kolefnisbindingu.“

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...