Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fræbelgur Magnolia grandis.
Fræbelgur Magnolia grandis.
Fréttir 25. október 2017

Fræ vonarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í litlu þorpi í norðurhéruðum Víetnam hafa tekið sig saman og hafið ræktun á einu af sjaldgæfustu magnolíutrjám í heimi. Markmiðið er að planta trjánum út og fjölga þeim í sínum náttúrulegu heimkynnum.

Búið er að safna fræi, rækta upp og planta út ríflega 1100 smáplöntum af einni af sjaldgæfustu magnolíutrjáategund í heimi, sem á latínu ber heitið Magnolia grandis. Tilgangur íbúanna er að bjarga tegundinni frá útrýmingu með því að planta henni í skóga og kalkríkar hæðir umhverfis þorpið og friða landið.

Fimmtíu tré eftir

Samkvæmt válista IUCN var vitað um 50 tré af tegundinni á um tíu ferkílómetra svæði í heiminum árið 2014 og hún sögð í verulegri útrýmingarhættu. Meginástæða þess er sögð vera ólöglegt skógarhögg og landbúnaður.

Auk þess að bjarga magnolíu­trjánum er talið að ræktun þeirra komi ræktendum kardimomma til góða þar sem kardimommujurtin dafnar vel í skugga og skjóli lauftrjáa eins og magnolíu.

Hluti af stærra verkefni

Átak íbúanna er hluti af stærra verkefni sem kallast  Global Trees Campaign og er í umsjón Fauna & Flora International í Víetnam. Auk þess að bjarga fyrrnefndri magnolíutegund er í gangi svipað verkefni sem ætlað er að fjölga fleiri trjátegundum í útrýmingarhættu. Það á meðal sýprustegund  með gullnu yfirbragði sem hefur fækkað mikið í Víetnam og nefnist Cupressus vietnamensis.

Skylt efni: Víetnam | fræ | ræktun

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...