Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fræbelgur Magnolia grandis.
Fræbelgur Magnolia grandis.
Fréttir 25. október 2017

Fræ vonarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í litlu þorpi í norðurhéruðum Víetnam hafa tekið sig saman og hafið ræktun á einu af sjaldgæfustu magnolíutrjám í heimi. Markmiðið er að planta trjánum út og fjölga þeim í sínum náttúrulegu heimkynnum.

Búið er að safna fræi, rækta upp og planta út ríflega 1100 smáplöntum af einni af sjaldgæfustu magnolíutrjáategund í heimi, sem á latínu ber heitið Magnolia grandis. Tilgangur íbúanna er að bjarga tegundinni frá útrýmingu með því að planta henni í skóga og kalkríkar hæðir umhverfis þorpið og friða landið.

Fimmtíu tré eftir

Samkvæmt válista IUCN var vitað um 50 tré af tegundinni á um tíu ferkílómetra svæði í heiminum árið 2014 og hún sögð í verulegri útrýmingarhættu. Meginástæða þess er sögð vera ólöglegt skógarhögg og landbúnaður.

Auk þess að bjarga magnolíu­trjánum er talið að ræktun þeirra komi ræktendum kardimomma til góða þar sem kardimommujurtin dafnar vel í skugga og skjóli lauftrjáa eins og magnolíu.

Hluti af stærra verkefni

Átak íbúanna er hluti af stærra verkefni sem kallast  Global Trees Campaign og er í umsjón Fauna & Flora International í Víetnam. Auk þess að bjarga fyrrnefndri magnolíutegund er í gangi svipað verkefni sem ætlað er að fjölga fleiri trjátegundum í útrýmingarhættu. Það á meðal sýprustegund  með gullnu yfirbragði sem hefur fækkað mikið í Víetnam og nefnist Cupressus vietnamensis.

Skylt efni: Víetnam | fræ | ræktun

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...