Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fræbelgur Magnolia grandis.
Fræbelgur Magnolia grandis.
Fréttir 25. október 2017

Fræ vonarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í litlu þorpi í norðurhéruðum Víetnam hafa tekið sig saman og hafið ræktun á einu af sjaldgæfustu magnolíutrjám í heimi. Markmiðið er að planta trjánum út og fjölga þeim í sínum náttúrulegu heimkynnum.

Búið er að safna fræi, rækta upp og planta út ríflega 1100 smáplöntum af einni af sjaldgæfustu magnolíutrjáategund í heimi, sem á latínu ber heitið Magnolia grandis. Tilgangur íbúanna er að bjarga tegundinni frá útrýmingu með því að planta henni í skóga og kalkríkar hæðir umhverfis þorpið og friða landið.

Fimmtíu tré eftir

Samkvæmt válista IUCN var vitað um 50 tré af tegundinni á um tíu ferkílómetra svæði í heiminum árið 2014 og hún sögð í verulegri útrýmingarhættu. Meginástæða þess er sögð vera ólöglegt skógarhögg og landbúnaður.

Auk þess að bjarga magnolíu­trjánum er talið að ræktun þeirra komi ræktendum kardimomma til góða þar sem kardimommujurtin dafnar vel í skugga og skjóli lauftrjáa eins og magnolíu.

Hluti af stærra verkefni

Átak íbúanna er hluti af stærra verkefni sem kallast  Global Trees Campaign og er í umsjón Fauna & Flora International í Víetnam. Auk þess að bjarga fyrrnefndri magnolíutegund er í gangi svipað verkefni sem ætlað er að fjölga fleiri trjátegundum í útrýmingarhættu. Það á meðal sýprustegund  með gullnu yfirbragði sem hefur fækkað mikið í Víetnam og nefnist Cupressus vietnamensis.

Skylt efni: Víetnam | fræ | ræktun

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...