Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fræbelgur Magnolia grandis.
Fræbelgur Magnolia grandis.
Fréttir 25. október 2017

Fræ vonarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í litlu þorpi í norðurhéruðum Víetnam hafa tekið sig saman og hafið ræktun á einu af sjaldgæfustu magnolíutrjám í heimi. Markmiðið er að planta trjánum út og fjölga þeim í sínum náttúrulegu heimkynnum.

Búið er að safna fræi, rækta upp og planta út ríflega 1100 smáplöntum af einni af sjaldgæfustu magnolíutrjáategund í heimi, sem á latínu ber heitið Magnolia grandis. Tilgangur íbúanna er að bjarga tegundinni frá útrýmingu með því að planta henni í skóga og kalkríkar hæðir umhverfis þorpið og friða landið.

Fimmtíu tré eftir

Samkvæmt válista IUCN var vitað um 50 tré af tegundinni á um tíu ferkílómetra svæði í heiminum árið 2014 og hún sögð í verulegri útrýmingarhættu. Meginástæða þess er sögð vera ólöglegt skógarhögg og landbúnaður.

Auk þess að bjarga magnolíu­trjánum er talið að ræktun þeirra komi ræktendum kardimomma til góða þar sem kardimommujurtin dafnar vel í skugga og skjóli lauftrjáa eins og magnolíu.

Hluti af stærra verkefni

Átak íbúanna er hluti af stærra verkefni sem kallast  Global Trees Campaign og er í umsjón Fauna & Flora International í Víetnam. Auk þess að bjarga fyrrnefndri magnolíutegund er í gangi svipað verkefni sem ætlað er að fjölga fleiri trjátegundum í útrýmingarhættu. Það á meðal sýprustegund  með gullnu yfirbragði sem hefur fækkað mikið í Víetnam og nefnist Cupressus vietnamensis.

Skylt efni: Víetnam | fræ | ræktun

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...