Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fréttir 1. desember 2015

Hljóðbylgjur sem tæla til sín pöddur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tæki sem gefur frá sér hljóð sem líkist mökunarkalli skordýrs sem leggst á appelsínulundi í Flórída lofar góðu í baráttunni við kvikindið sem veldur talsverðum skaða í ræktuninni á hverju ári.

Kvikindið sem um ræðir er upprunnið í Asíu og nærist á stönglum og laufi sítrustrjáa og dregur þannig verulega úr vexti trjánna og uppskerunnar sem þær gefa. Á sama tíma bera pöddurnar í sér bakteríu sem smitast í trén og getur sýking af þeirra völdum valdið dauða trjánna.

Tilraunir með að nota hljóðbylgjur sem líkjast mökunarkalli kvenkvikindanna í stað skordýraeiturs til að halda pöddunni í skefjum lofa góðu. Hljóðin trufla þannig að mökunarferli pöddunnar riðlast og það dregur úr fjölgun hennar. 

Tæknin virkar þannig að tæki sem greinir þegar karldýr koma fljúgandi sendir boð í aðra græju sem gefur frá sér hljóð sem líkist mökunarkalli kvenpöddunnar með þeim afleiðingum að karldýrin breyta um stefnu. Við hljóðgjafann eru vonbiðlarnir svo veiddir í gildru þar sem þeir drepast.

Tilraunir með hljóðbylgjutæknina lofa það góðu að ákveðið hefur verið að reyna hana sem vörn gegn fleiri tegundum skordýra sem valda skaða á uppskeru, í vöruhúsum eða mannabústöðum.

Skylt efni: ræktun | hljóðbylgjur | Skordýr

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...