Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fréttir 1. desember 2015

Hljóðbylgjur sem tæla til sín pöddur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tæki sem gefur frá sér hljóð sem líkist mökunarkalli skordýrs sem leggst á appelsínulundi í Flórída lofar góðu í baráttunni við kvikindið sem veldur talsverðum skaða í ræktuninni á hverju ári.

Kvikindið sem um ræðir er upprunnið í Asíu og nærist á stönglum og laufi sítrustrjáa og dregur þannig verulega úr vexti trjánna og uppskerunnar sem þær gefa. Á sama tíma bera pöddurnar í sér bakteríu sem smitast í trén og getur sýking af þeirra völdum valdið dauða trjánna.

Tilraunir með að nota hljóðbylgjur sem líkjast mökunarkalli kvenkvikindanna í stað skordýraeiturs til að halda pöddunni í skefjum lofa góðu. Hljóðin trufla þannig að mökunarferli pöddunnar riðlast og það dregur úr fjölgun hennar. 

Tæknin virkar þannig að tæki sem greinir þegar karldýr koma fljúgandi sendir boð í aðra græju sem gefur frá sér hljóð sem líkist mökunarkalli kvenpöddunnar með þeim afleiðingum að karldýrin breyta um stefnu. Við hljóðgjafann eru vonbiðlarnir svo veiddir í gildru þar sem þeir drepast.

Tilraunir með hljóðbylgjutæknina lofa það góðu að ákveðið hefur verið að reyna hana sem vörn gegn fleiri tegundum skordýra sem valda skaða á uppskeru, í vöruhúsum eða mannabústöðum.

Skylt efni: ræktun | hljóðbylgjur | Skordýr

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...