Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hljóðbylgjur sem tæla til sín pöddur
Fréttir 1. desember 2015

Hljóðbylgjur sem tæla til sín pöddur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tæki sem gefur frá sér hljóð sem líkist mökunarkalli skordýrs sem leggst á appelsínulundi í Flórída lofar góðu í baráttunni við kvikindið sem veldur talsverðum skaða í ræktuninni á hverju ári.

Kvikindið sem um ræðir er upprunnið í Asíu og nærist á stönglum og laufi sítrustrjáa og dregur þannig verulega úr vexti trjánna og uppskerunnar sem þær gefa. Á sama tíma bera pöddurnar í sér bakteríu sem smitast í trén og getur sýking af þeirra völdum valdið dauða trjánna.

Tilraunir með að nota hljóðbylgjur sem líkjast mökunarkalli kvenkvikindanna í stað skordýraeiturs til að halda pöddunni í skefjum lofa góðu. Hljóðin trufla þannig að mökunarferli pöddunnar riðlast og það dregur úr fjölgun hennar. 

Tæknin virkar þannig að tæki sem greinir þegar karldýr koma fljúgandi sendir boð í aðra græju sem gefur frá sér hljóð sem líkist mökunarkalli kvenpöddunnar með þeim afleiðingum að karldýrin breyta um stefnu. Við hljóðgjafann eru vonbiðlarnir svo veiddir í gildru þar sem þeir drepast.

Tilraunir með hljóðbylgjutæknina lofa það góðu að ákveðið hefur verið að reyna hana sem vörn gegn fleiri tegundum skordýra sem valda skaða á uppskeru, í vöruhúsum eða mannabústöðum.

Skylt efni: ræktun | hljóðbylgjur | Skordýr

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...

Smitvarnir áréttaðar
Fréttir 20. janúar 2023

Smitvarnir áréttaðar

Í ljósi útbreiðslu bráðsmitandi afbrigðis af fuglaflensu H5N1 sá Eigenda- og ræk...

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Bl...