Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fréttir 1. desember 2015

Hljóðbylgjur sem tæla til sín pöddur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tæki sem gefur frá sér hljóð sem líkist mökunarkalli skordýrs sem leggst á appelsínulundi í Flórída lofar góðu í baráttunni við kvikindið sem veldur talsverðum skaða í ræktuninni á hverju ári.

Kvikindið sem um ræðir er upprunnið í Asíu og nærist á stönglum og laufi sítrustrjáa og dregur þannig verulega úr vexti trjánna og uppskerunnar sem þær gefa. Á sama tíma bera pöddurnar í sér bakteríu sem smitast í trén og getur sýking af þeirra völdum valdið dauða trjánna.

Tilraunir með að nota hljóðbylgjur sem líkjast mökunarkalli kvenkvikindanna í stað skordýraeiturs til að halda pöddunni í skefjum lofa góðu. Hljóðin trufla þannig að mökunarferli pöddunnar riðlast og það dregur úr fjölgun hennar. 

Tæknin virkar þannig að tæki sem greinir þegar karldýr koma fljúgandi sendir boð í aðra græju sem gefur frá sér hljóð sem líkist mökunarkalli kvenpöddunnar með þeim afleiðingum að karldýrin breyta um stefnu. Við hljóðgjafann eru vonbiðlarnir svo veiddir í gildru þar sem þeir drepast.

Tilraunir með hljóðbylgjutæknina lofa það góðu að ákveðið hefur verið að reyna hana sem vörn gegn fleiri tegundum skordýra sem valda skaða á uppskeru, í vöruhúsum eða mannabústöðum.

Skylt efni: ræktun | hljóðbylgjur | Skordýr

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Mismunur bændum í óhag
5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Þjóðarréttur Íslendinga
4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Baldur Högni
4. desember 2024

Baldur Högni

Tildra
4. desember 2024

Tildra