Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Anna Sigríður Pétursdóttir.
Anna Sigríður Pétursdóttir.
Fréttir 7. júlí 2015

Stöndum áfallið af okkur og höldum ótrauð áfram

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

„Það kom aldrei annað til greina en að byrja upp á nýtt, það hvarflaði ekki að okkur að skella í lás.  Við munum standa þetta áfall af okkur og halda ótrauð áfram,“ segir Anna Sigríður Pétursdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Gísla Hallgrímssyni, á og rekur garðyrkjustöðina Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit.

Umtalsvert tjón, sem hleypur á tugum milljóna, varð í miklum eldsvoða í mars síðastliðnum.  Uppbygging hefur staðið frá þeim tíma og fór fyrsta uppskera ársins á markað nýlega, alls 66 kíló sem er að minnsta kosti um 10 sinnum minna magn en vænta má á þessum árstíma. Uppskeran er að jafnaði 600 til 1.000 kíló.

Anna Sigríður segir að framkvæmdum miði þokkalega, mikið starf hafi verið unnið frá því eldurinn kom upp, „en því er þó hvergi nærri lokið, “ segir hún en m.a. var verið  að setja nýjar plastplötur á þak gróðurhúsanna þegar Bændablaðið leit við á Brúnalaug. Veðurfar á liðnu vori gerði að verkum að ekki var hægt að ljúka verkinu fyrr, úrkoma og vindur skipti þar mestu.  „Veður á Íslandi hefur oft sett strik í reikninginn og það hefur tafið okkur talsvert.“ Tvö samliggjandi gróðurhús eru á svæðinu, hið stærra tæplega 600 fermetrar, hitt um 300 en á milli þeirra er bygging sem m.a. hýsir stjórnbúnað.

Verkfall dýralækna hefur komið illa við garðyrkjubændur á Brúnalaug, en lífrænar varnir hafa ekki fengist afgreiddar. Matvælastofun þarf að votta innflutning á þeim, en þar hafa bændur komið að lokuðum dyrum vegna verkfalls. Tvívegis hefur þó fengist undanþága. „Það eru ýmis efni sem vantað hefur í garðyrkjuna undanfarnar vikur og kemur sér auðvitað illa. Plönturnar eru viðkvæmar og þetta ástand hefur komið sér illa, þær þrífast ekki eins vel,“ segir Anna.

10 sinnum minni uppskera en vant er

Á Brúnalaug eru einkum ræktaðar paprikur og hefur ársframleiðslan undanfarin ár numið um 23–25 tonnum. Áætlanir gerðu ráð fyrir að uppskeran yrði á bilinu 5 til 6 tonn á tímabilinu frá því eldsvoðinn kom upp í mars og fram að júnímánuði.   „Við erum að lágmarki búin að tapa um 5 tonnum af okkar framleiðslu miðað við síðastliðin ár. Fyrsta uppskeran er nýlega farin á markað og magnið var umtalsvert minna en vanalega. Á móti kemur samt að ég átti ekki von á að fá neitt upp úr þeim húsum sem urðu fyrir brunatjóni fyrr en undir mánaðamót, uppskera er fyrr á ferðinni en ég vænti, það fylgir því góð tilfinning að fá uppskeru svo snemma, það er jákvætt,“ segir Anna.

Bera sjálf mikinn kostnað

Tjón af völdum brunans hleypur á tugum milljóna, en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Tryggingafélag Önnu og Gísla greiðir 69% af tryggingamati við endurbætur á gróðurhúsum og tekur einnig þátt í kaupum á rafmagnstöflu upp að ákveðnu marki. Að öðru leyti bera þau tjónið sjálf. „Því er ekki að neita að þetta er mikill skellur fyrir okkur,“ segir Anna, en auk þess að greiða sjálf hluta af  kostnaði við uppbyggingu verður stöðin tekjulítil fyrsta kastið, eða þar til reksturinn nær sér á fyrra flug á ný, sem verður ekki fyrr en seinni partinn í júlí eða ágúst.

Skylt efni: Garðyrkja | ræktun | Brúnalaug

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...