Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Útdautt tré fannst í garði drottningar
Fréttir 6. október 2016

Útdautt tré fannst í garði drottningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tveir einstaklingar af álmafbrigði, sem talið er að hafi dáið út í lok síðustu aldar, fundust fyrir skömmu í skrúðgarði Elísabetar Bretlandsdrottningar á Holyroodsetrinu skammt frá Edinborg.

Álmurinn sem um ræðir er ræktunarafbrigði sem kallast Ulmus Wendworthii Pendula og einkennist af slútandi greinum.

Til þessa hefur verið talið að allir einstaklingar afbrigðisins hafi drepist vegna alvarlegrar sýkingar í álmtrjám sem reið yfir Bretlandseyjar á seinni hluta síðustu aldar.

Talið er að trén tvö komi upphaflega úr Konunglega grasagarðinum í Edinborg en hafi verið plantað á landareign drottningar undir lok þarsíðustu aldar.

Fullvaxin geta trén náð um fjörutíu metra hæð og mynda stóra og tignarlega krónu með slútandi greinum.

Greining trjánna hefur vakið bjartsýni grasafræðinga og þegar eru uppi áform um að safna af þeim fræjum og fjölga þeim með vaxtarrækt.

Hvar værum við og ræktunarmenning heimsins án kóngafólksins?

Skylt efni: Trjárækt | kóngafólk | ræktun

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...