Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Útdautt tré fannst í garði drottningar
Fréttir 6. október 2016

Útdautt tré fannst í garði drottningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tveir einstaklingar af álmafbrigði, sem talið er að hafi dáið út í lok síðustu aldar, fundust fyrir skömmu í skrúðgarði Elísabetar Bretlandsdrottningar á Holyroodsetrinu skammt frá Edinborg.

Álmurinn sem um ræðir er ræktunarafbrigði sem kallast Ulmus Wendworthii Pendula og einkennist af slútandi greinum.

Til þessa hefur verið talið að allir einstaklingar afbrigðisins hafi drepist vegna alvarlegrar sýkingar í álmtrjám sem reið yfir Bretlandseyjar á seinni hluta síðustu aldar.

Talið er að trén tvö komi upphaflega úr Konunglega grasagarðinum í Edinborg en hafi verið plantað á landareign drottningar undir lok þarsíðustu aldar.

Fullvaxin geta trén náð um fjörutíu metra hæð og mynda stóra og tignarlega krónu með slútandi greinum.

Greining trjánna hefur vakið bjartsýni grasafræðinga og þegar eru uppi áform um að safna af þeim fræjum og fjölga þeim með vaxtarrækt.

Hvar værum við og ræktunarmenning heimsins án kóngafólksins?

Skylt efni: Trjárækt | kóngafólk | ræktun

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...