Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Útdautt tré fannst í garði drottningar
Fréttir 6. október 2016

Útdautt tré fannst í garði drottningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tveir einstaklingar af álmafbrigði, sem talið er að hafi dáið út í lok síðustu aldar, fundust fyrir skömmu í skrúðgarði Elísabetar Bretlandsdrottningar á Holyroodsetrinu skammt frá Edinborg.

Álmurinn sem um ræðir er ræktunarafbrigði sem kallast Ulmus Wendworthii Pendula og einkennist af slútandi greinum.

Til þessa hefur verið talið að allir einstaklingar afbrigðisins hafi drepist vegna alvarlegrar sýkingar í álmtrjám sem reið yfir Bretlandseyjar á seinni hluta síðustu aldar.

Talið er að trén tvö komi upphaflega úr Konunglega grasagarðinum í Edinborg en hafi verið plantað á landareign drottningar undir lok þarsíðustu aldar.

Fullvaxin geta trén náð um fjörutíu metra hæð og mynda stóra og tignarlega krónu með slútandi greinum.

Greining trjánna hefur vakið bjartsýni grasafræðinga og þegar eru uppi áform um að safna af þeim fræjum og fjölga þeim með vaxtarrækt.

Hvar værum við og ræktunarmenning heimsins án kóngafólksins?

Skylt efni: Trjárækt | kóngafólk | ræktun

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...