Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útdautt tré fannst í garði drottningar
Fréttir 6. október 2016

Útdautt tré fannst í garði drottningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tveir einstaklingar af álmafbrigði, sem talið er að hafi dáið út í lok síðustu aldar, fundust fyrir skömmu í skrúðgarði Elísabetar Bretlandsdrottningar á Holyroodsetrinu skammt frá Edinborg.

Álmurinn sem um ræðir er ræktunarafbrigði sem kallast Ulmus Wendworthii Pendula og einkennist af slútandi greinum.

Til þessa hefur verið talið að allir einstaklingar afbrigðisins hafi drepist vegna alvarlegrar sýkingar í álmtrjám sem reið yfir Bretlandseyjar á seinni hluta síðustu aldar.

Talið er að trén tvö komi upphaflega úr Konunglega grasagarðinum í Edinborg en hafi verið plantað á landareign drottningar undir lok þarsíðustu aldar.

Fullvaxin geta trén náð um fjörutíu metra hæð og mynda stóra og tignarlega krónu með slútandi greinum.

Greining trjánna hefur vakið bjartsýni grasafræðinga og þegar eru uppi áform um að safna af þeim fræjum og fjölga þeim með vaxtarrækt.

Hvar værum við og ræktunarmenning heimsins án kóngafólksins?

Skylt efni: Trjárækt | kóngafólk | ræktun

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.