Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Útdautt tré fannst í garði drottningar
Fréttir 6. október 2016

Útdautt tré fannst í garði drottningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tveir einstaklingar af álmafbrigði, sem talið er að hafi dáið út í lok síðustu aldar, fundust fyrir skömmu í skrúðgarði Elísabetar Bretlandsdrottningar á Holyroodsetrinu skammt frá Edinborg.

Álmurinn sem um ræðir er ræktunarafbrigði sem kallast Ulmus Wendworthii Pendula og einkennist af slútandi greinum.

Til þessa hefur verið talið að allir einstaklingar afbrigðisins hafi drepist vegna alvarlegrar sýkingar í álmtrjám sem reið yfir Bretlandseyjar á seinni hluta síðustu aldar.

Talið er að trén tvö komi upphaflega úr Konunglega grasagarðinum í Edinborg en hafi verið plantað á landareign drottningar undir lok þarsíðustu aldar.

Fullvaxin geta trén náð um fjörutíu metra hæð og mynda stóra og tignarlega krónu með slútandi greinum.

Greining trjánna hefur vakið bjartsýni grasafræðinga og þegar eru uppi áform um að safna af þeim fræjum og fjölga þeim með vaxtarrækt.

Hvar værum við og ræktunarmenning heimsins án kóngafólksins?

Skylt efni: Trjárækt | kóngafólk | ræktun

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...