Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frakkar nota mest af skordýraeitri við vínrækt
Fréttir 1. desember 2015

Frakkar nota mest af skordýraeitri við vínrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vínræktendur í Frakklandi hafa undanfarið fengið yfir sig holskeflu af málaferlum sem tengjast heilsubresti og veikindum starfsmanna sem talið er að tengist ofnotkun á skordýraeitri við ræktunina.

Aukin veikindi eru bundin við ræktendur sem nota mikið af skordýraeitri en ekki lífræna ræktendur. Frakkar nota eitur allra þjóða mest í Evrópu til að halda niðri skordýrum sem herja á vínvið og einungis 8% af vínekrum Frakklands vottast með lífræna ræktun.

Í vínræktarhéraði einu í Suður-Frakklandi, sem kennt er við Languedoc-þrúguna, er meira en 60 þúsund tonnum af fjölbreyttum kokteil skordýraeiturs úðað yfir vínakrana á ári.

Í héraðinu eru milljónir af vínviðarplöntum, merlot, cabernet sauvignon og chardonnay, og framleiddar milljónir lítra af víni sem selt er um allan heim.

Allur þessi eituraustur er farinn að koma í bakið á ræktendum vegna heilsufarslegra álitamála. Fjöldi skaðabótamála hefur verið lagður fram af verkafólki sem unnið hefur áratugi á ökrunum og notað skordýraeitrið í góðri trú um skaðleysi gagnvart mönnum. Málaferlin eru meðal annars vegna fjölda krabbameinstilfella sem rakin eru til notkunar á efnunum og eru eigendur vínakranna meðal annars sakaðir um manndráp af gáleysi. Fjöldi sams konar málaferla eru í undirbúningi víðs vegar um Frakkland. 

Stjórnvöld í Frakklandi hafa heitið því að draga úr notkun á skordýraeitri í landinu fyrir 2025.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...