Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frakkar nota mest af skordýraeitri við vínrækt
Fréttir 1. desember 2015

Frakkar nota mest af skordýraeitri við vínrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vínræktendur í Frakklandi hafa undanfarið fengið yfir sig holskeflu af málaferlum sem tengjast heilsubresti og veikindum starfsmanna sem talið er að tengist ofnotkun á skordýraeitri við ræktunina.

Aukin veikindi eru bundin við ræktendur sem nota mikið af skordýraeitri en ekki lífræna ræktendur. Frakkar nota eitur allra þjóða mest í Evrópu til að halda niðri skordýrum sem herja á vínvið og einungis 8% af vínekrum Frakklands vottast með lífræna ræktun.

Í vínræktarhéraði einu í Suður-Frakklandi, sem kennt er við Languedoc-þrúguna, er meira en 60 þúsund tonnum af fjölbreyttum kokteil skordýraeiturs úðað yfir vínakrana á ári.

Í héraðinu eru milljónir af vínviðarplöntum, merlot, cabernet sauvignon og chardonnay, og framleiddar milljónir lítra af víni sem selt er um allan heim.

Allur þessi eituraustur er farinn að koma í bakið á ræktendum vegna heilsufarslegra álitamála. Fjöldi skaðabótamála hefur verið lagður fram af verkafólki sem unnið hefur áratugi á ökrunum og notað skordýraeitrið í góðri trú um skaðleysi gagnvart mönnum. Málaferlin eru meðal annars vegna fjölda krabbameinstilfella sem rakin eru til notkunar á efnunum og eru eigendur vínakranna meðal annars sakaðir um manndráp af gáleysi. Fjöldi sams konar málaferla eru í undirbúningi víðs vegar um Frakkland. 

Stjórnvöld í Frakklandi hafa heitið því að draga úr notkun á skordýraeitri í landinu fyrir 2025.

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...