Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breskt ræktunarland breytist í eyðiland
Fréttir 6. nóvember 2017

Breskt ræktunarland breytist í eyðiland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Michael Gove, ráðherra umhverfis- og landbúnaðar­mála á Bret­landi, varar við því að hluti af ræktarlandi í landinu geti breyst í eyðiland ef ekki verði dregið úr nauðræktun og notkun tilbúins áburðar og eiturefna í landbúnaði.

Mælingar benda til að um 84% af frjóum yfirborðsjarðvegi hafi tapast frá 1850 til dagsins í dag. Eyðingin mun vera um einn til þrír sentímetrar á ári. Gove segir að á næstu 30 til 40 árum muni Bretar tapa enn meira af frjósömum jarðvegi verði ekkert að gert og stór hluti ræktarlands breytast í eyðilendur. Gove segir einnig að sá landbúnaður sem stundaður er á Bretlandseyjum og víða um heim sé að eyðileggja landið með nauðræktun og of mikilli notkun á tilbúnum áburði og eiturefnum.

Í máli hans kom fram að hann teldi að landbúnaður í Bandaríkjunum væri fremstur í flokki þegar kæmi að þessari eyðileggingarræktun.

Hann sagði einnig að þjóðir gætu staðið af sér byltingar og styrjaldir og meira að segja að segja sig úr Evrópusambandinu en að engin þjóð gæti lifað af ef hún tapaði jarðveginum. Cove segir að til skamms tíma sé hægt að vinna jarðveginn með stórum tækjum, dæla í hann efnum sem auka muni uppskeruna. Til lengdar mun slíkt aftur á móti leiða til hruns jarðvegsins og minnkandi uppskeru.

Skylt efni: ræktun | nauðræktun

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...