Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Breskt ræktunarland breytist í eyðiland
Fréttir 6. nóvember 2017

Breskt ræktunarland breytist í eyðiland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Michael Gove, ráðherra umhverfis- og landbúnaðar­mála á Bret­landi, varar við því að hluti af ræktarlandi í landinu geti breyst í eyðiland ef ekki verði dregið úr nauðræktun og notkun tilbúins áburðar og eiturefna í landbúnaði.

Mælingar benda til að um 84% af frjóum yfirborðsjarðvegi hafi tapast frá 1850 til dagsins í dag. Eyðingin mun vera um einn til þrír sentímetrar á ári. Gove segir að á næstu 30 til 40 árum muni Bretar tapa enn meira af frjósömum jarðvegi verði ekkert að gert og stór hluti ræktarlands breytast í eyðilendur. Gove segir einnig að sá landbúnaður sem stundaður er á Bretlandseyjum og víða um heim sé að eyðileggja landið með nauðræktun og of mikilli notkun á tilbúnum áburði og eiturefnum.

Í máli hans kom fram að hann teldi að landbúnaður í Bandaríkjunum væri fremstur í flokki þegar kæmi að þessari eyðileggingarræktun.

Hann sagði einnig að þjóðir gætu staðið af sér byltingar og styrjaldir og meira að segja að segja sig úr Evrópusambandinu en að engin þjóð gæti lifað af ef hún tapaði jarðveginum. Cove segir að til skamms tíma sé hægt að vinna jarðveginn með stórum tækjum, dæla í hann efnum sem auka muni uppskeruna. Til lengdar mun slíkt aftur á móti leiða til hruns jarðvegsins og minnkandi uppskeru.

Skylt efni: ræktun | nauðræktun

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...