Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breskt ræktunarland breytist í eyðiland
Fréttir 6. nóvember 2017

Breskt ræktunarland breytist í eyðiland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Michael Gove, ráðherra umhverfis- og landbúnaðar­mála á Bret­landi, varar við því að hluti af ræktarlandi í landinu geti breyst í eyðiland ef ekki verði dregið úr nauðræktun og notkun tilbúins áburðar og eiturefna í landbúnaði.

Mælingar benda til að um 84% af frjóum yfirborðsjarðvegi hafi tapast frá 1850 til dagsins í dag. Eyðingin mun vera um einn til þrír sentímetrar á ári. Gove segir að á næstu 30 til 40 árum muni Bretar tapa enn meira af frjósömum jarðvegi verði ekkert að gert og stór hluti ræktarlands breytast í eyðilendur. Gove segir einnig að sá landbúnaður sem stundaður er á Bretlandseyjum og víða um heim sé að eyðileggja landið með nauðræktun og of mikilli notkun á tilbúnum áburði og eiturefnum.

Í máli hans kom fram að hann teldi að landbúnaður í Bandaríkjunum væri fremstur í flokki þegar kæmi að þessari eyðileggingarræktun.

Hann sagði einnig að þjóðir gætu staðið af sér byltingar og styrjaldir og meira að segja að segja sig úr Evrópusambandinu en að engin þjóð gæti lifað af ef hún tapaði jarðveginum. Cove segir að til skamms tíma sé hægt að vinna jarðveginn með stórum tækjum, dæla í hann efnum sem auka muni uppskeruna. Til lengdar mun slíkt aftur á móti leiða til hruns jarðvegsins og minnkandi uppskeru.

Skylt efni: ræktun | nauðræktun

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...