Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breskt ræktunarland breytist í eyðiland
Fréttir 6. nóvember 2017

Breskt ræktunarland breytist í eyðiland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Michael Gove, ráðherra umhverfis- og landbúnaðar­mála á Bret­landi, varar við því að hluti af ræktarlandi í landinu geti breyst í eyðiland ef ekki verði dregið úr nauðræktun og notkun tilbúins áburðar og eiturefna í landbúnaði.

Mælingar benda til að um 84% af frjóum yfirborðsjarðvegi hafi tapast frá 1850 til dagsins í dag. Eyðingin mun vera um einn til þrír sentímetrar á ári. Gove segir að á næstu 30 til 40 árum muni Bretar tapa enn meira af frjósömum jarðvegi verði ekkert að gert og stór hluti ræktarlands breytast í eyðilendur. Gove segir einnig að sá landbúnaður sem stundaður er á Bretlandseyjum og víða um heim sé að eyðileggja landið með nauðræktun og of mikilli notkun á tilbúnum áburði og eiturefnum.

Í máli hans kom fram að hann teldi að landbúnaður í Bandaríkjunum væri fremstur í flokki þegar kæmi að þessari eyðileggingarræktun.

Hann sagði einnig að þjóðir gætu staðið af sér byltingar og styrjaldir og meira að segja að segja sig úr Evrópusambandinu en að engin þjóð gæti lifað af ef hún tapaði jarðveginum. Cove segir að til skamms tíma sé hægt að vinna jarðveginn með stórum tækjum, dæla í hann efnum sem auka muni uppskeruna. Til lengdar mun slíkt aftur á móti leiða til hruns jarðvegsins og minnkandi uppskeru.

Skylt efni: ræktun | nauðræktun

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...