Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Anna Sigríður Pétursdóttir, garðyrkjubóndi að Brúnalaug í Eyjafirði.
Anna Sigríður Pétursdóttir, garðyrkjubóndi að Brúnalaug í Eyjafirði.
Fréttir 11. maí 2018

Búið að slökkva á helmingi lýsingarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ábúendurnir á Brúnalaug í Eyjafirði hófu lýsingu á papriku í gróðurhúsum áríð 2008. Vegna hækkunar á kostnaði við lýsinguna hafa þau slökkt á helmingi lýsingarinnar í mesta skammdeginu og þegar afhendingartími rafmagnsins í dýrastur.

Anna Sigríður Pétursdóttir, garðyrkjubóndi að Brúnalaug í Eyjafirði, segir að í tilfelli Brúnalaugar sé búið að slökkva á helmingi ljósaraðanna yfir dýrasta lýsingartímann þar sem það svari ekki lengur kostnaði að auka uppskeruna með lýsingu.

Margföld hækkun rafmagns

„Við slökktum á annarri hverri ljósaröð þegar við urðum þess áskynja að rafmagnsreikningurinn hafði hækkað í janúar á þessu ári.

Árið 2008 skall kreppan á og 2009 fengum við undanþágu hjá Seðlabankanum til að kaupa ljós vegna þess að við framleiðum matvæli,“ segir Anna. Eftir að ljósin voru komin upp jókst uppskeran í húsunum um að minnsta kosti 10 tonn miðað við það sem hún var fyrir lýsingu á sama fermetra fjölda. Það var því greinilegt að hún hafði mikil áhrif en kostnaðurinn við framleiðsluna jókst einnig mjög mikið og hann hefur aukist jafnt og þétt síðan þá. 

Kostnaðinum við rafmagnið var skipt í tvennt. Annars vegar orkuna sjálfa og hins vegar flutningurinn á henni  keyrði alveg um þverbak hvað hækkun varðar.

Kostnaður við flutninginn hefur hækkað  fjórfalt síðan  árið 2016.

Staðan í dag er einfaldlega sú að það hreinlega borgar sig ekki að lýsa yfir dýrasta afhendingartíma rafmagnsins,“ segir Anna. „Sá tími er frá október og út apríl. Við notum svokallaðan afltaxta.“

Afltoppur eða tímaháður taxti

Anna telur að fleiri garðyrkjubændur séu að íhuga að draga úr lýsingu yfir mesta skammdegið og dýrasta afhendingartímann vegna þess að það svari einfaldlega ekki kostnaði að rækta grænmeti á þeim kjörum sem bjóðast.

Garðyrkjubændum býðst að kaupa rafmagn með tvenns konar hætti. Annars vegar á svokölluðum afltoppi en hins vegar í tímaháðum taxta. Samkvæmt tímaháðum taxta er afhending rafmagns dýrari á þeim tímum sólarhringsins þegar almenn notkun er mest. Kaup á afltoppum þýðir að rafmagn er keypt þegar orkustreymi er mest á tímaeiningu

Mikil hækkun á dreifingu

Samkvæmt rafmagnsreikningum sem Bændablaðið hefur undir höndum kostaði dreifing á orku til garðyrkjubænda í dreifbýli 4,70 krónur fyrir hverja kílówattstund árið 2017 en hefur hækkað í 5,83 krónur 2018.

Innlend orka of dýr

Að sögn Önnu er skammarlegt til þess að hugsa að staðan sé sú að íslenskir garðyrkjubændur geti ekki boðið upp á íslenskt grænmeti allt árið vegna þess að innlend og umhverfisvæn orka sé of hátt verðlögð og þess í stað sé flutt inn grænmeti í stórum stíl með tilheyrandi kostnaði og mengun.

Skylt efni: Garðyrkja | ræktun | Rafmagn | Rarik

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...