Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ólöglegar afurðir gefa mest
Fréttir 2. febrúar 2015

Ólöglegar afurðir gefa mest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Séu bornar saman tölur um ræktun og hagnað af plöntuafurðum kemur í ljós að langmest er ræktað af hveiti, maís, hrísgrjónum og sojabaunum í heiminum. Plönturnar sem aftur á móti gefa mest af sér eru kannabis, kókaín og ópíum.

Hveiti er plantað í rúma 2 milljón ferkílómetra lands á hverju ári og er áætlað að heildarverðmæti afurðanna séu 110 milljarðar Bandaríkjadala á ári. Maís er í öðru sæti hvað ræktun varðar og ræktað í um 1,7 milljón ferkílómetrum lands og er heildarverðmæti uppskeru þess ívið meiri en hveitis, eða rúmlega 200 milljarðar Bandaríkjadalir. Sykurreyr gefur mestu uppskeruna en það er kannabis sem er verðmætasta uppskeran.

Ólöglegu plönturnar gefa mestar tekjur

Reyndar er það svo að ef bornar eru saman tölur um verðmæti nokkurra plöntuafurða á ferkílómetra eru þrjár plöntur sem bera af og allar eru þær ólöglegar. Þetta eru kannabis, kókaín og ópíum. Fjórða verðmesta plöntuafurðin eru tómatar.

Ætlað heildarverðmæti kartöfluræktar í heiminum er talið vera um 80 milljarðar Bandaríkjadala, hrísgrjón skila 220, kaffi um 30 og vínber um 50 milljörðum Bandaríkjadala.
Verðmæti þessara plantna kemst hvergi nærri því sem áætlaður hagnaður er af afurðum hinna þriggja ólöglegu plantna, kannabis, kókaíns og ópíums. Árlegur hagnaður af ræktun ópíums af ferkílómetra á ári er áætlaður tæpir 6 milljónir Bandaríkjadala, kókaíns tæpir 38 milljónir og kannabis rúmir 47,6 milljónir Bandaríkjadala.

Til samanburðar er áætlaður hagnaður á ferkílómetra af hrísgrjónum um 140 þúsund Bandaríkjadala, 30 þúsund af baunum, tóbaki 227 þúsund og kálrækt 305 þúsund Bandaríkjadala.

Skylt efni: fjármál | afrakstur | ræktun

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi