Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ólöglegar afurðir gefa mest
Fréttir 2. febrúar 2015

Ólöglegar afurðir gefa mest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Séu bornar saman tölur um ræktun og hagnað af plöntuafurðum kemur í ljós að langmest er ræktað af hveiti, maís, hrísgrjónum og sojabaunum í heiminum. Plönturnar sem aftur á móti gefa mest af sér eru kannabis, kókaín og ópíum.

Hveiti er plantað í rúma 2 milljón ferkílómetra lands á hverju ári og er áætlað að heildarverðmæti afurðanna séu 110 milljarðar Bandaríkjadala á ári. Maís er í öðru sæti hvað ræktun varðar og ræktað í um 1,7 milljón ferkílómetrum lands og er heildarverðmæti uppskeru þess ívið meiri en hveitis, eða rúmlega 200 milljarðar Bandaríkjadalir. Sykurreyr gefur mestu uppskeruna en það er kannabis sem er verðmætasta uppskeran.

Ólöglegu plönturnar gefa mestar tekjur

Reyndar er það svo að ef bornar eru saman tölur um verðmæti nokkurra plöntuafurða á ferkílómetra eru þrjár plöntur sem bera af og allar eru þær ólöglegar. Þetta eru kannabis, kókaín og ópíum. Fjórða verðmesta plöntuafurðin eru tómatar.

Ætlað heildarverðmæti kartöfluræktar í heiminum er talið vera um 80 milljarðar Bandaríkjadala, hrísgrjón skila 220, kaffi um 30 og vínber um 50 milljörðum Bandaríkjadala.
Verðmæti þessara plantna kemst hvergi nærri því sem áætlaður hagnaður er af afurðum hinna þriggja ólöglegu plantna, kannabis, kókaíns og ópíums. Árlegur hagnaður af ræktun ópíums af ferkílómetra á ári er áætlaður tæpir 6 milljónir Bandaríkjadala, kókaíns tæpir 38 milljónir og kannabis rúmir 47,6 milljónir Bandaríkjadala.

Til samanburðar er áætlaður hagnaður á ferkílómetra af hrísgrjónum um 140 þúsund Bandaríkjadala, 30 þúsund af baunum, tóbaki 227 þúsund og kálrækt 305 þúsund Bandaríkjadala.

Skylt efni: fjármál | afrakstur | ræktun

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...