Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ólöglegar afurðir gefa mest
Fréttir 2. febrúar 2015

Ólöglegar afurðir gefa mest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Séu bornar saman tölur um ræktun og hagnað af plöntuafurðum kemur í ljós að langmest er ræktað af hveiti, maís, hrísgrjónum og sojabaunum í heiminum. Plönturnar sem aftur á móti gefa mest af sér eru kannabis, kókaín og ópíum.

Hveiti er plantað í rúma 2 milljón ferkílómetra lands á hverju ári og er áætlað að heildarverðmæti afurðanna séu 110 milljarðar Bandaríkjadala á ári. Maís er í öðru sæti hvað ræktun varðar og ræktað í um 1,7 milljón ferkílómetrum lands og er heildarverðmæti uppskeru þess ívið meiri en hveitis, eða rúmlega 200 milljarðar Bandaríkjadalir. Sykurreyr gefur mestu uppskeruna en það er kannabis sem er verðmætasta uppskeran.

Ólöglegu plönturnar gefa mestar tekjur

Reyndar er það svo að ef bornar eru saman tölur um verðmæti nokkurra plöntuafurða á ferkílómetra eru þrjár plöntur sem bera af og allar eru þær ólöglegar. Þetta eru kannabis, kókaín og ópíum. Fjórða verðmesta plöntuafurðin eru tómatar.

Ætlað heildarverðmæti kartöfluræktar í heiminum er talið vera um 80 milljarðar Bandaríkjadala, hrísgrjón skila 220, kaffi um 30 og vínber um 50 milljörðum Bandaríkjadala.
Verðmæti þessara plantna kemst hvergi nærri því sem áætlaður hagnaður er af afurðum hinna þriggja ólöglegu plantna, kannabis, kókaíns og ópíums. Árlegur hagnaður af ræktun ópíums af ferkílómetra á ári er áætlaður tæpir 6 milljónir Bandaríkjadala, kókaíns tæpir 38 milljónir og kannabis rúmir 47,6 milljónir Bandaríkjadala.

Til samanburðar er áætlaður hagnaður á ferkílómetra af hrísgrjónum um 140 þúsund Bandaríkjadala, 30 þúsund af baunum, tóbaki 227 þúsund og kálrækt 305 þúsund Bandaríkjadala.

Skylt efni: fjármál | afrakstur | ræktun

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...