Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ólöglegar afurðir gefa mest
Fréttir 2. febrúar 2015

Ólöglegar afurðir gefa mest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Séu bornar saman tölur um ræktun og hagnað af plöntuafurðum kemur í ljós að langmest er ræktað af hveiti, maís, hrísgrjónum og sojabaunum í heiminum. Plönturnar sem aftur á móti gefa mest af sér eru kannabis, kókaín og ópíum.

Hveiti er plantað í rúma 2 milljón ferkílómetra lands á hverju ári og er áætlað að heildarverðmæti afurðanna séu 110 milljarðar Bandaríkjadala á ári. Maís er í öðru sæti hvað ræktun varðar og ræktað í um 1,7 milljón ferkílómetrum lands og er heildarverðmæti uppskeru þess ívið meiri en hveitis, eða rúmlega 200 milljarðar Bandaríkjadalir. Sykurreyr gefur mestu uppskeruna en það er kannabis sem er verðmætasta uppskeran.

Ólöglegu plönturnar gefa mestar tekjur

Reyndar er það svo að ef bornar eru saman tölur um verðmæti nokkurra plöntuafurða á ferkílómetra eru þrjár plöntur sem bera af og allar eru þær ólöglegar. Þetta eru kannabis, kókaín og ópíum. Fjórða verðmesta plöntuafurðin eru tómatar.

Ætlað heildarverðmæti kartöfluræktar í heiminum er talið vera um 80 milljarðar Bandaríkjadala, hrísgrjón skila 220, kaffi um 30 og vínber um 50 milljörðum Bandaríkjadala.
Verðmæti þessara plantna kemst hvergi nærri því sem áætlaður hagnaður er af afurðum hinna þriggja ólöglegu plantna, kannabis, kókaíns og ópíums. Árlegur hagnaður af ræktun ópíums af ferkílómetra á ári er áætlaður tæpir 6 milljónir Bandaríkjadala, kókaíns tæpir 38 milljónir og kannabis rúmir 47,6 milljónir Bandaríkjadala.

Til samanburðar er áætlaður hagnaður á ferkílómetra af hrísgrjónum um 140 þúsund Bandaríkjadala, 30 þúsund af baunum, tóbaki 227 þúsund og kálrækt 305 þúsund Bandaríkjadala.

Skylt efni: fjármál | afrakstur | ræktun

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...