Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gunnar Þorgeirsson hjá Gróðrarstöðinni Ártanga.
Gunnar Þorgeirsson hjá Gróðrarstöðinni Ártanga.
Fréttir 23. febrúar 2017

Mikil sala á afskornum blómum fyrir Valentínusar- og konudaginn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikið hefur verið að gera hjá framleiðendum afskorinna blóma undanfarið. Valentíusar- og konudagurinn nýafstaðnir og ræktun á gulum túlípönum fyrir páska hafin.

Framleiðendur garðplantna eru einnig komnir á fullt við undirbúning vorsins með sáningu sumarblóma. 
Gunnar Þorgeirsson hjá Gróðrarstöðinni Ártanga segir að síðustu vikur hafi verið mikið að gera hjá blómabændum og jafnframt gósentíð.

„Salan á afskornum blómum er mikil fyrir Valentínusar- og konudaginn og því mikið að gera fyrir þá daga. Á þessum árstíma eru blómabændur að framleiða mest af túlípönum, rósum og liljum.“

Gunnar segist ekki hafa tölur um heildarframleiðsluna á afskornum blómum á landsvísu en hjá Ártanga segist hann framleiða, frá miðjum desember og fram að páskum, um 500 þúsund túlípana. „Um jólin eru það aðallega rauðir túlípanar en fyrir Valentínusar- og konudaginn sé selt mest af rauðum og bleikum en gulum fyrir páskana.

Ártangi, Gróðrarstöðin Dalsgarður og Ræktunarmiðstöðin í Hveragerði eru stærstu framleiðendur afskorinna blóma á landinu.

Sáning sumarblóma hafin

Framleiðendur sumarblóma eru um þessar mundir á fullu að undirbúa vorið með sáningu sumarblóma og fjölgun af græðlingum. Tíðin hefur verið góð það sem af er árinu og haldi hún áfram að vera góð má búast við að það vori snemma í ár.

Gunnar segir að fyrir nokkrum árum hafi tíðin verið svipuð og að þá hafi garðplöntuframleiðendur verið farnir að selja sumarblóm um páska.

Í ár eru páskar um miðjan apríl og ekki ólíklegt að sala á sumarblómum verði hafin svo lengi sem ekki geri slæmt páskahret.

„Hjá Ártanga framleiðum við talsvert af sumarblómum sem við sendum í Grænan markað og þaðan eru blómin send í verslanir eins og Blómaval, Garðheima, Byko og Bauhaus svo dæmi séu nefnd. Auk þess sem við seljum lítið eitt af sumarblómum til sumarbústaðaeigenda hér í nágrenninu.

Stærsta einstaka tegundin af sumarblómum sem við erum að selja er hortensía, sem við flytjum inn á veturna úr kæligeymslum í Evrópu. Við geymum síðan hort­ensíurnar fram á vor og drífum þær í blóm. Auk þess sem við ræktum talsvart af stærri sumarblómum, eins og tóbakshorni, pelagóníum og sólboða.

Kryddjurtir allt árið

Undirstaðan í ræktum Ártanga eru kryddjurtir sem stöðin ræktar árið um kring. Gunnar segir að ræktunarpláss undir gleri eða plasti hjá Ártanga séu um 1.000 fermetrar..

Skylt efni: blóm | Garðyrkja | ræktun

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...