Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gunnar Þorgeirsson hjá Gróðrarstöðinni Ártanga.
Gunnar Þorgeirsson hjá Gróðrarstöðinni Ártanga.
Fréttir 23. febrúar 2017

Mikil sala á afskornum blómum fyrir Valentínusar- og konudaginn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikið hefur verið að gera hjá framleiðendum afskorinna blóma undanfarið. Valentíusar- og konudagurinn nýafstaðnir og ræktun á gulum túlípönum fyrir páska hafin.

Framleiðendur garðplantna eru einnig komnir á fullt við undirbúning vorsins með sáningu sumarblóma. 
Gunnar Þorgeirsson hjá Gróðrarstöðinni Ártanga segir að síðustu vikur hafi verið mikið að gera hjá blómabændum og jafnframt gósentíð.

„Salan á afskornum blómum er mikil fyrir Valentínusar- og konudaginn og því mikið að gera fyrir þá daga. Á þessum árstíma eru blómabændur að framleiða mest af túlípönum, rósum og liljum.“

Gunnar segist ekki hafa tölur um heildarframleiðsluna á afskornum blómum á landsvísu en hjá Ártanga segist hann framleiða, frá miðjum desember og fram að páskum, um 500 þúsund túlípana. „Um jólin eru það aðallega rauðir túlípanar en fyrir Valentínusar- og konudaginn sé selt mest af rauðum og bleikum en gulum fyrir páskana.

Ártangi, Gróðrarstöðin Dalsgarður og Ræktunarmiðstöðin í Hveragerði eru stærstu framleiðendur afskorinna blóma á landinu.

Sáning sumarblóma hafin

Framleiðendur sumarblóma eru um þessar mundir á fullu að undirbúa vorið með sáningu sumarblóma og fjölgun af græðlingum. Tíðin hefur verið góð það sem af er árinu og haldi hún áfram að vera góð má búast við að það vori snemma í ár.

Gunnar segir að fyrir nokkrum árum hafi tíðin verið svipuð og að þá hafi garðplöntuframleiðendur verið farnir að selja sumarblóm um páska.

Í ár eru páskar um miðjan apríl og ekki ólíklegt að sala á sumarblómum verði hafin svo lengi sem ekki geri slæmt páskahret.

„Hjá Ártanga framleiðum við talsvert af sumarblómum sem við sendum í Grænan markað og þaðan eru blómin send í verslanir eins og Blómaval, Garðheima, Byko og Bauhaus svo dæmi séu nefnd. Auk þess sem við seljum lítið eitt af sumarblómum til sumarbústaðaeigenda hér í nágrenninu.

Stærsta einstaka tegundin af sumarblómum sem við erum að selja er hortensía, sem við flytjum inn á veturna úr kæligeymslum í Evrópu. Við geymum síðan hort­ensíurnar fram á vor og drífum þær í blóm. Auk þess sem við ræktum talsvart af stærri sumarblómum, eins og tóbakshorni, pelagóníum og sólboða.

Kryddjurtir allt árið

Undirstaðan í ræktum Ártanga eru kryddjurtir sem stöðin ræktar árið um kring. Gunnar segir að ræktunarpláss undir gleri eða plasti hjá Ártanga séu um 1.000 fermetrar..

Skylt efni: blóm | Garðyrkja | ræktun

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi
Fréttir 14. september 2023

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi

Nýlega fékk Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi á bænum Gautavík í Berufirði, ...

Bjargaði níu geitum og gerðist geitabóndi
Fréttir 14. september 2023

Bjargaði níu geitum og gerðist geitabóndi

Bændurnir í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd ætluðu að hefja fram leiðslu á geitamjó...