Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kannabisræktun Systranna í dalnum.
Kannabisræktun Systranna í dalnum.
Fréttir 8. nóvember 2017

Kannabisframleiðsla í Kaliforníu umfram eftirspurn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári er áætlað að í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafi verið framleidd ríflega sex milljón kíló af hampi. Framleiðslan er fimm sinnum meiri en áætluð notkun í ríkinu, sem er um milljón kíló á ári. Ræktun og neysla kannabis er lögleg í Kaliforníu.

Reyndar er svo komið að vegna geysilegrar offramleiðslu á kannabis í Kaliforníu hefur orðið verðfall á afurðinni. 

Í kjölfar mikillar framleiðslu umfram eftirspurn hafa yfirvöld velt fyrir sér spurningunni um hvað verði um það magn sem ekki er nýtt innan ríkis. Að sögn þeirra sem láta sig málið varða er einungis um eitt svar að ræða og það er að umframframleiðsla sé seld til annarra ríkja og í mörgum tilvikum til ríkja þar sem hampur er enn ólöglegur.

Stjórnvöld í Kaliforníu segja verða að gera allt til að koma í veg fyrir að mikið magn af kannabis sé framleitt í ríkinu og selt ólöglega annars staðar. 

Þrátt fyrir að ræktun og neysla á kannabis sé leyfileg í Kaliforníu og mörgum öðrum ríkjum í Bandaríkjunum er hvoru tveggja enn ólöglegt samkvæmt alríkislögum Bandaríkjanna.

Ein lausnin til að koma í veg fyrir ólöglegan útflutning á kannabis frá ríkinu, samkvæmt stofnun sem kallast California Bureau of Cannabis Control, er að gefa út ræktunarleyfi sem jafnframt fælu í sér bann á að selja uppskeruna utan ríkisins.

Meðal þeirra sem hafa gert það gott með ræktun kannabis og framleiðslu afurða úr plöntunni er hópur nunna sem kalla sig Sisters of the Valley, eða systurnar í dalnum, sem segjast rækta kannabis eftir alda gömlum ræktunaraðferðum. Sem er náttúrulega þvæla þar sem Systurnar í dalnum beita nýjustu ræktunartækni til að hámarka uppskeruna.. 

Skylt efni: kannabis | Kalifornía | ræktun

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...