24. október 2020

Æðarrækt og æðardúnn

Endurmenntun LbhÍ auglýsir námskeiðið Æðarrækt og æðardúnn, haldið í samstarfi við Æðarræktarfélag Íslands og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi eða viðhalda réttindum sem dúnmatsmenn samkvæmt reglugerð um gæðamat á æðardúni nr. 350/2011, þ.m.t. þeim dúnmatsmönnum sem starfað hafa á undanþágu frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

Þá er námskeiðið einnig ætlað öllu áhugafólki um æðarrækt, m.a. þeim mörgu sem hafa hugleitt það að hefja æðarrækt.

Farið er yfir lifnaðarhætti, eiginleika og sérstöðu æðarfuglsins, hvernig eigi að koma upp varpi og ferilinn frá dúntekju til sölu dúnsins. Þær óskir og kröfur sem neytandinn gerir til æðardúns og hvernig þörfum er fullnægt. Litið á þær kröfur sem gerðar eru til gæðamats á æðardúni og þann lagaramma sem viðkomandi búgrein býr við. Tími verður einnig gefinn til verklegrar þjálfunar við flokkun og gæðamat á æðardúni, ásamt umræðum.

Kennsla: Ýmsir sérfræðingar

Tími: Lau. 24. okt. kl 10:00-17:00 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík.

Verð: 29.000 kr.

Skráning og nánari upplýsingar er að finna hér.

Á döfinni