Upprunavísun á vörur frá Kjarnafæði
Fyrirtækið Kjarnafæði reið á vaðið með PDO upprunamerkingu á vörum sínum úr íslensku lambakjöti.
Fyrirtækið Kjarnafæði reið á vaðið með PDO upprunamerkingu á vörum sínum úr íslensku lambakjöti.
Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar matvæla, en skyldumerkingar gera vörunum oft ekki nægjanleg skil. Á það bendir formaður samráðshóps um betri merkingar matvæla. Á meðan óunnum vörum sé gert að vera merkt uppruna gegnir öðru máli um það sem skilgreint er unnið. Fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvaða um...
Nú um stundir eru frumframleiðendur og neytendur að fást við talsverða merkingaróreiðu á íslenskum landbúnaðarafurðum.
Kjötvinnslan Esja gæðafæði ehf., sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, flutti inn um 40 tonn af frosnu úkraínsku kjúklingakjöti árið 2022. Má meðal annars nálgast það í matvöruverslunum undir vörumerkjum fyrirtækisins. Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, segir að auk þess kaupi fyrirtækið mikið af úkraínskum kjúklingi frá öðrum in...
Sex ára starfsemi upprunamerkis sem sauðfjárbændur hafa af framsýni og skilningi fyrir kröfum nútímans byggt upp skilur eftir góða reynslu og þekkingu.
Yfirgnæfandi meirihluti neytenda telur upprunamerkingar á mat mikilvægar, ef marka má könnun sem Gallup gerði fyrir hönd Icelandic Lamb árið 2021.
Ingvi Stefánsson, formaður deildar svínabænda hjá Bændasamtökunum og svínabóndi í Teigi í Eyjafjarðarsveit, telur mikil tækifæri liggja í því að innleiða upprunamerkingar.
Kjarnafæði Norðlenska hefur nú, fyrst kjötafurðastöðva, markaðssett lambakjötsvörur með upprunamerki markaðsstofunnar Icelandic Lamb, „Íslenskt lambakjöt“.
Vaxandi hluti neytenda telur mikilvægt að geta valið íslenskar vörur og leggja sig fram um að styðja íslenska framleiðslu og verslun, en eitt helsta umkvörtunarefni neytenda er um skort á skýrum merkingum matvöru. Úrbætur eru því nauðsyn og fela jafnframt í sér tækifæri fyrir þá sem bregðast við.
Við á Íslandi búum/lifum við þann munað að geta keypt heilnæmar og heilt yfir frábærar innlendar landbúnaðarafurðir. Íslenskt kjöt, grænmæti og íslenskar mjólkurafurðir eru í hæsta gæðaflokki. Einnig geta neytendur, enn sem komið er, verið áhyggjulausir um sjúkdóma og sýklalyfjaónæmi þegar þeir kaupa innlendar landbúnaðarafurðir. Í þessu felast mik...
Í 18. tölublaði Bændablaðsins var fjallað um tillögur samráðshóps um betri merkingar matvæla, sem var skilað til ráðherra á dögunum. Tillögurnar eru tólf, en ein þeirra er kölluð „finnska leiðin“ og gengur út á að skylda staði sem selja óforpökkuð matvæli til að upplýsa viðskiptavini sína með sýnilegum upplýsingum um uppruna þess ferska kjöts og kj...
Sumarið kom, sá og sigraði með ferðalögum landsmanna um land allt. Blómlegar sveitir með sauðfé á beit og sællegar kýr úti á túnum og einstök náttúra landsins allsráðandi allt um kring. Verandi kúabóndi er lítið um sumarfrí fyrr en hausta tekur, svo þegar tækifærið loksins kom var pakkað ofan í tösku og lagt land undir fót.
Matvælastofnun hefur samþykkt umsókn Handprjónasambands Íslands um að heitið „Íslensk lopapeysa“ verði skráð sem verndað afurðarheiti, með vísan til uppruna.
Árið 2003 hóf Sigurjón Bjarnason, bókari á Egilsstöðum, að bjóða neytendum að kaupa sérvalið og pakkað kindakjöt frá bændum í gegnum netsíðu og fá sent heim.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
Hótel Saga í Reykjavík hefur sett sér metnaðarfulla matar- og innkaupastefnu. Hún felst meðal annars í því að gerð er krafa um að allar matvörur sem koma inn í húsið séu upprunamerktar þar sem því er við komið.
Merkingar á landbúnaðarafurðum voru til umræðu á Búnaðarþingi sem haldið var í Reykjavík 5. - 6. mars. Ályktaði þingið um þau mál og lagði áherslu á að með bættum merkingum og eftirliti með þeim yrði komið í veg fyrir að neytendur séu blekktir.
Nýjar umbúðamerkingar hjá Ísfugli hafa vakið athygli neytenda að undanförnu. Kjúklingavörurnar frá fyrirtækinu eru nú merktar með því búi sem þær eru upprunnar frá og mynd af bændunum fylgir með. Þetta er kynnt með slagorðinu „Frá íslenskum bændum sem við þekkjum og treystum“.
Reglugerð tók nýlega gildi sem kveður á um að skylt sé að tilgreina upprunaland allra kjötafurða af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum. Í gildi er sams konar reglugerð fyrir nautgripakjöt.
Fjallalamb á Kópaskeri hefur nú sett á markað nýjar upprunamerktar afurðir og hafa viðtökur á markaði verið mjög góðar. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, segir fyrirtækið með þessu stíga stórt skref í gæðum, rekjanleika og tengingu neytenda beint til framleiðanda vörunnar.
Nýr gagnagrunnur sem ætlað er að auka meðvitund um íslenskt handverk var kynntur í Litlu lopasjoppunni á Hellu í síðustu viku.
Verslunarkeðjan Tesco er sökuð um að hafa falsað upprunamerkingar á landbúnaðarvörum með því að segja þær upprunnar frá býlum og framleiðendum sem einungis eru til í hugarheimi markaðsmanna Tesco.
Breytingar á lögum um þjóðfánann hafa legið fyrir Alþingi frá því fyrir tæpu ári síðan. Í breytingunum felst að ekki þarf sérstakt leyfi ráðuneytisins til að nota hinn almenna þjóðfána við markaðssetningu á vöru eða þjónustu sé vara eða starfsemi sú sem í hlut á íslensk að uppruna og fánanum ekki óvirðing gerð.
Markaðsráð kindakjöts er þessa dagana að fara af stað með nýtt upprunamerki fyrir allar íslenskar sauðfjárafurðir. Merkið er fyrst og fremst hugsað til þess að vekja athygli erlendra ferðamanna á gæðum og sérstöðu kjötsins, ullarinnar og gæranna.
Í ákvörðun Neytendastofu frá 13. nóvember síðastliðnum er Eggerti Kristjánssyni hf. gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð hálfri milljón króna, vegna ófullnægjandi upplýsinga um uppruna grænmetisins sem merkt er með vörumerkinu Íslensk Matvæli hf.
Til langs tíma hafa ríkisstjórnir, forseti vor, embættismenn og orkufyrirtæki haldið á lofti hreinleika íslenskrar orkuframleiðslu. Ísland er sagt einstakt á heimsvísu hvað þetta varðar, en frá 2011 hefur þeim staðreyndum algjörlega verið snúið á haus fyrir tilstuðlan innleiðingar á tilskipun ESB.
Ný reglugerð um matvælamerkingar tók gildi hér á landi 19. janúar síðastliðinn. Frestur er til 13. maí 2015 til að uppfylla reglurnar hér á landi.