Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigríður Jóhannesdóttir tekur við verðlaunum fyrir hönd Ólínu og Benedikts fyrir mestu meðaltalsframfarir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs. Björn Víkingur framkvæmdastjóri afhenti verðlaunin á aðalfundi félagsins.
Sigríður Jóhannesdóttir tekur við verðlaunum fyrir hönd Ólínu og Benedikts fyrir mestu meðaltalsframfarir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs. Björn Víkingur framkvæmdastjóri afhenti verðlaunin á aðalfundi félagsins.
Fréttir 3. ágúst 2016

Stór skref í gæðum, rekjanleika og tengingu neytenda við framleiðendur

Fjallalamb á Kópaskeri hefur nú sett á markað nýjar upprunamerktar afurðir og hafa viðtökur á markaði verið mjög góðar. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, segir fyrirtækið með þessu stíga stórt skref í gæðum, rekjanleika og tengingu neytenda beint til framleiðanda vörunnar. Til að byrja með verður félagið með heil og hálf læri, heila og hálfa hryggi, og grill- og súpusagaða framparta. 
 
Allar upplýsingar um bónda og býli á snjallsímavænni heimasíðu
 
„Við vorum áður með hálfa skrokka í kassa, voru þeir merktir framleiðanda og gátu viðskiptavinir flett honum upp á heimasíðu okkar. Nú tökum við þetta skrefinu lengra, höfum uppfært heimasíðuna og hver og einn bóndi er með sína eigin síðu. Þannig geta eigendur snjallsíma skannað vöruna í búðinni og fengið allar upplýsingar um bónda og býli,“ segir Björn Víkingur en á síðu hvers og eins bónda eru margvíslegar upplýsingar, eins og hvaða verkefnum hann sinni, afurðir á síðasta ári, upplýsingar um jörðina, myndir og einnig er hægt að senda fyrirspurn beint til bónda. „Þarna höfum við ótæmandi möguleika á upplýsingum sem við getum sett inn fyrir hvern bónda, segir Björn Víkingur.
 
„Þetta er snjallsímavæn heimasíða og auðvelt fyrir notendur að fara inn á hana, en þeir sem ekki eru með síma af því tagi í vasanum á meðan verslað er geta flett framleiðslunúmerinu á vörunni upp á heimasíðunni okkar,“ segir Björn Víkingur. 
 
Til að byrja með fást upprunamerktar vörur frá Fjallalambi í flestum stærri verslunum Krónunnar og Iceland. 
 
Upprunamerktar afurðir frá Fjallalambi voru kynntar á aðalfundi félagsins sem haldinn var nú nýverið. 
 
Viðurkenningar veittar
 
Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir hæsta meðalverð haustsins 2015 og fyrir mestu meðaltalsframfarir í sauðfjárrækt á tímabilinu 2013 til 2015. Dagbjartur Bogi Ingimundarson á Brekku fékk viðurkenningu fyrir hæsta meðalverð dilka innlagða hjá Fjallalambi haustið 2015, 10.665,65 kr á dilk. Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir og Benedikt Líndal Jóhannsson, bændur á Brúarlandi, Þistilfirði, fengu viðurkenningu fyrir mestu meðaltalsframfarir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...