Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Beitt verði viðurlögum þegar vísvitandi er verið að blekkja neytendur
Mynd / smh
Fréttir 22. mars 2018

Beitt verði viðurlögum þegar vísvitandi er verið að blekkja neytendur

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Merkingar á landbúnaðarafurðum voru til umræðu á Búnaðarþingi sem haldið var í Reykjavík 5. - 6. mars. Ályktaði þingið um þau mál og lagði áherslu á að með bættum merkingum og eftirliti með þeim yrði komið í veg fyrir að neytendur séu blekktir. 
 
Af hálfu neytenda hefur þráfaldlega verið bent á mikinn misbrest í merkingum á landbúnaðar­vörum á undanförnum árum. Talsverðar úrbætur hafa verið gerðar hvað varðar upprunamerkingar en ljóst að bæta þarf um betur. Beindi Búnaðarþing því til landbúnaðarráðherra, fjár­mála­ráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmála sem jafnframt fer með neytendamál, að tryggja að í gildi séu viðeigandi reglur um vandaðar og áberandi merkingar á öllum matvælum og öðrum landbúnaðarafurðum, innlendum sem innfluttum.
 
 
Neytendur vilja merkingar
 
Markaðsfyrirtækið Maskína gerði könnun á afstöðu neytenda um upprunamerkingar á matvöru fyrir Icelandic lamb í janúar síðastliðnum. Þar kom fram mjög ákveðin afstaða neytenda sem langsamlega flestir vilja vita um upprunaland matvöru. Ákveðnust var afstaðan til matvöru sem boðin er til sölu í verslunum. Einnig var mikill meirihluti sem vill upprunamerkingar á matvöru sem borin er á borð á veitingahúsum og í mötuneytum. 
 
 
 
Viðurlögum beitt vegna blekkinga
 
Í ályktun Búnaðarþings um merkingarmálin segir m.a.: 
„Merkingarnar taki m.a. til uppruna, ferils, framleiðsluhátta, innihalds og geymsluskilyrða. Skoða þarf nánar framsetningu á merkingum með tilliti til þess að þær gefi neytendum ætíð glöggar upplýsingar og beita þarf í auknum mæli viðurlögum þegar blekkingum er vísvitandi beitt.
 
Virkt eftirlit með innflutningi
 
Stofnanir sem fara með eftirlit með merkingum, innflutningi og markaðsfærslu landbúnaðarafurða stundi reglulega vöruskoðun vegna innflutnings og virkt almennt eftirlit. Við innflutning matvæla og annarra landbúnaðarafurða verði sérstök áhersla lögð á að réttum reglum sé fylgt varðandi heilbrigði, tollafgreiðslu og merkingar. Með því verði stuðlað að lýðheilsu, smitgát, plöntu- og dýraheilbrigði, vandaðri upplýsingagjöf til neytenda og heilbrigðara samkeppnisumhverfi.
 
Búnaðarþing telur að upplýsingar um uppruna matvara eigi ávallt að vera aðgengilegar fyrir neytendur, hvort sem er í verslunum, mötuneytum eða veitingastöðum.“
 
Í greinargerð með ályktuninni segir ennfremur:
„Nauðsynlegt er að tryggja að við innflutning á landbúnaðarvörum fari örugglega saman þau skjöl sem vörunni eiga að fylgja og skoðun á þeirri vöru sem raunverulega kemur til landsins. Eina aðferðin til að sannreyna það er virk vöruskoðun. Með því er tryggt að rétt heilbrigðisvottorð fylgi ævinlega þeirri vöru sem kemur. Jafnframt er mikilvægt að yfirfara með vöruskoðun og skjalasamanburði að rétt tollflokkun sé viðhöfð. Dæmi eru um að misbrestur sé á hvoru tveggja.”
 
Styrkja þarf skilgreiningar
 
Yfirfara þarf reglugerðir um merkingar matvæla og annarra landbúnaðarafurða, framsetningu þeirra sem og reglugerðir um inn- og útflutning. Styrkja þarf skilgreiningar að baki tollflokkun, mögulega með fjölgun tollnúmera og útgáfu úrskurða um bindandi tollflokkun.“
 
Blekkingum beitt við innfluttar vörur
 
„Þá er nauðsynlegt að gera átak í að lögum og reglum um merkingar sé fylgt en því hefur víða verið áfátt sbr. ákvæði reglugerðar 1294/2014.  Taka þarf fastar á því ef vísvitandi blekkingum virðist beitt, t.d. eru fjölmörg dæmi um að innfluttri vöru séu búnar þær merkingar og umbúðir að hún virðist íslensk.  Dæmi eru um að innfluttar vörur eru seldar undir innlendum vöruheitum, umbúðir þeirra merktar í fánalitum, upprunaland komi ekki fram eða að leturgerð upprunalands sé svo ógreinileg að vart sjáist,“ segir í ályktun Búnaðarþings 2018. 
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld