Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslenskt meðlæti skorti upprunamerkingar
Fréttir 8. desember 2015

Íslenskt meðlæti skorti upprunamerkingar

Höfundur: smh

Í ákvörðun Neytendastofu frá 13. nóvember síðastliðnum er Eggerti Kristjánssyni hf. gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð hálfri milljón króna, vegna ófullnægjandi upplýsinga um uppruna grænmetisins sem merkt er með vörumerkinu Íslensk Matvæli hf.

Í ákvörðuninni kemur fram að Neytendastofu hafi borist ábending vegna merkinga og útlits umbúða Íslensks meðlætis, sem inniheldur frosið grænmeti, sem gæfi tilefni til að ætla að um íslenska ræktun væri að ræða.  

Árið 2009 komst stofnun að þeirri niðurstöðu að sama fyrirtæki hefði með sambærilegum hætti gerst brotlegt gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og í kjölfar var notkun umbúðanna bönnuð. Í ákvörðuninni kemur fram að í kjölfar þeirrar ákvörðunar hafi upplýsingar á umbúðum vörunnar verið bættar og því ekki talin ástæða til að grípa til frekari aðgerða þó enn væri notast við sama útlit og merkingar á umbúðunum. Af ábendingu þeirri sem Neytendastofu hafi nú borist virðast hinar viðbættu upplýsingar hafa verið fjarlægðar.

Gáleysi og þekkingarleysi frekar en ásetningur

Í skýringum fyrir-tækisins á breytingum á umbúðunum kemur fram að fyrirtækið hafi verið selt í millitíðinni. „Nýjum stjórnendum hafi aldrei verið kunnugt um fyrri ákvörðun Neytendastofu og hafi verið í góðri trú um að allt væri með felldu þegar haldið hafi verið áfram með pökkun á grænmeti í umbúðir Íslensks meðlætis á árinu 2014 og 2015. […] Skýringin á því að prentun upprunalands hafi dottið út sé fyrst og fremst af gáleysi og þekkingarleysi frekar en af ásetningi. Hana megi rekja til þess að skipt hafi verið um búnað við pökkun og þess ekki gætt að prentun þessara upplýsinga fylgdi með við prentun lotunúmers og best fyrir dagsetninga, en til þess sé notaður sérstakur sprautu-prentari sem sé áfastur pökkunarvélinni. Félagið muni gera ráðstafanir til að bæta úr þessu í næstu pökkunarlotu sé þess kostur og sjá til þess að upplýsingar um uppruna innihalds verði öllum ljósar.“ 

Skylt efni: upprunamerkingar

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...