Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenskt meðlæti skorti upprunamerkingar
Fréttir 8. desember 2015

Íslenskt meðlæti skorti upprunamerkingar

Höfundur: smh

Í ákvörðun Neytendastofu frá 13. nóvember síðastliðnum er Eggerti Kristjánssyni hf. gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð hálfri milljón króna, vegna ófullnægjandi upplýsinga um uppruna grænmetisins sem merkt er með vörumerkinu Íslensk Matvæli hf.

Í ákvörðuninni kemur fram að Neytendastofu hafi borist ábending vegna merkinga og útlits umbúða Íslensks meðlætis, sem inniheldur frosið grænmeti, sem gæfi tilefni til að ætla að um íslenska ræktun væri að ræða.  

Árið 2009 komst stofnun að þeirri niðurstöðu að sama fyrirtæki hefði með sambærilegum hætti gerst brotlegt gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og í kjölfar var notkun umbúðanna bönnuð. Í ákvörðuninni kemur fram að í kjölfar þeirrar ákvörðunar hafi upplýsingar á umbúðum vörunnar verið bættar og því ekki talin ástæða til að grípa til frekari aðgerða þó enn væri notast við sama útlit og merkingar á umbúðunum. Af ábendingu þeirri sem Neytendastofu hafi nú borist virðast hinar viðbættu upplýsingar hafa verið fjarlægðar.

Gáleysi og þekkingarleysi frekar en ásetningur

Í skýringum fyrir-tækisins á breytingum á umbúðunum kemur fram að fyrirtækið hafi verið selt í millitíðinni. „Nýjum stjórnendum hafi aldrei verið kunnugt um fyrri ákvörðun Neytendastofu og hafi verið í góðri trú um að allt væri með felldu þegar haldið hafi verið áfram með pökkun á grænmeti í umbúðir Íslensks meðlætis á árinu 2014 og 2015. […] Skýringin á því að prentun upprunalands hafi dottið út sé fyrst og fremst af gáleysi og þekkingarleysi frekar en af ásetningi. Hana megi rekja til þess að skipt hafi verið um búnað við pökkun og þess ekki gætt að prentun þessara upplýsinga fylgdi með við prentun lotunúmers og best fyrir dagsetninga, en til þess sé notaður sérstakur sprautu-prentari sem sé áfastur pökkunarvélinni. Félagið muni gera ráðstafanir til að bæta úr þessu í næstu pökkunarlotu sé þess kostur og sjá til þess að upplýsingar um uppruna innihalds verði öllum ljósar.“ 

Skylt efni: upprunamerkingar

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...