Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Banna sölu hóffylliefnis
Fréttir 21. nóvember 2023

Banna sölu hóffylliefnis

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Neytendastofa hefur bannað Líflandi að selja tiltekið hóffylliefni fyrir hesta þar sem umbúðir þess eru skreyttar broti úr íslenska fánanum.

Vörurnar eru framleiddar af hollensku félagi, í Hollandi með erlendum hráefnum. Álit Neytendastofu er að um óheimila notkun á íslenska þjóðfánanum sé að ræða. Neytendastofu barst ábending vegna sölu Líflands á vörum sem seldar voru undir heitinu ISI­PACK og er hóffylliefni.

Varan var flutt inn af heildversluninni Ásbjörn Ólafsson ehf. Á vefsíðu ISI­PACK kemur fram að vörur þeirra séu innblásnar af íslenska hestinum, gerðar úr efninu úretan til hóffyllingar fyrir hross. Neytendastofa vísar í lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið en þar er að finna ákvæði sem fjallar um heimild fyrirtækja til notkunar íslenska fánans í markaðssetningu. Kemur þar fram að slík notkun er heimil sé varan framleidd hér á landi úr innlendu hráefni, eða framleidd hér á landi úr innfluttu hráefni að hluta eða öllu leyti og hafi notið nægilega aðvinnslu hérlendis.

„Af gögnum málsins verður ráðið að vörur ISI­PACK uppfylla hvorugt framangreindra skilyrða og fer notkun þjóðfána Íslendinga í merkingu á vörununum því í bága við framangreind ákvæði laga nr. 34/1944,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Lífland mun þá hafa brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að bjóða vöruna til sölu en í þeim er m.a. fjallað um villandi viðskiptahætti ef vara er líkleg til að blekkja neytendur til dæmis með framsetningu.

Skylt efni: upprunamerkingar

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...