Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Banna sölu hóffylliefnis
Fréttir 21. nóvember 2023

Banna sölu hóffylliefnis

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Neytendastofa hefur bannað Líflandi að selja tiltekið hóffylliefni fyrir hesta þar sem umbúðir þess eru skreyttar broti úr íslenska fánanum.

Vörurnar eru framleiddar af hollensku félagi, í Hollandi með erlendum hráefnum. Álit Neytendastofu er að um óheimila notkun á íslenska þjóðfánanum sé að ræða. Neytendastofu barst ábending vegna sölu Líflands á vörum sem seldar voru undir heitinu ISI­PACK og er hóffylliefni.

Varan var flutt inn af heildversluninni Ásbjörn Ólafsson ehf. Á vefsíðu ISI­PACK kemur fram að vörur þeirra séu innblásnar af íslenska hestinum, gerðar úr efninu úretan til hóffyllingar fyrir hross. Neytendastofa vísar í lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið en þar er að finna ákvæði sem fjallar um heimild fyrirtækja til notkunar íslenska fánans í markaðssetningu. Kemur þar fram að slík notkun er heimil sé varan framleidd hér á landi úr innlendu hráefni, eða framleidd hér á landi úr innfluttu hráefni að hluta eða öllu leyti og hafi notið nægilega aðvinnslu hérlendis.

„Af gögnum málsins verður ráðið að vörur ISI­PACK uppfylla hvorugt framangreindra skilyrða og fer notkun þjóðfána Íslendinga í merkingu á vörununum því í bága við framangreind ákvæði laga nr. 34/1944,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Lífland mun þá hafa brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að bjóða vöruna til sölu en í þeim er m.a. fjallað um villandi viðskiptahætti ef vara er líkleg til að blekkja neytendur til dæmis með framsetningu.

Skylt efni: upprunamerkingar

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...