Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stoltir kjúklingabændur á Suður-Reykjum.
Stoltir kjúklingabændur á Suður-Reykjum.
Mynd / Ísfugl
Fréttir 6. júlí 2017

Ísfugl upprunamerkir vörur sínar með bændum

Höfundur: smh
Nýjar umbúðamerkingar hjá Ísfugli hafa vakið athygli neytenda að undanförnu. Kjúklinga­vörurnar frá fyrirtækinu eru nú merktar með því búi sem þær eru upprunnar frá og mynd af bændunum fylgir með. Þetta er kynnt með slagorðinu „Frá íslenskum bændum sem við þekkjum og treystum“. 
 
Ísfugl hefur frá 2012 verið í eigu hjónanna Jóns Magnúsar Jónssonar og Kristínar Sverrisdóttur, sem eru kjúklingabændur á Suður-Reykjum í Mosfellsdal. 
 
Jón Magnús segir að þau hafi haft þessa hugmynd í maganum í allmörg ár. 
„Við byrjuðum fyrir þremur árum að upprunamerkja pakkninguna með nafni búsins sem við átti.  Svo stigum við skrefið alla leið núna,“ segir Jón Magnús um upphaf þess að þau fóru þessa leið í merkingum. 
 
Vitundarvakning hjá neytendum
 
Jóhanna Logadóttir Hólm, starfsmaður hjá Ísfugli, segir að mikill metnaður sé hjá eigendunum að gera Ísfuglsbændurna sýnilegri í kynningu og markaðssetningu á framleiðslunni. „Við höfum ákveðna sérstöðu vegna þess að Ísfuglsbændurnir eru bændur í sjálfstæðum rekstri en ekki á vegum Ísfugls. Við erum einfaldlega svo heppin að geta keypt framleiðsluna þeirra.
 
Á meðan að auðvelt er fyrir okkur að rekja vöruna eftir rekjanleikanúmeri þá segir númerið neytendum ekki neitt. Hugmyndin er sú að neytendur geti séð hvaðan varan kemur á jafn aðgengilegan hátt og mögulegt er. 
 
Það hefur orðið ákveðin vitundarvakning hjá neytendum og þetta er umfram allt þjónusta við þá. Varan hefur lengi verið rekjanleg til ákveðins bónda í gegnum rekjanleikanúmer á umbúðum. Okkur fannst eðlilegt framhald að neytendur gætu séð hverjir framleiddu vöruna án þess að þurfa að rýna í tíu stafa númer.“
 
Nýju merkingar Ísfugls bera myndir af bændunum, auk þess sem upplýsingar um þá er að finna á vefnum isfugl.is. Mynd / Ísfugl
 
Allir fimm innleggjendur með í verkefninu
 
Að sögn þeirra Jóns og Jóhönnu eru allir fimm kjúklingabændurnir sem eru í viðskiptum við Ísfugl með í þessu verkefni. Fyrirtækið sé lítið en byggi algjörlega á þessari bændahugmynd. Bændurnir eigi sína framleiðslu, kaupa unga, fóður og fleira – eiga húsin og svo framleiðsluna. Ísfugl kaupi svo af þeim eftir vigt.  „Ísfugl markaðssetur svo vörurnar; vinnur, pakkar og dreifir. Ísfugl á reyndar fyrirtæki sem framleiðir ungana fyrir þá bændur sem eru í samstarfi við okkur.  Svo selur Ísfugl í búðir, á veitingastaði og í mötuneyti,“ segir Jóhanna. Framleiðsla Ísfugls á viku er um 20–25 tonn. „Það er misjafnt milli vikna,“ segir Jóhanna. „Yfirleitt er verið að slátra 10–15 þúsund kjúklingum á viku. Við erum minnsti framleiðandinn á kjúklingamarkaðnum með um 15 prósent markaðshlutfall. 
 
Kalkúnaslátrun og vinnsla á kalkúnaafurðum spilar stórt hlutverk hjá okkur, en Reykjabúið er eini framleiðandi kalkúna á Íslandi og Ísfugl kaupir þeirra framleiðslu.
 
Við erum líka með eldhús, en framleiðsla á fullunnum vörum hefur svo sem ekki verið í forgangi hjá okkur hingað til. Við framleiðum hins vegar talsvert af bæði kjúklinga- og kalkúnaáleggi, steikjum kjúklingabita og búum til pylsur svo eitthvað sé nefnt,“ segir Jóhanna. 
Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...