Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslensk lopapeysa.
Íslensk lopapeysa.
Mynd / Handprjónasamband Íslands
Fréttir 10. mars 2020

Matvælastofnun samþykkir að heitið „Íslensk lopapeysa“ verði verndað

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur samþykkt umsókn Handprjónasambands Íslands um að heitið „Íslensk lopapeysa“ verði skráð sem verndað afurðarheiti, með vísan til uppruna.

Lög sem tóku gildi á Íslandi árið 2015 heimila slíka skráningu, en áður hefur aðeins afurðarheitið „Íslenskt lambakjöt“ verið skráð sem verndað en það var gert í janúar 2018.

Samkvæmt afurðarlýsingunni er hverjum þeim sem framleiðir lopapeysu í samræmi við afurðalýsinguna heimilt að nota heitið „Íslensk lopapeysa“ (Icelandic Lopapeysa) og nota opinbert auðkennismerki samkvæmt reglugerð um skráningu afurðarheita.

Ull af íslensku sauðfé og handprjónað á Íslandi

Helstu skilyrðin fyrir slíkri skráningu eru eftirfarandi:

  • Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé.
  • Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin).
  • Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv.
  • Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli.
  • Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi.
  • Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar).
  • Peysan skal vera opin eða heil.

Skráð afurðarheiti sem vísa til uppruna njóta verndar gegn eftirtöldum atriðum:

  • Beinni eða óbeinni notkun í viðskiptum með afurð sem fellur ekki undir skráninguna, að svo miklu leyti sem sú afurð er sambærileg við þá afurð sem skráð er undir sama heiti eða ef notkun heitisins færir sér í nyt orðspor hins verndaða heitis, þ.m.t. þar sem afurð er notuð sem hráefni.
  • Hvers konar misnotkun, eftirlíkingu eða villandi hugrenningatengslum, jafnvel þótt raunverulegur uppruni afurðarinnar sé gefinn til kynna, eða þar sem hið verndaða heiti hennar er þýtt eða því fylgja orð á borð við „að hætti“, „í stíl“, „gerð“, „aðferð“, „eins og framleitt í“, „eftirlíking“ eða álíka og einnig þegar þessar afurðir eru notaðar sem hráefni.
  • Hvers konar öðrum röngum eða villandi merkingum sem sýna tilurð, uppruna, eðli eða helstu eiginleika afurðar á innri eða ytri umbúðum, í kynningarefni eða skjölum sem fylgja viðkomandi afurð og notkun umbúða sem geta gefið villandi mynd af uppruna hennar.
  • Hvers konar öðru athæfi sem villt getur um fyrir almenningi hvað raunverulegan uppruna varðar.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...