Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samkvæmt „finnsku leiðinni“ er skylda að upplýsa neytendur um uppruna ópakkaðs kjöts.
Samkvæmt „finnsku leiðinni“ er skylda að upplýsa neytendur um uppruna ópakkaðs kjöts.
Mynd / smh
Fréttir 13. október 2020

Allt ferskt kjöt verði með sýnilegum upprunamerkingum

Höfundur: smh

Í 18. tölublaði Bændablaðsins var fjallað um tillögur samráðshóps um betri merkingar matvæla, sem var skilað til ráðherra á dögunum. Tillögurnar eru tólf, en ein þeirra er kölluð „finnska leiðin“ og gengur út á að skylda staði sem selja óforpökkuð matvæli til að upplýsa viðskiptavini sína með sýnilegum upplýsingum um uppruna þess ferska kjöts og kjöthakks sem þeir hafa í boði.

Þær þurfi þó ekki að vera á matseðli heldur geti verið á töflu eða í bæklingi. Í dag er einungis skylt að veita slíkar upplýsingar munnlega. Reglugerðin, sem tók gildi í Finnlandi þann 1. maí 2019, hefur tveggja ára gildistíma og skulu Finnar skila inn umsögn um áhrif og virkni hennar til framkvæmdastjórnar ESB að honum loknum.

Bæta skilyrði og stöðu neytenda

Að sögn Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, formanns samráðshópsins, fjallaði hópurinn ítarlega um þessa tillögu. „Markmiðið með henni er að bæta skilyrði og stöðu neytenda til að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun tengda uppruna þess ferska kjöts sem er á boðstólum á veitingastöðum, mötuneytum og öðrum stöðum sem selja óforpökkuð matvæli og tekur til þess kjöts sem skylt er að upprunamerkja þegar því er forpakkað. Eins og fram kemur í skýrslunni voru skiptar skoðanir meðal þeirra veitingamanna sem hópurinn ræddi við. Rekstraraðilar lítilla veitingastaða sáu mestu hindranirnar sem tengdust fyrst og fremst mögulegum viðbótarkostnaði tengdum auknu eftirliti sem og aukinni vinnu, þar sem uppruni kjöts í sama réttinn getur verið breytilegur milli sendinga og matseðlar sumra breytast reglulega.“

Tillagan beinir því til ráðherra að taka til skoðunar hvort taka eigi upp slíkar reglur hér á landi verði reynsla Finna góð. En óháð því vildi hópurinn að rekstraraðilar yrðu hvattir til að eiga frumkvæði að því að upplýsa neytendur um uppruna þess kjöts sem þeir hafa á boðstólum,“ segir Oddný enn fremur.

Skylt efni: upprunamerkingar

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...