Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samkvæmt „finnsku leiðinni“ er skylda að upplýsa neytendur um uppruna ópakkaðs kjöts.
Samkvæmt „finnsku leiðinni“ er skylda að upplýsa neytendur um uppruna ópakkaðs kjöts.
Mynd / smh
Fréttir 13. október 2020

Allt ferskt kjöt verði með sýnilegum upprunamerkingum

Höfundur: smh

Í 18. tölublaði Bændablaðsins var fjallað um tillögur samráðshóps um betri merkingar matvæla, sem var skilað til ráðherra á dögunum. Tillögurnar eru tólf, en ein þeirra er kölluð „finnska leiðin“ og gengur út á að skylda staði sem selja óforpökkuð matvæli til að upplýsa viðskiptavini sína með sýnilegum upplýsingum um uppruna þess ferska kjöts og kjöthakks sem þeir hafa í boði.

Þær þurfi þó ekki að vera á matseðli heldur geti verið á töflu eða í bæklingi. Í dag er einungis skylt að veita slíkar upplýsingar munnlega. Reglugerðin, sem tók gildi í Finnlandi þann 1. maí 2019, hefur tveggja ára gildistíma og skulu Finnar skila inn umsögn um áhrif og virkni hennar til framkvæmdastjórnar ESB að honum loknum.

Bæta skilyrði og stöðu neytenda

Að sögn Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, formanns samráðshópsins, fjallaði hópurinn ítarlega um þessa tillögu. „Markmiðið með henni er að bæta skilyrði og stöðu neytenda til að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun tengda uppruna þess ferska kjöts sem er á boðstólum á veitingastöðum, mötuneytum og öðrum stöðum sem selja óforpökkuð matvæli og tekur til þess kjöts sem skylt er að upprunamerkja þegar því er forpakkað. Eins og fram kemur í skýrslunni voru skiptar skoðanir meðal þeirra veitingamanna sem hópurinn ræddi við. Rekstraraðilar lítilla veitingastaða sáu mestu hindranirnar sem tengdust fyrst og fremst mögulegum viðbótarkostnaði tengdum auknu eftirliti sem og aukinni vinnu, þar sem uppruni kjöts í sama réttinn getur verið breytilegur milli sendinga og matseðlar sumra breytast reglulega.“

Tillagan beinir því til ráðherra að taka til skoðunar hvort taka eigi upp slíkar reglur hér á landi verði reynsla Finna góð. En óháð því vildi hópurinn að rekstraraðilar yrðu hvattir til að eiga frumkvæði að því að upplýsa neytendur um uppruna þess kjöts sem þeir hafa á boðstólum,“ segir Oddný enn fremur.

Skylt efni: upprunamerkingar

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...