Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði með PDO upprunavísun og upprunamerkingu Icelandic lamb.
Íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði með PDO upprunavísun og upprunamerkingu Icelandic lamb.
Mynd / Aðsend
Fréttir 19. apríl 2023

Upprunavísun á vörur frá Kjarnafæði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrirtækið Kjarnafæði reið á vaðið með PDO upprunamerkingu á vörum sínum úr íslensku lambakjöti.

Eins og sagt var frá í síðasta Bændablaði fékk íslenska lamba- kjötið verndaða upprunatilvísun í Evrópu (PDO) og er þar með komið í hóp með þekktum evrópskum landbúnaðarafurðum á borð við parmaskinku og parmesan ost.

„Við erum að byrja að nota þetta merki og munum auka notkun þess jafnt og þétt í framhaldinu. Við erum afar stolt af því að vinna íslenskt lambakjöt í góðu samstarfi við bændur og fögnum því að þessi einstaka gæðavara fái viðurkenningu sem slík. Upprunamerki geta hjálpað til við að auka traust á vörum í síharðnandi samkeppni,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska.

Markmiðið með merkingunni er að vernda vörur sem eru framleiddar og unnar á tilteknu landsvæði, með því að nota viðurkennda þekkingu staðbundinna framleiðenda og hráefni frá viðkomandi svæði.

„Það er alltaf styrkur í því að upplýsa viðskiptavininn um uppruna og eðli þeirrar vöru sem í boði er,“ segir Ágúst Torfi.

Skylt efni: upprunamerkingar

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...