Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði með PDO upprunavísun og upprunamerkingu Icelandic lamb.
Íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði með PDO upprunavísun og upprunamerkingu Icelandic lamb.
Mynd / Aðsend
Fréttir 19. apríl 2023

Upprunavísun á vörur frá Kjarnafæði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrirtækið Kjarnafæði reið á vaðið með PDO upprunamerkingu á vörum sínum úr íslensku lambakjöti.

Eins og sagt var frá í síðasta Bændablaði fékk íslenska lamba- kjötið verndaða upprunatilvísun í Evrópu (PDO) og er þar með komið í hóp með þekktum evrópskum landbúnaðarafurðum á borð við parmaskinku og parmesan ost.

„Við erum að byrja að nota þetta merki og munum auka notkun þess jafnt og þétt í framhaldinu. Við erum afar stolt af því að vinna íslenskt lambakjöt í góðu samstarfi við bændur og fögnum því að þessi einstaka gæðavara fái viðurkenningu sem slík. Upprunamerki geta hjálpað til við að auka traust á vörum í síharðnandi samkeppni,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska.

Markmiðið með merkingunni er að vernda vörur sem eru framleiddar og unnar á tilteknu landsvæði, með því að nota viðurkennda þekkingu staðbundinna framleiðenda og hráefni frá viðkomandi svæði.

„Það er alltaf styrkur í því að upplýsa viðskiptavininn um uppruna og eðli þeirrar vöru sem í boði er,“ segir Ágúst Torfi.

Skylt efni: upprunamerkingar

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...