Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði með PDO upprunavísun og upprunamerkingu Icelandic lamb.
Íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði með PDO upprunavísun og upprunamerkingu Icelandic lamb.
Mynd / Aðsend
Fréttir 19. apríl 2023

Upprunavísun á vörur frá Kjarnafæði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrirtækið Kjarnafæði reið á vaðið með PDO upprunamerkingu á vörum sínum úr íslensku lambakjöti.

Eins og sagt var frá í síðasta Bændablaði fékk íslenska lamba- kjötið verndaða upprunatilvísun í Evrópu (PDO) og er þar með komið í hóp með þekktum evrópskum landbúnaðarafurðum á borð við parmaskinku og parmesan ost.

„Við erum að byrja að nota þetta merki og munum auka notkun þess jafnt og þétt í framhaldinu. Við erum afar stolt af því að vinna íslenskt lambakjöt í góðu samstarfi við bændur og fögnum því að þessi einstaka gæðavara fái viðurkenningu sem slík. Upprunamerki geta hjálpað til við að auka traust á vörum í síharðnandi samkeppni,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska.

Markmiðið með merkingunni er að vernda vörur sem eru framleiddar og unnar á tilteknu landsvæði, með því að nota viðurkennda þekkingu staðbundinna framleiðenda og hráefni frá viðkomandi svæði.

„Það er alltaf styrkur í því að upplýsa viðskiptavininn um uppruna og eðli þeirrar vöru sem í boði er,“ segir Ágúst Torfi.

Skylt efni: upprunamerkingar

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...