Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Íslenskt sé staðfest
Fréttir 19. október 2023

Íslenskt sé staðfest

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Neytendasamtökin lýsa ánægju með hið nýja upprunamerki fyrir íslenskar matvörur og blóm, Íslenskt staðfest.

Segir framkvæmdastjóri sam- takanna að allnokkrar atlögur hafi verið gerðar að slíkri merkingu í gegnum tíðina án þess að virka sem skyldi en undirbúningur að baki Íslenskt staðfest virðist vandaður og framleiðendur því hvattir til að nota merkið.

Neytendur kalli mjög ákveðið eftir slíku. Samkvæmt markaðssviði Bændasamtakanna kemur ítrekað í ljós að neytendur vilja íslenska vöru.

Sölutölur bendi þó til að þrátt fyrir að fólk telji sig vera að kaupa íslenskt sé það alls ekki alltaf raunin.

Fólk eigi í vandkvæðum með að lesa úr merkingum og upplifi ákveðið óöryggi varðandi hvað það sé í raun að kaupa. Íslenskt staðfest sé því bráðnauðsynlegt skref.

Aðeins verður heimilt að nota merkið á vörur sem framleiddar eru og pakkaðar á Íslandi.

Sjá nánar á bls. 10. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...