Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Merkja verður allt kjöt með uppruna
Fréttir 3. febrúar 2015

Merkja verður allt kjöt með uppruna

Höfundur: smh
Ný reglugerð um matvæla­merkingar tók gildi hér á landi 19. janúar síðastliðinn. Frestur er til 13. maí 2015 til að uppfylla reglurnar hér á landi.
 
Til að mynda verður skylt að geta um uppruna á svínakjöti, kindakjöti, geitakjöti og fuglakjöti – fersku og frosnu. Hingað til hefur aðeins verið skylt að geta um uppruna nautakjöts.
 
Öflugri neytendavernd
 
Markmið reglugerðarinnar er að tryggja öflugri neytendavernd í tengslum við matvælaupplýsingar. Reglugerðin gerir kröfu um skýrari, ítarlegri og nákvæmari upplýsingar um innihald matvæla. Hún gildir á öllum stigum matvælaferlisins þegar starfsemi varðar miðlun matvælaupplýsinga til neytenda. Hún gildir um öll matvæli sem ætluð eru neytendum, þ.m.t. matvæli sem stóreldhús afgreiða og matvæli sem ætluð eru fyrir stóreldhús.
 
Jónína Stefánsdóttir, fagsviðs­stjóri stjórnsýslu og löggjafar hjá Matvælastofnun, segir að eftirlitið verði hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga í verslunum, veitingastöðum og sumum framleiðslufyrirtækjum, það er þeim fyrirtækjum sem nú eru undir eftirliti heilbrigðiseftirlitsins, en hjá Matvælastofnun í þeim framleiðslufyrirtækjum, með dýraafurðir, sem Matvælastofnun hefur nú eftirlit með.
 
Þessi reglugerð kemur í stað fjögurra eldri en nálgast má frekari upplýsingar um hana á vef Matvælastofnunar: http://mast.is/matvaeli/merkingar/almennarmerkingar/. 
 
 
Helstu atriði í nýju reglugerðinni:
 
Leturstærð: Krafa er um að merkingar skulu  vera læsilegar, en að auki er sett lágmarks­leturstærð lágstafa 1,2 mm á hæð. Undantekningar gilda um smáar pakkningar
Ofnæmisvaldar: Neytendur eiga rétt á upplýsingum um ofnæmisvalda í innihaldi allra matvæla.
Óforpökkuð matvæli: Í innleiðingareglugerð kemur fram að upplýsingar sem seljanda er skylt að veita um ofnæmisvalda við markaðssetningu óforpakkaðra matvæla, er heimilt að gefa upp á hvaða hátt sem er, þ.m.t. munnlega. Ef upplýsingarnar eru gefnar munnlega verður seljandi að gefa það til kynna á sýnilegan hátt að starfsfólk veiti nánari upplýsingar s.s. með merkimiða, á matseðli eða á skilti þar sem neytandi velur matvælin. 
Forpökkuð matvæli: Á forpökkuðum matvælum er ný krafa um að ofnæmisvaldar skuli vera með áherslu s.s. litarbreytingu eða feitletrun í innihaldslýsingu forpakkaðra matvæla. 
Frystidagsetning: Krafa er um merkingu frystidagsetningar á fryst kjöt, frystar unnar kjötvörur og frystar óunnar lagarafurðir (=fiskur, lindýr, krabbadýr). 
Uppruni: Áfram er krafa um að upplýsa um uppruna ef skortur á þeim upplýsingum getur verið villandi.  Skylt verður að upplýsa um uppruna á svínakjöti, kindakjöti, geitakjöti, fuglakjöti – fersku og frosnu. Að auki verður krafa um upplýsingar um uppruna aðalhráefnis, ef uppruni vöru er gefinn upp og er ekki sá sami og uppruni aðalhráefnis. Komin er út reglugerð ESB nr. 1337/2013 um upprunamerkingar á kjöti sem lýsir útfærslu þessara merkinga. 
Geymsluþol: Í reglugerð ESB kemur fram að litið er á matvæli sem heilsuskaðleg eftir síðasta notkunardag og því er ekki leyfilegt að selja þau eftir „notist eigi síðar en“ dagsetningu.  Hins vegar verður leyfilegt að selja matvæli áfram eftir „best fyrir“ dagsetningu. „Best fyrir“ lágmarksgeymsluþolsmerkingu má því ekki nota á tilbúin matvæli ef hætta er á að sjúkdómsvaldandi örverur geti fjölgað sér í þeim.
Pökkunardagur: Íslenska ákvæðið um að merkja skuli pökkunardag á kælivörur fellur út.
Fjarsala: Krafa er um að skylduupplýsingar séu aðgengilegar fyrir neytendur áður en kaup eru ákveðin og við afhendingu.
Eftirlíkingar/hliðstæður: Ef notað er staðgengilshráefni t.d. pizzatoppur í stað osts, á það að koma fram við vöruheiti. 
Vatnsinnihald: Ef kjötvörur og fiskafurðir, sem líta úr eins og heil stykki, innihalda meira en 5% af viðbættu vatni á það að koma fram við heiti vöru. Viðbætt vatn á alltaf að koma fram í innihaldslýsingu á kjöti, unnum kjötvörum (meat preparations) og óunnum fisk og óunnum lagarafurðum (unprocessed fishery products and unprocessed bivalve molluscs).
Viðbætt prótein af öðrum uppruna: Viðbætt prótein af öðrum dýrauppruna sem bætt í kjötafurðir (meat products), unnar kjötvörur (meat preparations) og lagarafurðir (fishery products) þurfa að koma fram við í vöru.
Samsett kjöt: Kjötafurðir (meat products), unnar kjötvörur (meat preparations) og lagarafurðir (fishery products) sem líta út fyrir að vera heil stykki, en eru samsett úr bitum, eiga að merkjast „samsett úr stykkjum úr kjöti“ og „samsett úr stykkjum úr fiski“.
Nanótækni: Innihaldsefni sem eru framleidd úr nanóefnum eiga að merkjast með „nanó“ í innihaldslýsingu.
Jurtaolía og jurtafeiti: Merkja á úr hvaða plöntu olían/feitin er unnin.
Reglur um næringargildi eru breyttar. Upplýsingar um næringargildi verða að vera samkvæmt nýju reglunum.  
Skylt verður að næringargildismerkja flest forpökkuð matvæli frá 13. desember 2016. Undantekningar koma fram í V. viðauka og 4. tl. 16. greinar.
Leyft verður að dreifa matvælum eftir „best fyrir“ dagsetningu. Það ber þó að aðgreina útrunnin matvæli með skýrum hætti í verslunum frá matvælum sem eru ekki komin fram yfir dagsetningu lágmarksgeymsluþols.

 

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...