Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslenskt ekki enn staðfest
Fréttir 7. september 2023

Íslenskt ekki enn staðfest

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands hafa sent áskoranir á afurðastöðvar til að hvetja þau til að taka upp Íslenskt staðfest staðalinn.

Engin afurðastöð hefur enn tekið merkið upp og hefur engin þeirra sem fengu fyrirspurnir frá Bændablaðinu hafið markvissa vinnu við upptöku merkisins.

Samkvæmt svörum frá Ágústi Torfa Haukssyni, framkvæmdastjóra Kjarnafæðis Norðlenska hf., ríkir jákvætt viðhorf innan þess fyrirtækis og er líklegt að vörur þess beri merkið í framtíðinni. Hann segist ekki sjá neinar stórar hindranir sem komi í veg fyrir upptöku merkisins, enda ekki flókið í eðli sínu og ljóst að flestar framleiðsluvörur fyrirtækisins uppfylli kröfur þess.

Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um hvenær vinna við upptöku merkisins gæti hafist, en hún fælist meðal annars í umbúðahönnun.

Mikill kostnaður

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir mikilvægt að neytendur viti hvort þeir séu að kaupa innlent eða innflutt kjöt. Íslenskt staðfest merkið getið verið gagnlegt séu umbúðamerkingar ekki skýrar. Ekki hafi verið tekin ákvörðun hjá SS hvort merkið verði tekið upp og því ekki hafin vinna að undirbúningi.

Steinþór segir helstu ástæðurnar fyrir því að upptaka merkisins sé ekki komin í farveg meðal annars þær að árlegur kostnaður við að nota merkið sé á bilinu 15–20 milljónir króna. Þar að auki felist mikill kostnaður í umbúðabreytingum. Samkvæmt honum er SS mjög sterkt vörumerki og ítarlega merkt hver uppruni afurðanna sé. Því sé ekki augljós ávinningur af því að færa fjármuni í Íslenskt staðfest úr öðrum markaðsmálum, þó það sé í skoðun.

Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, svaraði ekki fyrirspurnum Bændablaðsins, nema með því að verið væri að skoða þessi mál innan fyrirtækisins og ekki lægi fyrir hvort tekinn yrði upp Íslenskt staðfest staðallinn.

Á að gera neytendum auðvelt fyrir

Íslenskt staðfest er merki sem á að gera neytendum auðvelt fyrir að velja íslenskar vörur. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup fyrir Icelandic Lamb árið 2021, kjósa ríflega 80 prósent neytenda íslenskar vörur í verslunum, sé þess kostur.

Jafnframt segjast 70 prósent neytenda óánægðir með að erlendar kjötafurðir séu seldar undir íslenskum vörumerkjum. Á Norðurlöndunum hafa verið tekin upp samsvarandi merki, eins og Nyt Norge og Från Svergie, og hefur það sýnt sig að notkun þeirra eykur sölu.

Til að mega bera merkið Íslenskt staðfest þarf vara að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Varan er unnin og pökkuð á Íslandi; minnst 75 prósent innihalds í samsettum vörum þarf að vera íslenskt; og að lokum skal kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólk vera 100 prósent íslenskt. Óháð vottunarstofa fylgist með hvort vörur uppfylli kröfur merkisins.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...