Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.
Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.
Fréttir 2. mars 2018

Tvíkynhneigður, fjölþreifinn og blindur gæsasteggur fallinn frá

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gæsasteggurinn Thomas á Nýja-Sjálandi er látinn, fertugur að aldri. Steggurinn var ekki við eina fjölina felldur eða kyn og tegundina þegar kom að makavali. Síðustu sex ár ævinnar var hann í ástarþríhyrningi með svanapari.

Þrátt fyrir að líffræðilega sé ómögulegt að gæsir og álftir geti eignast saman unga tók Thomas fullan þátt í útungun og ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.

Steggurinn Thomas tók snemma upp á því að aðgreina sig frá öðrum gæsum og kaus félagsskap með svörtum svansstegg sem kallaðist Henry og deildu þeir lífinu saman í 24 ár. Meðan á samvistum Thomasar og Henry stóð tók Henry upp samband við kvenkyns álft sem kölluð er Henrietta. Þrátt fyrir það hélt Thomas samvistum við Henry og studdi álftaparið við ungauppeldið.

Þegar svanurinn Henry lést hélt Thomas sér með Henriettu í nokkur ár.

Frá 2013 hefur Thomas búið á griðlandi fyrir fugla í Wellington á Nýja-Sjálandi. Smám saman fór sjón hans versnandi sökum aldurs og undir lokin var hann blindur. Hann lést 3. febrúar síðastliðinn og verður sárt saknað, að sögn talsmanns fuglaverndunarsvæðisins. „Thomas var að mörgu leyti kynlegur fugl og starfsmönnunum þótti afar vænt um hann og gættu hans einstaklega vel og hans verður sárt saknað. Thomas verður jarðsettur við hlið sálufélaga síns, Henrys, í grafreit verndarsvæðisins.“

Skylt efni: Gæsir | álftir

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f