Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.
Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.
Fréttir 2. mars 2018

Tvíkynhneigður, fjölþreifinn og blindur gæsasteggur fallinn frá

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gæsasteggurinn Thomas á Nýja-Sjálandi er látinn, fertugur að aldri. Steggurinn var ekki við eina fjölina felldur eða kyn og tegundina þegar kom að makavali. Síðustu sex ár ævinnar var hann í ástarþríhyrningi með svanapari.

Þrátt fyrir að líffræðilega sé ómögulegt að gæsir og álftir geti eignast saman unga tók Thomas fullan þátt í útungun og ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.

Steggurinn Thomas tók snemma upp á því að aðgreina sig frá öðrum gæsum og kaus félagsskap með svörtum svansstegg sem kallaðist Henry og deildu þeir lífinu saman í 24 ár. Meðan á samvistum Thomasar og Henry stóð tók Henry upp samband við kvenkyns álft sem kölluð er Henrietta. Þrátt fyrir það hélt Thomas samvistum við Henry og studdi álftaparið við ungauppeldið.

Þegar svanurinn Henry lést hélt Thomas sér með Henriettu í nokkur ár.

Frá 2013 hefur Thomas búið á griðlandi fyrir fugla í Wellington á Nýja-Sjálandi. Smám saman fór sjón hans versnandi sökum aldurs og undir lokin var hann blindur. Hann lést 3. febrúar síðastliðinn og verður sárt saknað, að sögn talsmanns fuglaverndunarsvæðisins. „Thomas var að mörgu leyti kynlegur fugl og starfsmönnunum þótti afar vænt um hann og gættu hans einstaklega vel og hans verður sárt saknað. Thomas verður jarðsettur við hlið sálufélaga síns, Henrys, í grafreit verndarsvæðisins.“

Skylt efni: Gæsir | álftir

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...