Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.
Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.
Fréttir 2. mars 2018

Tvíkynhneigður, fjölþreifinn og blindur gæsasteggur fallinn frá

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gæsasteggurinn Thomas á Nýja-Sjálandi er látinn, fertugur að aldri. Steggurinn var ekki við eina fjölina felldur eða kyn og tegundina þegar kom að makavali. Síðustu sex ár ævinnar var hann í ástarþríhyrningi með svanapari.

Þrátt fyrir að líffræðilega sé ómögulegt að gæsir og álftir geti eignast saman unga tók Thomas fullan þátt í útungun og ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.

Steggurinn Thomas tók snemma upp á því að aðgreina sig frá öðrum gæsum og kaus félagsskap með svörtum svansstegg sem kallaðist Henry og deildu þeir lífinu saman í 24 ár. Meðan á samvistum Thomasar og Henry stóð tók Henry upp samband við kvenkyns álft sem kölluð er Henrietta. Þrátt fyrir það hélt Thomas samvistum við Henry og studdi álftaparið við ungauppeldið.

Þegar svanurinn Henry lést hélt Thomas sér með Henriettu í nokkur ár.

Frá 2013 hefur Thomas búið á griðlandi fyrir fugla í Wellington á Nýja-Sjálandi. Smám saman fór sjón hans versnandi sökum aldurs og undir lokin var hann blindur. Hann lést 3. febrúar síðastliðinn og verður sárt saknað, að sögn talsmanns fuglaverndunarsvæðisins. „Thomas var að mörgu leyti kynlegur fugl og starfsmönnunum þótti afar vænt um hann og gættu hans einstaklega vel og hans verður sárt saknað. Thomas verður jarðsettur við hlið sálufélaga síns, Henrys, í grafreit verndarsvæðisins.“

Skylt efni: Gæsir | álftir

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f