Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
NEF 6 cylinders metangasvélin sem kynnt var á sýningunni í Hannover.
NEF 6 cylinders metangasvélin sem kynnt var á sýningunni í Hannover.
Fréttir 13. desember 2017

Minna mengandi metangasvél fyrir sjálfbæran landbúnað

Höfundur: Hörður Kristjánsson
FPT Industrial kynnti nú í nóvember í fyrsta sinn í Evrópu NEF 6 cylinders metangasvél (Natural Gas – NG) á landbúnaðar­sýningunni  Agri­technica í Hannover í Þýskalandi.  
 
Þessi frumgerð vélarinnar er það sem FPT Industrial kallar „Naturally powerful“ og stendur fyrir hámarks hreinleika á orkulausnum sem eru sérhannaðar fyrir sjálfbæran landbúnað. Fyrir bændur sem eiga möguleika á að framleiða sitt eigið eldsneyti. 
 
Gasknúna vélin sem kynnt var á Agritechnica-sýningunni í Hannover er sögð skila sama afli og togkrafti og sambærileg dísilvél. Einnig á endingin að vera sambærileg sem og viðhald. Í útblæstri skilar vélin að lágmarki 10% minni CO2 í samanburði við dísilvélar og er útlásturinn sagður nálægt núlli þegar notað er lífgas. Þá er mengunin frá vélinni sögð í heild vera 80% minni en í sambærilegri dísilvél. 
 
Fyrirtækið hefur yfir 20 ára reynslu í hönnun og smíði metangasknúinna véla og hefur selt yfir 30 þúsund NG vélar um allan heim. Þá er FPT Industrial  einnig frumkvöðull í að kynna notkun á sérhæfðum metangasvélum til notkunar í dráttarvélar fyrir torfærur. 
 
FPT Industrial er fyrirtækjamerki undir hatti CNH International sem varð til úr samruna International Harvester, Case og New Holland. Yfir 8.000 manns starfa hjá FPT Industrial í tíu verksmiðjum og sjö rannsóknar- og þróunarmiðstöðvum. Sölukerfi fyrirtækisins nær til nær 100 landa. Í boði er lína 6 ólíkra aflvéla frá 42 – 1.0086 hestöfl. Einnig skiptingar með hámarkstog upp frá 200 upp í 500 Newtonmetra. Þá býður fyrirtækið framöxla frá 2-32 tonna brúttóþyngd.  
Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...