Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
NEF 6 cylinders metangasvélin sem kynnt var á sýningunni í Hannover.
NEF 6 cylinders metangasvélin sem kynnt var á sýningunni í Hannover.
Fréttir 13. desember 2017

Minna mengandi metangasvél fyrir sjálfbæran landbúnað

Höfundur: Hörður Kristjánsson
FPT Industrial kynnti nú í nóvember í fyrsta sinn í Evrópu NEF 6 cylinders metangasvél (Natural Gas – NG) á landbúnaðar­sýningunni  Agri­technica í Hannover í Þýskalandi.  
 
Þessi frumgerð vélarinnar er það sem FPT Industrial kallar „Naturally powerful“ og stendur fyrir hámarks hreinleika á orkulausnum sem eru sérhannaðar fyrir sjálfbæran landbúnað. Fyrir bændur sem eiga möguleika á að framleiða sitt eigið eldsneyti. 
 
Gasknúna vélin sem kynnt var á Agritechnica-sýningunni í Hannover er sögð skila sama afli og togkrafti og sambærileg dísilvél. Einnig á endingin að vera sambærileg sem og viðhald. Í útblæstri skilar vélin að lágmarki 10% minni CO2 í samanburði við dísilvélar og er útlásturinn sagður nálægt núlli þegar notað er lífgas. Þá er mengunin frá vélinni sögð í heild vera 80% minni en í sambærilegri dísilvél. 
 
Fyrirtækið hefur yfir 20 ára reynslu í hönnun og smíði metangasknúinna véla og hefur selt yfir 30 þúsund NG vélar um allan heim. Þá er FPT Industrial  einnig frumkvöðull í að kynna notkun á sérhæfðum metangasvélum til notkunar í dráttarvélar fyrir torfærur. 
 
FPT Industrial er fyrirtækjamerki undir hatti CNH International sem varð til úr samruna International Harvester, Case og New Holland. Yfir 8.000 manns starfa hjá FPT Industrial í tíu verksmiðjum og sjö rannsóknar- og þróunarmiðstöðvum. Sölukerfi fyrirtækisins nær til nær 100 landa. Í boði er lína 6 ólíkra aflvéla frá 42 – 1.0086 hestöfl. Einnig skiptingar með hámarkstog upp frá 200 upp í 500 Newtonmetra. Þá býður fyrirtækið framöxla frá 2-32 tonna brúttóþyngd.  
Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...