Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir setur ráðstefnuna Hver er sérstaða íslensk landbúnaðar?
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir setur ráðstefnuna Hver er sérstaða íslensk landbúnaðar?
Mynd / smh
Fréttir 15. mars 2019

Innflutningsmál, sýklalyf og tækifæri í landbúnaði til umræðu á ráðstefnu ársfundar BÍ

Höfundur: smh

Guðrún Sigríður Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands setti eftir hádegi í dag opna ráðstefnu sem haldin er í tengslum við ársfund Bændasamtaka Íslands 2019 á Hótel Örk í Hveragerði.

Ráðstefnan er haldin undir yfirskriftinni Hver er sérstaða íslensk landbúnaðar? Í setningarræðunni gerði Guðrún  frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra meðal annars að umræðuefni, sem heimilar innflutning á hráu og ófrystu kjöti, hráum eggjum og mjólkurvörum. Sagði hún að afar mikilvægt væri að Ísland varðveitti sérstöðu sína varðandi eigin matvælaframleiðslu og nýti sóknarfærin sem þessi staða gefi til að bæta hag bænda.

Umræðan undanfarna daga sýni að almenningi standi ekki á sama um íslenskan landbúnað.

Hún sagði að bændur telji að sér stafi ógn af innflutningi eins og frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir og engin skynsamleg rök mæli með því að fórna þeirri frábæru stöðu sem við búum við í dag hvað varðar hreinleika íslenskra landbúnaðarafurða. Hún sagði að sjónarmiðin sem virðast ráða för snúi að viðskiptahagsmunum og viðskiptafrelsi. Nýleg skoðanakönnun sýni að 58 prósent aðspurða vilja halda áfram í það fyrirkomulag sem verið hefur með innflutning á hráu kjöti.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnugesti eftir setningarræðu Guðrúnar. Hún ræddi svolítið um nýja matvælastefnu sem er í burðarliðnum, loftslagsmálin og vandamál tengd matvælasóun og vék svo talinu aðeins að innflutningsfrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Sagði hún að óhjákvæmilegt hafi verið að breyta lögum hér á landi í samræmi við dóm EFTA-dómstólsins, um það meðal annars að óheimilt væri að setja skilyrði um að innflutt hrátt kjöt væri fryst. Það væri þó hennar skoðun að matvælalöggjöf Evrópusambandsins hefði ekki tekið nauðsynlegum breytingum. Katrín sagði að löggjöfin grundvallaðist fyrst og fremst á viðskiptahagsmunum, meðal annars þess að hægt væri að flytja vörur og þjónustu frjálst yfir landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hún hefði hins vegar ekki tekið nauðsynlegum breytingum; að hún taki tillit til dýraheilbrigðis, sýklalyfjaónæmis, matvælaöryggis og fæðuöryggis.

Íslensk stjórnvöld hafi komið þessum sjónarmiðum á framfæri við embættismenn Evrópusambandsins; að óásættanlegt væri að ekki sé tekið tillit til þessara þátta gagnvart Íslandi.

Viðbragð íslenskra stjórnvalda við dómnum væri meðal annars að setja í gang aðgerðaráætlun um sýklalyfjaónæmi, auk þess sem varnir verði reistar gagnvart kampýlóbakter og salmonellu.

Fyrir hádegi voru hefðbundin aðalfundarstörf ársfundarins, en ráðstefnan stendur yfir í dag til klukkan fjögur. Í kvöld er svo bændahátíð á Hótel Örk.

Ráðstefnugestir á Hótel Örk.

 

Dagskrá ráðstefnunnar og bændahátíðarinnar er eftirfarandi:

Setning ráðstefnu: Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður BÍ

Ávarp: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Einstök staða íslensks landbúnaðar er varðar smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Landspítalann

Hvernig tölum við um lýðheilsu og matvælaframleiðslu?
Eiríkur Már Guðleifsson, viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu

Kaffihlé

Lífræn ræktun – Hvert er lífræn framleiðsla að stefna í heiminum?
Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, Verndun og ræktun – félags framleiðenda í lífrænum búskap

Ný tækifæri í landbúnaði og sölu á afurðum bænda
Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi

Íslenska ullin: vannýtt auðlind
Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi og eigandi smáspunaverksmiðjunnar Uppspuna

REKO á Íslandi – sala á búvörum í gegnum Facebook
Oddný Anna Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Matarauði Íslands

Pallborðsumræður fyrir kaffihlé og að erindum loknum
Ráðstefnustjóri: Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands


BÆNDAHÁTÍÐ Á HÓTEL ÖRK

Bændahátíð á Hótel Örk hefst kl. 20.00 - miðapantanir neðst á síðunni

Skemmtiatriði: 
Sólmundur Hólm
Feðginin Dagný Halla Björnsdóttir og Björn Þórarinsson taka lagið
Hjörtur Benediktsson fer með gamanmál
Ballhljómsveitin Allt í einu

Þriggja rétta máltíð á Hótel Örk

Matseðill
Forréttur Léttsteiktur humar á salatbeði,
marineraðir tómatar og sítrónusósa

Aðalréttur Hægeldaður lambahryggvöðvi,
kartöfluterrine, bakað rótargrænmeti og
jurtasósa

Eftirréttur Skyrostakaka, bláber, hafrar og
sítrónusorbet

Veislustjóri er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...