Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Lesendarýni 28. desember 2023

Komið er að skuldadögum

Höfundur: Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Það er komið að skuldadögum í orkumálum. Það er fyrirsjáanlegur orkuskortur í landinu og fyrir Alþingi liggur fyrir neyðarfrumvarp sem snýst um að bjarga vetrinum.

Frumvarpið felur í sér skammtímalausn til þess að tryggja orku til heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja en allir eru sammála um að slík trygging sé nauðsynleg. Staðan sem við horfumst í augu við í orkumálum er heimagerður vandi. Við höfum ekkert gert sem heitið getur í grænorkumálum í 15 til 20 ár, bæði hvað varðar rafmagn og heitt vatn.

Ég hef verið að benda á þetta í tvö ár og það er kannski það eina jákvæða í stöðunni að nú sé fólk farið að hlusta.

Ég er gjarnan spurður hvenær og hvort ég ætli ekki að virkja meira. Ég mun ekkert virkja, það eru orkufyrirtækin sem reisa og reka virkjanir. Það má öllum vera ljóst að við höfum stigið stór skref í því sem snýr að okkur. Við rufum níu ára pólitíska kyrrstöðu með samþykkt Rammaáætlunar.

Stærsta einföldunarmál sögunnar í orkumálum var samþykkt með aflaukningarfrumvarpinu sem feluríséraðhægteraðfaraí tæknibreytingar á þeim virkjunum sem þegar eru til staðar með það að markmiði að ná út úr þeim meira afli, án þess að þær breytingar þurfi að fara í gegnum Rammaáætlun. Við samþykktum orkusparnaðarfrumvarp, gjarnan kennt við varmadælur sem tryggir betri orkunýtni. Við höfum sett af stað stærsta jarðhitaleitarátak aldarinnar og það fyrsta í einn og hálfan áratug, sem er löngu tímabært. Þrjú frumvörp um sameiningu átta stofnana í þrjár, á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, hafa verið samþykkt í ríkisstjórn. Við höfum unnið að einföldun leyfisveitingaferla varðandi græna orkuöflun. Í vikunni verða kynntar hugmyndir um nýtt einfaldað fyrirkomulag um vindorku.

Niðurstaða starfshóps um skattalegt umhverfi orkuvinnslu mun væntanlega liggja fyrir á næstu dögum en hópnum er m.a. ætlað að kanna leiðir til að ávinningur vegna auðlindanýtingar skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga.

Neyðarfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi tekur á skammtímavandanum. Við erum löngu byrjuð að taka stór skref til þess að finna lausnir til lengri tíma. Nú skiptir máli að orkufyrirtækin, þingið og þjóðin standi saman um öflun grænnar orku í landinu.

Skylt efni: orkumál

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...