Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Horft til framtíðar
Af vettvangi Bændasamtakana 30. september 2024

Horft til framtíðar

Höfundur: Nanna Jónsdóttir, formaður fagráðs og deildar/félags hrossabænda.

Síðastliðið ár hefur deild/félag hrossabænda verið í samtali við matvælaráðuneytið um málefni hrossaræktarinnar sem hefur m.a. leitt til gildistöku nýrrar reglugerðar nr. 1006/2024 um þróunarfé í hrossarækt.

Nanna Jónsdóttir

Er nú auglýst í fyrsta sinn eftir umsóknum til styrktar hrossaræktar á Íslandi í gegnum umsóknarkerfið
Afurð. Vonumst við til þess að þetta fyrirkomulag sé komið til að vera.

Samhliða þessum breytingum verður Stofnverndarsjóður lagður niður í lok árs en innheimta í Stofnverndarsjóð hefur verið í lausu lofti síðastliðin ár. Eftirstöðvar sjóðsins eru áætlaðar um 70 millj. kr. og erum við að gera ráð fyrir að þær fari mestmegnis í uppfærslu á Worldfeng og/eða önnur verkefni sem fagráð telur aðkallandi fyrir íslenska hrossarækt. Worldfengur er að sjálfsögðu okkur mjög ofarlega í huga og í forgangi. Þess vegna er mikilvægt að verk- og kostnaðaráætlun liggi fyrir sem fyrst vegna uppfærslu á Worldfeng ásamt því að stjórn Worldfengs skili af sér niðurstöðum þarfagreiningar sem hún hefur unnið að síðustu ár. Einnig mun stjórn deildar/félags hrossabænda fara yfir málefni Worldfengs hér innanlands og hvernig þeim verður best fyrir komið til framtíðar.

Það er fagnaðarefni að hrossaræktin er nú komin undir þróunarfé búgreina og munum við nýta næstu tvö ár til frekara samtals við matvælaráðuneytið um málefni íslenska hestsins. Fróðlegt verður að sjá hver eftirspurn og þörf fyrir þróunarfé í hrossarækt verður en afar mikilvægt er fyrir okkur að fá yfirsýn yfir það fyrir næstu samninga um þróunarfé, sem verða árið 2026. En það er alveg ljóst að mörg og brýn rannsóknarverkefni liggja fyrir í íslenskri hrossarækt.

Ég tel því gríðarleg sóknarfæri vera í kringum verkefni hestsins. Auka þarf skilvirkni og skýra línur, tryggja til framtíðar að málefni íslenska hestsins séu á borðum þeirra sem eru kjörnir af greininni hverju sinni. Matvælaráðuneytinu vil ég þakka sérstaklega fyrir gott samstarf og hlakka til frekara samtals.

Ég hvet alla sem vinna að verkefnum sem auka þekkingu á hrossarækt, íslenska hrossastofninum og stuðla að góðri velferð hestsins til að sækja um þróunarfé í gegnum afurd.is. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk.

Skylt efni: Hrossarækt

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...