Horft til framtíðar
Af vettvangi Bændasamtakana 30. september 2024

Horft til framtíðar

Höfundur: Nanna Jónsdóttir, formaður fagráðs og deildar/félags hrossabænda.

Síðastliðið ár hefur deild/félag hrossabænda verið í samtali við matvælaráðuneytið um málefni hrossaræktarinnar sem hefur m.a. leitt til gildistöku nýrrar reglugerðar nr. 1006/2024 um þróunarfé í hrossarækt.

Nanna Jónsdóttir

Er nú auglýst í fyrsta sinn eftir umsóknum til styrktar hrossaræktar á Íslandi í gegnum umsóknarkerfið
Afurð. Vonumst við til þess að þetta fyrirkomulag sé komið til að vera.

Samhliða þessum breytingum verður Stofnverndarsjóður lagður niður í lok árs en innheimta í Stofnverndarsjóð hefur verið í lausu lofti síðastliðin ár. Eftirstöðvar sjóðsins eru áætlaðar um 70 millj. kr. og erum við að gera ráð fyrir að þær fari mestmegnis í uppfærslu á Worldfeng og/eða önnur verkefni sem fagráð telur aðkallandi fyrir íslenska hrossarækt. Worldfengur er að sjálfsögðu okkur mjög ofarlega í huga og í forgangi. Þess vegna er mikilvægt að verk- og kostnaðaráætlun liggi fyrir sem fyrst vegna uppfærslu á Worldfeng ásamt því að stjórn Worldfengs skili af sér niðurstöðum þarfagreiningar sem hún hefur unnið að síðustu ár. Einnig mun stjórn deildar/félags hrossabænda fara yfir málefni Worldfengs hér innanlands og hvernig þeim verður best fyrir komið til framtíðar.

Það er fagnaðarefni að hrossaræktin er nú komin undir þróunarfé búgreina og munum við nýta næstu tvö ár til frekara samtals við matvælaráðuneytið um málefni íslenska hestsins. Fróðlegt verður að sjá hver eftirspurn og þörf fyrir þróunarfé í hrossarækt verður en afar mikilvægt er fyrir okkur að fá yfirsýn yfir það fyrir næstu samninga um þróunarfé, sem verða árið 2026. En það er alveg ljóst að mörg og brýn rannsóknarverkefni liggja fyrir í íslenskri hrossarækt.

Ég tel því gríðarleg sóknarfæri vera í kringum verkefni hestsins. Auka þarf skilvirkni og skýra línur, tryggja til framtíðar að málefni íslenska hestsins séu á borðum þeirra sem eru kjörnir af greininni hverju sinni. Matvælaráðuneytinu vil ég þakka sérstaklega fyrir gott samstarf og hlakka til frekara samtals.

Ég hvet alla sem vinna að verkefnum sem auka þekkingu á hrossarækt, íslenska hrossastofninum og stuðla að góðri velferð hestsins til að sækja um þróunarfé í gegnum afurd.is. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk.

Skylt efni: Hrossarækt

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts
Lesendarýni 19. september 2024

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts

Í Bændablaðinu 2.11. 2023 var fjallað um bindingu CO2 vegna framleiðslu kindakjö...

Skýrsla um raunveruleikann
Lesendarýni 18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Ástandið í íslenskum landbúnaði er víðs vegar þungt og mannskapurinn er þreyttur...