Frá fundi loðdýrabænda á búgreinaþingi.
Frá fundi loðdýrabænda á búgreinaþingi.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 17. mars 2023

Alvarlega farið að þrengja að

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staða loðdýrabænda er tæp að sögn formanns búgreinadeildar loðdýra vegna slæmrar afkomu í greininni í mörg ár og lítil von um að þeir geti haldið starfsemi sinni áfram ef ekkert breytist fljótlega.

Átta loðdýrabú eru starfandi á landinu í dag og Einar E. Einarsson var endurkjörinn formaður búgreinadeildar loðdýra hjá Bændasamtökum Íslands. Þorbjörn Sigurðsson sagði sig úr stjórninni og Hjalti Logason var kosinn í hans stað.

„Eins og staðan er í dag er alvarlega farið að þrengja að okkur loðdýrabændum og takmörk fyrir því hvað við getum haldið áfram við óbreytta stöðu og lágt verð.“ Einar segir að einna hæst hafi borið á fundi þeirra á búgreinaþingi erindi tveggja danskra gesta. „Annar var formaður Dansk mink, nýrra samtaka loðdýrabænda í Danmörku, og hinn fulltrúi frá Saga furs. Þau fóru yfir stöðuna á markaðnum, framleiðsluna í heiminum og hvað er að gerast í samskiptum við stjórnvöld í Danmörku og enduruppbyggingu á greininni þar.

Að þeirra sögn hafa þrjú bú hafið eldi á minkum sem fluttir voru inn frá Spáni. Umfangið er ekki mikið, eða um fimm þúsund læður. Að sögn þeirra er enn þá áhugi á að kaupa loðdýr héðan en ekkert í hendi með það eins og er. Sjálfur tel ég að þegar öllu er á botninn hvolft og skinnasalan kemst í lag og verðið verður um og í kringum kostnaðarverð framleiðslunnar þá komist líf aftur í bransann og eitthvað jákvætt farið að gerast.“

Velferð hrossa - seinni grein
Lesendarýni 28. mars 2023

Velferð hrossa - seinni grein

Í þessari grein verða tvö atriði skoðuð nánar sem tæpt var á í grein í þarsíðast...

Þess vegna eigum við að standa vörð um íslenska sauðfjárrækt
Lesendarýni 28. mars 2023

Þess vegna eigum við að standa vörð um íslenska sauðfjárrækt

Heimsfaraldur kórónuveiru og innrás Rússa í Úkraínu hefur kallað á endurskoðun á...

Raunveruleg staða nautgriparæktar
Lesendarýni 27. mars 2023

Raunveruleg staða nautgriparæktar

Staða nautakjötsframleiðslunnar á Íslandi er grafalvarleg svo ekki meira sé sagt...

Nýtt upphaf – matvælaframleiðsla á breiðari grunni
Lesendarýni 27. mars 2023

Nýtt upphaf – matvælaframleiðsla á breiðari grunni

Nýverið var kynnt skýrsla um eflingu kornræktar sem ber heitið „Bleikir akrar: a...

Skráning, ræktun, fræðsla, þjálfun og keppni
Lesendarýni 21. mars 2023

Skráning, ræktun, fræðsla, þjálfun og keppni

Smalahundafélag Íslands (SFÍ) er félag áhugamanna um ræktun, þjálfun og notkun B...

Litaerfðir hjá sauðfé
Lesendarýni 20. mars 2023

Litaerfðir hjá sauðfé

Hér höldum við áfram flakki okkar um yfirlitsgreinina Genetics of the phenotypic...

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt
Lesendarýni 17. mars 2023

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt

Valdimar Ingi Gunnarsson fer mikinn í Bændablaðinu þann 17. febrúar 2023 í gagnr...

Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsög...