Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Frá fundi loðdýrabænda á búgreinaþingi.
Frá fundi loðdýrabænda á búgreinaþingi.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 17. mars 2023

Alvarlega farið að þrengja að

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staða loðdýrabænda er tæp að sögn formanns búgreinadeildar loðdýra vegna slæmrar afkomu í greininni í mörg ár og lítil von um að þeir geti haldið starfsemi sinni áfram ef ekkert breytist fljótlega.

Átta loðdýrabú eru starfandi á landinu í dag og Einar E. Einarsson var endurkjörinn formaður búgreinadeildar loðdýra hjá Bændasamtökum Íslands. Þorbjörn Sigurðsson sagði sig úr stjórninni og Hjalti Logason var kosinn í hans stað.

„Eins og staðan er í dag er alvarlega farið að þrengja að okkur loðdýrabændum og takmörk fyrir því hvað við getum haldið áfram við óbreytta stöðu og lágt verð.“ Einar segir að einna hæst hafi borið á fundi þeirra á búgreinaþingi erindi tveggja danskra gesta. „Annar var formaður Dansk mink, nýrra samtaka loðdýrabænda í Danmörku, og hinn fulltrúi frá Saga furs. Þau fóru yfir stöðuna á markaðnum, framleiðsluna í heiminum og hvað er að gerast í samskiptum við stjórnvöld í Danmörku og enduruppbyggingu á greininni þar.

Að þeirra sögn hafa þrjú bú hafið eldi á minkum sem fluttir voru inn frá Spáni. Umfangið er ekki mikið, eða um fimm þúsund læður. Að sögn þeirra er enn þá áhugi á að kaupa loðdýr héðan en ekkert í hendi með það eins og er. Sjálfur tel ég að þegar öllu er á botninn hvolft og skinnasalan kemst í lag og verðið verður um og í kringum kostnaðarverð framleiðslunnar þá komist líf aftur í bransann og eitthvað jákvætt farið að gerast.“

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023
Lesendarýni 22. september 2023

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023

Í júní síðastliðnum samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sérstakar ráðst...

Landsbyggðin lifi
Lesendarýni 15. september 2023

Landsbyggðin lifi

Samtökin Landsbyggðin lifi voru stofnuð formlega árið 2001 sem íslenski armur sa...

Brókarvatn og borusveppir
Lesendarýni 14. september 2023

Brókarvatn og borusveppir

Eitthvað var það. Jafnvel eitthvað áhugavert. En um leið og ég settist niður til...

Skógrækt í viðkvæmri náttúru Íslands
Lesendarýni 13. september 2023

Skógrækt í viðkvæmri náttúru Íslands

Samtökin Landvernd og Vinir íslenskrar náttúru (natturuvinir.is) stóðu fyrir nok...

Til í samtalið við bændur
Lesendarýni 12. september 2023

Til í samtalið við bændur

Ég fór á fund Bændasamtakanna á Selfossi á dögunum. Þetta var lokafundur í funda...

Áhættumatið og fjárhagslegur ávinningur
Lesendarýni 11. september 2023

Áhættumatið og fjárhagslegur ávinningur

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og grein Ragnars Jóhannssonar, rannsók...

Landeigendum boðnir óhagstæðir vindorkusamningar
Lesendarýni 4. september 2023

Landeigendum boðnir óhagstæðir vindorkusamningar

Fyrr á þessu ári fékk ég að lesa yfir samning milli innlends félags og landeigan...

Áhættumatið, forsendurnar og vöktunin
Lesendarýni 1. september 2023

Áhættumatið, forsendurnar og vöktunin

Í grein Ragnars Jóhannssonar, rannsóknastjóra fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun,...