Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá fundi loðdýrabænda á búgreinaþingi.
Frá fundi loðdýrabænda á búgreinaþingi.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 17. mars 2023

Alvarlega farið að þrengja að

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staða loðdýrabænda er tæp að sögn formanns búgreinadeildar loðdýra vegna slæmrar afkomu í greininni í mörg ár og lítil von um að þeir geti haldið starfsemi sinni áfram ef ekkert breytist fljótlega.

Átta loðdýrabú eru starfandi á landinu í dag og Einar E. Einarsson var endurkjörinn formaður búgreinadeildar loðdýra hjá Bændasamtökum Íslands. Þorbjörn Sigurðsson sagði sig úr stjórninni og Hjalti Logason var kosinn í hans stað.

„Eins og staðan er í dag er alvarlega farið að þrengja að okkur loðdýrabændum og takmörk fyrir því hvað við getum haldið áfram við óbreytta stöðu og lágt verð.“ Einar segir að einna hæst hafi borið á fundi þeirra á búgreinaþingi erindi tveggja danskra gesta. „Annar var formaður Dansk mink, nýrra samtaka loðdýrabænda í Danmörku, og hinn fulltrúi frá Saga furs. Þau fóru yfir stöðuna á markaðnum, framleiðsluna í heiminum og hvað er að gerast í samskiptum við stjórnvöld í Danmörku og enduruppbyggingu á greininni þar.

Að þeirra sögn hafa þrjú bú hafið eldi á minkum sem fluttir voru inn frá Spáni. Umfangið er ekki mikið, eða um fimm þúsund læður. Að sögn þeirra er enn þá áhugi á að kaupa loðdýr héðan en ekkert í hendi með það eins og er. Sjálfur tel ég að þegar öllu er á botninn hvolft og skinnasalan kemst í lag og verðið verður um og í kringum kostnaðarverð framleiðslunnar þá komist líf aftur í bransann og eitthvað jákvætt farið að gerast.“

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...