Síðasti minkabóndinn gefst ekki upp
Ásgeir Pétursson, eigandi Dalsbús í Mosfellsdal, er nú eini minkabóndinn á Íslandi og hyggst halda áfram rekstri ásamt syni sínum þrátt fyrir óvissa framtíð greinarinnar. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa leyft loðdýraeldi að leggjast hartnær af og telur fjölbreytni í landbúnaði lífsnauðsynlega.






