Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Á landinu eru 8.500 minkalæður og hafa kynbótadýr ekki verið flutt inn í áratug.
Á landinu eru 8.500 minkalæður og hafa kynbótadýr ekki verið flutt inn í áratug.
Mynd / ál
Fréttir 5. maí 2025

Minkabændur skiptast á kynbótadýrum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Minkabændur eru komnir með áætlun um skipti á dýrum sín á milli til þess að koma í veg fyrir skyldleikaræktun og til þess að lyfta heildinni öllum til hagsbóta.

Á landinu eru eingöngu sex minkabú starfandi sem eiga samtals 8.500 læður. Ekki hefur verið hægt að flytja inn erlend kynbótadýr frá árinu 2015. Áætlunin felst að mestu leyti í því að bændurnir geri skipti sín á milli á bestu högnunum. Ditte Clausen, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), hefur séð um verkefnið fyrir hönd minkabænda.

Gagnsæi mikilvægt

„Stofninn á Íslandi er mjög lítill og dýrin eru í mismunandi litum, eða fimm aðallitum og þar undir eru fágætari litir. Það er ekki hægt að blanda öllum litum saman því það getur komið niður á ákveðnum eiginleikum. Því má segja að í sumum litum sé stofninn enn þá minni,“ segir Ditte.

Hún tekur fram að verkefni sem þetta byggist mikið á trausti og gagnsæi. Það sé eðlilegt að bændur geri kröfur um gæði kynbótagripanna, því til að mynda háralengd og stærð skinnanna hafi mikil áhrif á söluverðið. „Búin eru ólík, en það eru góð dýr á öllum bæjum.“ Ditte hefur fengið leyfi hjá bændunum til þess að skoða skýrsluhaldskerfið á hverju búi þar sem hún sér flokkunina á hverju skinni og hefur hún lagt fram tillögu að fjölda högna sem hvert bú þarf að halda eftir til þess að dreifa á milli búa.

Eftirpelsunarhögnar á milli bæja

„Bændurnir vilja skipta á eftirpelsunarhögnum, sem eru högnar sem fá að lifa eftir pörun. Það má orða það þannig að þetta séu úrvalshögnar sem bóndinn hefði viljað nota aftur,“ segir Ditte, en yfirleitt eru þeir notaðir einu sinni eða tvisvar á hverju búi. Hún leggur jafnframt til að bændurnir geri skipti á ungum hvolpum, sem hentar sumum betur. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir geti gert bæði.“

Minkabændur hafa fengið aðgang að skinnaflokkun og meðalverði hver annars til þess að tryggja gagnsæi. Bændurnir hafa hist og skoðað skinn frá öllum búum til þess að gera sér grein fyrir veikleikum og styrkleikum hvers bús. Á landinu eru sex minkabú starfandi og ætla öll að taka þátt.

Samræmi með einum flokkunarmanni

Minkabændurnir ætla að fá erlendan flokkunarmann til þess að flokka lífdýr fyrir pelsun á öllum búunum. Með því að hafa einn flokkunarmann geta minkabændurnir gengið að því vísu að dýrin sem fara í skipti séu metin á sama hátt. Það getur þýtt að stofninn verði jafnframt einsleitari þar sem áherslurnar verða svipaðar.

Ditte mun síðan skipta minkunum niður á bú eftir að niðurstöður flokkunarinnar liggja fyrir. Þá getur hún áttað sig á hverjir hafa náð árangri á vissum sviðum og hvar þeir geta sótt eiginleika frá öðrum búum. „Það er ekki sjálfgefið að bændur séu góðir í öllum litum því það eru ekki endilega sömu atriðin í öllum litum sem skipta máli þegar kemur að skinnagæðum.“

Erfitt að hefja innflutning

Innflutningur á lifandi minkum hefur legið niðri síðan það kom upp stór faraldur veirusjúkdóms í minkum í Danmörku árið 2015 sem heitir plasmacytosis. „Ég myndi segja að það komi aðeins til greina að flytja inn frá Danmörku, en samt ekki, því það eru bara minkar á Jótlandi og þar er hvolpaveiki ríkjandi í villtum refum. Það þarf mikinn undirbúning til að finna bú þar sem hægt væri að sækja dýr, en síðan er ekki einfalt að byrja innflutning aftur því það vantar einangrunarbú. Ef það kæmi til innflutnings þyrfti einangrunarbúið að vera á Suðurlandi þar sem eina fóðurstöð landsins er.“ Síðasta einangrunarbúið var á Mel í Skagafirði.

Ditte segir að minkaskipti af þessu tagi hafi tíðkast í Danmörku. „Ef það var einhver með lakari skinnagæði fengu þau meira en helming högnanna sem þau þurftu að nota frá öðrum búum. Þá var hægt að lyfta því búi upp og gátu aðrir bændur sótt erfðaefni til viðkomandi bús eftir nokkur ár.“ Ef þetta verkefni gengur að óskum segir Ditte hægt að gera ráð fyrir að öll minkabú landsins nái meiri árangri. Þegar bændurnir eru svona fáir skiptir máli að hjálpast að frekar en að vera í samkeppni, en Ditte tekur fram að samheldnin hafi alltaf verið mikil innan þessarar búgreinar.

Fyrstu skiptin í ár

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir fundinn þar sem minkabændur skoðuðu skinn frá hver öðrum hafa verið gagnlegan. Honum sýnist flest búin vera nokkuð áþekk þegar kemur að gæðum þó svo að áherslurnar séu ekki endilega þær sömu. „Svo ætlar Ditte að koma með tölur frá uppboðshúsinu sem flokkar öll skinnin. Þá sjáum við betur hvernig staðan er á hverju búi,“ segir Björn. Áætlað er að fyrstu minkaskiptin verði á þessu ári. „Við látum bestu högnana lifa eftir pörun og skiptumst svo á þeim eftir fyrirmælum frá Ditte.“

Skylt efni: loðdýrarækt

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...