Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verð komið í 6 þúsund krónur á skinn og stendur undir framleiðslukostnaði
Fréttir 29. apríl 2021

Verð komið í 6 þúsund krónur á skinn og stendur undir framleiðslukostnaði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Þetta er rosalega ánægjulegt,“ segir Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og formaður Sambands loðdýrabænda, um nýafstaðið uppboð á skinnum í Kaupmannahöfn. Því lauk í byrjun vikunnar og fengust um 6 þúsund krónur fyrir skinn að meðaltali. 

Einar Eðvald Einarsson.

Það er um eða yfir 20% hærra verð fyrir skinn en á síðasta uppboði sem var í febrúar. Þá hafði verð á milli uppboða hækkað um 79%, þ.e. frá uppboðinu sem var í  september 2020. Einar segir að brúnin á loðdýrabændum hafi lyfst töluvert við þessar nýju vendingar og meiri bjartsýni ríki í hópi þeirra bænda sem enn stunda loðdýrarækt á Íslandi.

Uppboðið í Kaupmannahöfn stóð yfir í 7 daga og var rafrænt. Alls voru boðin um 2,8 milljónir skinna og seldist allt sem í boði var, eftirspurn var meiri en framboð að sögn Einars.  Hann gerir ráð fyrir að á þessu uppboði hafi á bilinu 15 til 20% íslensku framleiðslunnar selst. 

„Þetta lofar góðu og mér sýnist þetta nú allt vera á uppleið. Það eru tvö uppboð eftir á þessu ári, í júní og september, og mér sýnist þessi tvö fyrstu lofa mjög góðu um framhaldið,“ segir hann. Verðið sem fékkst nú, 6 þúsund krónur fyrir skinn, er yfir framleiðslukostnaði og er það í fyrsta sinn í um fimm ár sem það gerist. „Það var kominn tími til, þetta er mjög jákvætt,“  segir Einar. Loðdýrabúin hafi verið rekin með tapi undanfarin ár.

Verð í sögulegu hámarki árið 2013

Verð á minkaskinnum náði sögulegu hámarki á árinu 2013 þegar yfir 12 þúsund krónur fengust fyrir skinn að meðaltali. Árin á eftir voru að sögn Einars líka góð, þ.e. 2014 og 2015, en þá fór að halla undan fæti. 

„Það var þannig að þegar vel gekk og skinn seldust á gríðarháu verðu sáu margir sér leik á borði að ná sér í skjótfenginn gróða, það byrjuðu margir í loðdýrarækt, einkum í Asíulöndum þar sem skamma stund getur tekið að koma sér upp búum. Menn sáu pening í þessu og hann var þar vissulega um skeið, en svo fór allt á hliðina, framboð varð of mikið og allt fór á hvolf. 

Það er farsælast ef hægt er að halda nokkurn veginn jafnvægi í þessari atvinnugrein, þannig að bændur fái ríflegan framleiðslukostnað og geti auk þess að greiða sér laun fjárfest og haldið búum sínum í þokkalegu horfi,“ segir Einar.

Áttum von á hækkun en ekki svona bratt

Hann segir að því hafi verið spáð að verð myndi hækka á árinu 2020, en sáu þá vitanlega ekki fyrir þau miklu áhrif sem kórónuveiran hafði í för með sér. 

„Það er nokkuð merkilegt að þessi hækkun er að koma til á fyrsta ársfjórðungi, menn áttu von á hækkun á árinu, en ekki að það gerðist svo bratt og svona snemma árs,“ segir Einar en gerir ráð fyrir að mikil uppsöfnuð vöntun hafi verið á skinnum. Hjólin séu á ný farin að snúast í atvinnulífinu og af meiri krafti eftir faraldurinn, til að mynda víða í Asíulöndum þar sem verið er að ræsa verksmiðjur hverja á fætur annarri. Þær reyni af fremsta megni að næla sér í hráefni. Eins nefnir hann að niðurskurður á öllum bústofni í Danmörku á liðnu ári hafi líka sín áhrif, framboðið sé umtalsvert minna þegar Danir séu úr leik.

Fáir eftir í loðdýraræktinni

Einar segir sorglegt hversu margir loðdýrabændur hafi brugðið búi liðin ár, frá því samdráttarskeiðið hófst á árinu 2016. Nú eru eftir tíu bændur í loðdýrarækt á Íslandi. Þó svo að bjartari tímar virðist fram undan í greininni segist Einar ekki hafa heyrt af því að bændur ætli sér að hoppa á vagninn og hefja búskap með loðdýr á ný. 

„Við höfum misst marga úr okkar röðum í niðursveiflunni en það er svo ég viti til ekki í farvatninu að menn ætli sér að byrja aftur,“ segir hann. 

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...