Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Höfundur: smh

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var kynntur í gær. Í kaflanum um landbúnað er kveðið á um að við endurskoðun búvörusamninga verði lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Efla á stuðning við innlenda grænmetisframleiðslu með niðurgreiðslu á raforku til ylræktar og sérstakan stuðning við útiræktun í gegnum búvörusamninga.

Leggja á tillögu um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland fram á Alþingi á fyrri hluta kjörtímabilsins, þar verður byggt á grunni vinnu verkefnastjórnar um landbúnaðarstefnu sem þegar hefur verið kynnt undir heitinu „Ræktum Ísland“.

Tryggja fæðuöryggi og auka matvælaöryggi

Auka á hlutfall hollra og næringarríkra innlendra matvæla með metnaðarfullum markmiðum, til að treysta fæðuöryggi en einnig á að auknu matvælaöryggi og heilnæmi matvara með öflugri innlendri matvælaframleiðslu. Það muni viðhalda góðri stöðu Íslands varðandi sýklalyfjaónæmi. Í sáttmálunum kemur fram að tryggja þurfi framhald aðgerðaáætlunar um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

Þá er þar skýrt ákvæði um að við endurskoðun búvörusamninga verði lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi, með því efla innlenda landbúnaðarframleiðslu. Endurskoðun búvörusamninga er næst fyrirhuguð á árinu 2023.

Stefnt er að því að stuðningur hins opinbera verði samhæfður með það að markmiði að styrkja og fjölga stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar í þágu loftslagsmála, umhverfis- og náttúruverndar og fjölbreytni í ræktun.

Aukin grænmetisframleiðsla og áætlun fyrir lífræna ræktun

Með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Móta á heildstæða, tímasetta aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu og akuryrkju.

Í sáttmálanum er lögð áhersla á að efla þurfi landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis til að mæta skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Útfæra á ramma um framleiðslu vottaðra kolefniseininga í landbúnaði og annarri tengdri landnotkun.

Ljúka á við endurskoðun viðskiptasamnings við Evrópusambandið um landbúnaðarafurðir á kjörtímabilinu og efla á skilvirkni og afköst við tollaeftirlit, með innleiðingu starfrænna lausna.

Endurskoða á opinbert matvælaeftirlit

Fyrirhuguð er endurskipulagning á fyrirkomulagi matvæla- og heilbrigðiseftirlits á Íslandi, en markmið þeirrar vinnu verður að tryggja samræmt einfalt og skilvirkt eftirlit í þágu atvinnulífs og almennings. Fram kemur að huga þurfi einnig sérstaklega að regluverki í kringum matvælaframleiðslu svo það hamli ekki nýsköpun og framþróun, svo sem sölu afurða beint frá býli á neytendamarkað.  

Loks er lögð áhersla á að mikilvægt sé að starfsmennta- og háskólar í landbúnaði séu öflugir og í fararbroddi í rannsóknum á sviði landbúnaðar og umhverfismála, svo sem í þágu loftslagsmála, náttúruverndar, landgæða og nýsköpunar í framleiðslu. Ýta þurfi undir framtak og frumkvæði bænda með fræðslu, ráðgjöf, þróun og nýsköpun.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...