Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Höfundur: smh

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var kynntur í gær. Í kaflanum um landbúnað er kveðið á um að við endurskoðun búvörusamninga verði lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Efla á stuðning við innlenda grænmetisframleiðslu með niðurgreiðslu á raforku til ylræktar og sérstakan stuðning við útiræktun í gegnum búvörusamninga.

Leggja á tillögu um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland fram á Alþingi á fyrri hluta kjörtímabilsins, þar verður byggt á grunni vinnu verkefnastjórnar um landbúnaðarstefnu sem þegar hefur verið kynnt undir heitinu „Ræktum Ísland“.

Tryggja fæðuöryggi og auka matvælaöryggi

Auka á hlutfall hollra og næringarríkra innlendra matvæla með metnaðarfullum markmiðum, til að treysta fæðuöryggi en einnig á að auknu matvælaöryggi og heilnæmi matvara með öflugri innlendri matvælaframleiðslu. Það muni viðhalda góðri stöðu Íslands varðandi sýklalyfjaónæmi. Í sáttmálunum kemur fram að tryggja þurfi framhald aðgerðaáætlunar um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

Þá er þar skýrt ákvæði um að við endurskoðun búvörusamninga verði lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi, með því efla innlenda landbúnaðarframleiðslu. Endurskoðun búvörusamninga er næst fyrirhuguð á árinu 2023.

Stefnt er að því að stuðningur hins opinbera verði samhæfður með það að markmiði að styrkja og fjölga stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar í þágu loftslagsmála, umhverfis- og náttúruverndar og fjölbreytni í ræktun.

Aukin grænmetisframleiðsla og áætlun fyrir lífræna ræktun

Með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Móta á heildstæða, tímasetta aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu og akuryrkju.

Í sáttmálanum er lögð áhersla á að efla þurfi landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis til að mæta skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Útfæra á ramma um framleiðslu vottaðra kolefniseininga í landbúnaði og annarri tengdri landnotkun.

Ljúka á við endurskoðun viðskiptasamnings við Evrópusambandið um landbúnaðarafurðir á kjörtímabilinu og efla á skilvirkni og afköst við tollaeftirlit, með innleiðingu starfrænna lausna.

Endurskoða á opinbert matvælaeftirlit

Fyrirhuguð er endurskipulagning á fyrirkomulagi matvæla- og heilbrigðiseftirlits á Íslandi, en markmið þeirrar vinnu verður að tryggja samræmt einfalt og skilvirkt eftirlit í þágu atvinnulífs og almennings. Fram kemur að huga þurfi einnig sérstaklega að regluverki í kringum matvælaframleiðslu svo það hamli ekki nýsköpun og framþróun, svo sem sölu afurða beint frá býli á neytendamarkað.  

Loks er lögð áhersla á að mikilvægt sé að starfsmennta- og háskólar í landbúnaði séu öflugir og í fararbroddi í rannsóknum á sviði landbúnaðar og umhverfismála, svo sem í þágu loftslagsmála, náttúruverndar, landgæða og nýsköpunar í framleiðslu. Ýta þurfi undir framtak og frumkvæði bænda með fræðslu, ráðgjöf, þróun og nýsköpun.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...