Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Höfundur: smh

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var kynntur í gær. Í kaflanum um landbúnað er kveðið á um að við endurskoðun búvörusamninga verði lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Efla á stuðning við innlenda grænmetisframleiðslu með niðurgreiðslu á raforku til ylræktar og sérstakan stuðning við útiræktun í gegnum búvörusamninga.

Leggja á tillögu um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland fram á Alþingi á fyrri hluta kjörtímabilsins, þar verður byggt á grunni vinnu verkefnastjórnar um landbúnaðarstefnu sem þegar hefur verið kynnt undir heitinu „Ræktum Ísland“.

Tryggja fæðuöryggi og auka matvælaöryggi

Auka á hlutfall hollra og næringarríkra innlendra matvæla með metnaðarfullum markmiðum, til að treysta fæðuöryggi en einnig á að auknu matvælaöryggi og heilnæmi matvara með öflugri innlendri matvælaframleiðslu. Það muni viðhalda góðri stöðu Íslands varðandi sýklalyfjaónæmi. Í sáttmálunum kemur fram að tryggja þurfi framhald aðgerðaáætlunar um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

Þá er þar skýrt ákvæði um að við endurskoðun búvörusamninga verði lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi, með því efla innlenda landbúnaðarframleiðslu. Endurskoðun búvörusamninga er næst fyrirhuguð á árinu 2023.

Stefnt er að því að stuðningur hins opinbera verði samhæfður með það að markmiði að styrkja og fjölga stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar í þágu loftslagsmála, umhverfis- og náttúruverndar og fjölbreytni í ræktun.

Aukin grænmetisframleiðsla og áætlun fyrir lífræna ræktun

Með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Móta á heildstæða, tímasetta aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu og akuryrkju.

Í sáttmálanum er lögð áhersla á að efla þurfi landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis til að mæta skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Útfæra á ramma um framleiðslu vottaðra kolefniseininga í landbúnaði og annarri tengdri landnotkun.

Ljúka á við endurskoðun viðskiptasamnings við Evrópusambandið um landbúnaðarafurðir á kjörtímabilinu og efla á skilvirkni og afköst við tollaeftirlit, með innleiðingu starfrænna lausna.

Endurskoða á opinbert matvælaeftirlit

Fyrirhuguð er endurskipulagning á fyrirkomulagi matvæla- og heilbrigðiseftirlits á Íslandi, en markmið þeirrar vinnu verður að tryggja samræmt einfalt og skilvirkt eftirlit í þágu atvinnulífs og almennings. Fram kemur að huga þurfi einnig sérstaklega að regluverki í kringum matvælaframleiðslu svo það hamli ekki nýsköpun og framþróun, svo sem sölu afurða beint frá býli á neytendamarkað.  

Loks er lögð áhersla á að mikilvægt sé að starfsmennta- og háskólar í landbúnaði séu öflugir og í fararbroddi í rannsóknum á sviði landbúnaðar og umhverfismála, svo sem í þágu loftslagsmála, náttúruverndar, landgæða og nýsköpunar í framleiðslu. Ýta þurfi undir framtak og frumkvæði bænda með fræðslu, ráðgjöf, þróun og nýsköpun.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...