Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Axel Sæland, blómaræktandi á Espiflöt og formaður Sambands garðyrkju­bænda.
Axel Sæland, blómaræktandi á Espiflöt og formaður Sambands garðyrkju­bænda.
Mynd / smh
Fréttir 27. ágúst 2021

Sala á íslenskum blómum hefur aukist mjög í farsóttarástandinu

Höfundur: smh

Uppkeruhorfur í útiræktun grænmetis eru almennt góðar. Kalt síðasta vor setur þó strik í reikninginn þar sem ýmsum tegundum seinkar talsvert hvað uppskeru varðar.

Axel Sæland, blómaræktandi á Espiflöt og formaður Sambands garðyrkjubænda, segist hafa heyrt í allnokkrum bændum og það sé samhljómur hjá þeim um að það stefni í ágætis uppskeru. Hann segir að farsóttarástandið í samfélaginu virðist hafa breytt nokkuð landslaginu í ýmsum greinum garðyrkjunnar; meira sé selt af innlendum tegundum og ekki síst af afskornum blómum þar sem verið hefur mikil söluaukning. „Við seljum til dæmis allt sem við framleiðum og við erum nýbúin að stækka garðyrkjustöðina okkar um 20 prósent í afkastagetu,“ segir Axel.

Aukning líka í sumarblómum og garðplöntum

„Ég hef líka heyrt hjá öðrum garðyrkjustöðvum sem eru í blómaframleiðslu að síðustu tvö ár hafi salan rokið upp; til dæmis hjá þeim sem eru í sumarblóma- og garðplöntuframleiðslu. Umræðan í samfélaginu hefur verið íslenskum garðyrkjubændum hagstæð á þessum tímum, þar sem það hefur verið hvatt til þess að innlendar vörur séu frekar keyptar, þar sem þær hafi mun minna kolefnisspor og mikilvægt sé að styðja við innlenda matvælaframleiðslu.

Við finnum það líka greinilega að það er góð stemning fyrir íslenska grænmetinu, tala nú ekki um á þessum árstíma þar sem allar þessar fersku vörur úr útiræktuninni eru að koma inn á markað. Allt sem framleitt er af blómkáli og spergilkáli á Íslandi er selt um leið og það er uppskorið. Það vantar í raun mannskap víða til að anna eftirspurninni eftir nýrri uppskeru.

Það var mjög kalt víðs vegar í vor, þannig að útiræktað grænmeti er nokkrum vikjum á eftir hvað varðar uppskerutíma í venjulegu árferði. Seinni partinn í júlí og allan ágúst hefur hins vegar verið mjög hlýtt og plönturnar hafa tekið mjög vel við sér.

Ég heyri það á kartöflubændum að þeir eru aðeins uggandi yfir því hversu seint þeir gátu komið útsæðinu út – því ef það kemur næturfrost núna í haustbyrjun falla grösin og kartöflurnar hætta að vaxa. Það er hins vegar gott útlit með gulræturnar og rófurnar, þeirra aðaluppskerutími er í september og jafnvel fram í október.“

Nýliðunarvandi í garðyrkjunni

Spurður út í stöðu og horfur varðandi íslenska garðyrkjuframleiðslu, segir Axel að eins og í öðrum greinum landbúnaðarins þá glími garðyrkjan við ákveðinn nýliðunarvanda.

„Það hafa ekki orðið kynslóða­skipti á þessum garðyrkjustöðvum og þær hafa verið að leggjast af frekar en að nýjar kynslóðir komi inn. Það er mjög erfitt fyrir nýja aðila að koma inn; bæði vegna skorts á þekkingu og svo geta fjárfestingar í tækjum verið þungar.

Það eru reyndar komnir hærri styrkir inn í landgreiðsluhlutann, sumsé fyrir hvern ræktaðan hektara, sem er kærkomin viðbót fyrir okkar framleiðendur. En það virðist þurfa meira til að fá fleiri inn í greinina. Það er ljóst að það er mikið svigrúm á markaði fyrir fleiri íslenska garðyrkjuframleiðendur – bæði í úti- og ylrækt,“segir Axel.

Hann hvetur bændur í öðrum búgreinum til að gefa því gaum að blanda garðyrkjunni inn í þeirra búrekstur.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara