Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þröstur Þorsteinsson á Moldhaugum tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2018 úr hendi Gunnhildar Gylfadóttur frá Steindyrum sem nýlega var endurkosin formaður sambandsins.
Þröstur Þorsteinsson á Moldhaugum tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2018 úr hendi Gunnhildar Gylfadóttur frá Steindyrum sem nýlega var endurkosin formaður sambandsins.
Mynd / Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
Fréttir 4. apríl 2019

Nautgriparækt til fyrirmyndar á Moldhaugum í Hörgársveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Þröstur Þorsteinsson og fjölskylda hans á Moldhaugum í Hörgársveit hlutu nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir árið 2018 fyrir góðan árangur í greininni.

Þröstur Þorsteinsson er fæddur á Moldhaugum og ólst þar upp en foreldrar  hans keyptu jörðina 1947 og hóf hann búskap með þeim 1987. Frá árinu 1999 hefur Þröstur búið þar með konu sinni, Söru Saard Wijannarong, ásamt tveimur sonum þeirra hjóna. 

Í hópi afurðahæstu búanna

Lengi hefur verið vel búið á Moldhaugum en nýtt fjós með mjaltaþjóni var tekið í notkun árið 2013 og í kjölfar þess hækkuðu afurðir búsins um nálægt 2000 kg af mjólk á hverja kú á tveimur árum. Síðustu fjögur ár hafa Moldhaugar verið í hópi 15 afurðahæstu kúabúa landsins. Árið 2016 skipuðu þau annað sæti listans með 8.274 kg af mjólk eftir 61 árskú. Á síðasta ári var bú þeirra hjóna í 7. sæti með 8.149 kg eftir tæplega 64 kýr. Á þessum árum hefur búið verið í fyrsta til fjórða sæti afurðahæstu búa á félagssvæði BSE.

Einnig eru þau hjón með talsverða nautakjötsframleiðslu og á síðasta ári voru lögð inn nálægt 5 tonnum af 20 gripum. 

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...