Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vettvangsskoðun vegna fyrirhugaðrar línulagningar.
Vettvangsskoðun vegna fyrirhugaðrar línulagningar.
Fréttir 28. október 2019

Landsnet undirbýr umhverfismat fyrir Blöndulínu 3

Höfundur: Margét Þóra Þórsdóttir
Landsnet hefur hafið undir­búning að umhverfismati á Blöndulínu 3 en um er að ræða  220 kílóvatta háspennulínu sem fyrirhugað er að leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Tilgangur  fram­kvæmdarinnar er að styrkja meginflutningskerfi raforku á Norðurlandi en jafnframt er hún áfangi í því að auka flutningsgetu byggðalínuhringsins.
 
Lega línunnar er fyrirhuguð um fimm sveitarfélög, Húna­vatnshrepp, Sveitarfélagið Skaga­fjörð, Akrahrepp, Hörgár­sveit og Akureyrarbæ.
 
Samtal og samráð við íbúa
 
Elín Sigríður Óladóttir, samráðs­fulltrúi á þróunar- og tæknisviði Landsnets.
Elín Sigríður Óladóttir, sam­ráðs­fulltrúi á þróunar- og tækni­sviði Landsnets, segir að undirbúningsferlið felist meðal annars í því að eiga samtal við hagsmuna­aðila með stofnun verkefna­ráðs Blöndulínu 3 þar sem í sitja fulltrúar frá sveitar­félögum, náttúru­verndarsamtökum, atvinnu­­þróunar­félögum og fleiri. Land­­eigendum verða kynnt áform bréfleiðis og á fundi en auk þess verður haldinn opinn íbúafundur á svæðinu.
 
„Í gegnum samráð og samtal, rannsóknir og greiningar verður farið í gegnum mat á umhverfis­áhrifum og við fáum betri mynd á hvert verkefnið er, hvað er hægt að gera og m.a. hvernig línuleiðinni verður háttað,“ segir hún en áætlað er að fyrsti samráðsfundur verði um næstu mánaðamót, október-nóvember.
 
„Á samráðsfundum er farið yfir alla þætti málsins, hlustað á þær ábendingar og annars konar lausnir sem gjarnan koma fram. Við erum með samtali við fólkið sem að kemur að gera meira í þessum efnum en lögboðið er og okkur er skylt að gera, en með því aukum við gagnsæi og fleiri taka þátt í ferlinu.“
 
Nýtt umhverfismat í stað þess sem fyrir er
 
Landsnet  hyggst að sögn Elínar byggja upp flutningskerfi á Norð­austurlandi með þremur línum. Þær eru Kröflulína 3 frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð en á þeirri leið eru hafnar framkvæmdir við lagningu línunnar, Hólasandslína 3  er síðan fyrirhuguð frá Kröflu til Akureyrar og er umhverfismati á þeirri leið u.þ.b. að ljúka. 
 
Þriðja línan er Blöndulína 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Sú lína er rúmlega 100 kílómetrar og er eins og áður segir umhverfismat vegna framkvæmdarinnar að hefjast. Elín segir að fyrir liggi eldra umhverfismat á línuleiðinni en með tilliti til breyttra áherslna í umhverfismati, m.a. kröfu um nánari umfjöllun um valkosti framkvæmda, er ætlunin að vinna nýtt umhverfismat fyrir línuna. Nákvæm útfærsla á línuleiðinni liggur ekki fyrir en Elín segir að undirbúningsferli sé að hefjast.  
 
„Við tökum komandi vetur í fyrsta áfanga undirbúnings og stefnum að því að senda út drög að matsáætlun fljótlega á næsta ári,“ segir hún. 
 

Skylt efni: Blöndulína 3 | Landsnet

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f