Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vettvangsskoðun vegna fyrirhugaðrar línulagningar.
Vettvangsskoðun vegna fyrirhugaðrar línulagningar.
Fréttir 28. október 2019

Landsnet undirbýr umhverfismat fyrir Blöndulínu 3

Höfundur: Margét Þóra Þórsdóttir
Landsnet hefur hafið undir­búning að umhverfismati á Blöndulínu 3 en um er að ræða  220 kílóvatta háspennulínu sem fyrirhugað er að leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Tilgangur  fram­kvæmdarinnar er að styrkja meginflutningskerfi raforku á Norðurlandi en jafnframt er hún áfangi í því að auka flutningsgetu byggðalínuhringsins.
 
Lega línunnar er fyrirhuguð um fimm sveitarfélög, Húna­vatnshrepp, Sveitarfélagið Skaga­fjörð, Akrahrepp, Hörgár­sveit og Akureyrarbæ.
 
Samtal og samráð við íbúa
 
Elín Sigríður Óladóttir, samráðs­fulltrúi á þróunar- og tæknisviði Landsnets.
Elín Sigríður Óladóttir, sam­ráðs­fulltrúi á þróunar- og tækni­sviði Landsnets, segir að undirbúningsferlið felist meðal annars í því að eiga samtal við hagsmuna­aðila með stofnun verkefna­ráðs Blöndulínu 3 þar sem í sitja fulltrúar frá sveitar­félögum, náttúru­verndarsamtökum, atvinnu­­þróunar­félögum og fleiri. Land­­eigendum verða kynnt áform bréfleiðis og á fundi en auk þess verður haldinn opinn íbúafundur á svæðinu.
 
„Í gegnum samráð og samtal, rannsóknir og greiningar verður farið í gegnum mat á umhverfis­áhrifum og við fáum betri mynd á hvert verkefnið er, hvað er hægt að gera og m.a. hvernig línuleiðinni verður háttað,“ segir hún en áætlað er að fyrsti samráðsfundur verði um næstu mánaðamót, október-nóvember.
 
„Á samráðsfundum er farið yfir alla þætti málsins, hlustað á þær ábendingar og annars konar lausnir sem gjarnan koma fram. Við erum með samtali við fólkið sem að kemur að gera meira í þessum efnum en lögboðið er og okkur er skylt að gera, en með því aukum við gagnsæi og fleiri taka þátt í ferlinu.“
 
Nýtt umhverfismat í stað þess sem fyrir er
 
Landsnet  hyggst að sögn Elínar byggja upp flutningskerfi á Norð­austurlandi með þremur línum. Þær eru Kröflulína 3 frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð en á þeirri leið eru hafnar framkvæmdir við lagningu línunnar, Hólasandslína 3  er síðan fyrirhuguð frá Kröflu til Akureyrar og er umhverfismati á þeirri leið u.þ.b. að ljúka. 
 
Þriðja línan er Blöndulína 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Sú lína er rúmlega 100 kílómetrar og er eins og áður segir umhverfismat vegna framkvæmdarinnar að hefjast. Elín segir að fyrir liggi eldra umhverfismat á línuleiðinni en með tilliti til breyttra áherslna í umhverfismati, m.a. kröfu um nánari umfjöllun um valkosti framkvæmda, er ætlunin að vinna nýtt umhverfismat fyrir línuna. Nákvæm útfærsla á línuleiðinni liggur ekki fyrir en Elín segir að undirbúningsferli sé að hefjast.  
 
„Við tökum komandi vetur í fyrsta áfanga undirbúnings og stefnum að því að senda út drög að matsáætlun fljótlega á næsta ári,“ segir hún. 
 

Skylt efni: Blöndulína 3 | Landsnet

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...