Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
SigurðurS.Gunnarssonframkvæmdastjóriviðnýjudokkuvélina.
SigurðurS.Gunnarssonframkvæmdastjóriviðnýjudokkuvélina.
Mynd / smh
Í deiglunni 26. janúar 2023

Ullarinnlegg dregst saman en sala eykst

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ullarsala Ístex í byrjun Covid- 19 faraldursins var nánast engin og ull úr sumum flokkum hefði ekki einu sinni verið hægt að gefa á þeim tíma. Starfsemin hefur hins vegar tekið stakkaskiptum á síðustu tveimur árum og annar fyrirtækið nú ekki eftirspurn eftir prjónabandi sínu.

Rekstrarhagnaðurinn árið 2021 var rúmlega 93 milljónir króna eftir skatta og fyrir síðasta ár stefnir hann í 60 milljónir. Söluandvirði handprjónabands á síðasta ári var rúmar 800 milljónir króna, þar af um 500 milljónir vegna sölu út fyrir landsteinana.

Talsverðar fjárfestingar til að mæta aukinni eftirspurn

Til að mæta aukinni eftirspurn eftir prjónabandinu Lopa, með aukinni bandframleiðslu, hefur Ístex ráðist í talsverðar fjárfestingar í tækjabúnaði á undanförnum misserum. „Við settum upp dokkuvél og mötunarkerfi fyrir kembivélar í Mosfellsbæ. Ný spunavél er nú í smíðum á Ítalíu. Það er áætlað að hún verði tilbúin í haust. Næsta verkefni er svo ný kembilína sem gæfi þann möguleika að auka framleiðslu um þriðjung.

Þá er handprjónabandið að fá OEKOTEX 100-viðurkenningu, sem þýðir að það inniheldur engin hættuleg efni. Umhverfismál og sjálfbærni eru að verða sífellt mikilvægari. Allt kostar þetta sitt, en tækifærin eru til staðar til að sækja á,“ segir Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex.

„Það hefur háð okkur talsvert að hafa ekki undan í bandframleiðslu, sem hefur valdið skorti á handprjónabandi og værðarvoðum. Við höfum aukið framleiðsluna eins og unnt er miðað við tæki og tól. Hún gekk í raun ágætlega á síðastliðnu ári, þrátt fyrir svolítið af bilunum. Starfsfólki hefur fjölgað, en um 70 manns starfa nú hjá Ístex. Ljóst er að fjölga þarf enn meira starfsfólki og bæta við tækjabúnaði,“ segir hann.

Sala síðustu tveggja ára numið 1.200 milljónum króna

Sigurður segir að salan á vörum Ístex síðustu tvö ár hafi numið meira en 1.200 milljónum króna. Á síðustu fimm árum hefur ullarmagnið, sem Ístex hefur úr að spila, minnkað um 25 prósent. Á sama tíma hefur sala aukist um 50 prósent, sem hann þakkar handprjónabandinu og þróunarvinnu.

Ístex er að langmestu leyti í eigu íslenskra sauðfjárbænda og tekur við um 98–99 prósentum af allri íslenskri ull frá bændum um allt land til að standa straum af sinni vöruframleiðslu og -þróun. Í dag eru alls 2.473 hluthafar skráðir í félaginu, þar af eru Landssamtök sauðfjárbænda með stærsta einstaka hlutann, en síðan einstaklingar og félög. Sigurður telur að margt sé fram undan hjá félaginu sem mikilvægt sé að styðja við og því ekki ólíklegt að frekari eignarhaldsbreytingar muni eiga sér stað til að tryggja fjármagn í frekari fjárfestingar.

Sjá nánari umfjöllun um Ístex á blaðsíðum 44–45 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: Prjónaband

Rýnt í endurskinshæfni skóga
Fréttaskýring 24. maí 2024

Rýnt í endurskinshæfni skóga

Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti m...

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...