Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þorvaldur Arnarsson.
Þorvaldur Arnarsson.
Í deiglunni 14. febrúar 2023

Deild landeldis nýr þátttakandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deild landeldis var stofnuð innan Bændasamtaka Íslands síðasta sumar og því verður búgreinin þátttakandi í búgreinaþingi.

Þorvaldur Arnarsson, verk­efnisstjóri hjá fiskeldisfyrir­tækinu Landeldi, er formaður búgreinadeildar­ innar og hyggst bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku.

Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru einnig stofnuð síðasta sumar með aðild Landeldis hf., Samherja hf., Geo Salmo, Matorku og ILFS í Vestmanna­eyjum. Undirrituð var viljayfirlýsing á milli ELDÍS og Bændasamtaka Íslands um að vinna sameiginlega að fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu á Íslandi.

„Ég er þakklátur fyrir tækifærið og hef metnað til að gera vel á þessum vettvangi.

Einmitt núna erum við í Landeldi hf. eina félagið í landeldisdeild Bændasamtaka Íslands. Við erum nýkomin inn og deildin í sjálfu sér nýstofnuð, og við erum að vinna í því þessi dægrin að kynna vettvang deildarinnar og Bændasamtakanna í heild fyrir samstarfsaðilum okkar í Landeldissamtökum Íslands,“ segir Þorvaldur um framtíð deildarinnar innan Bænda­ samtaka Íslands.

„Við höfum ekki afmarkað sérstaka málaskrá enn sem komið er fyrir búgreinaþingið, en við lítum á það sem kærkomið tækifæri til að tengjast bændasamfélaginu og vonandi eiga samtal um leiðir til að leggja okkar af mörkum með hvaða hætti sem það kann að vera.

Við lítum á okkur sem bændur þar sem við stundum matvælaframleiðslu á okkar eigin landi og leggjum mikinn metnað í að ná jákvæðum umhverfis­ áhrifum af okkar framleiðslu, vonandi til virðisauka fyrir landbúnaðarsamfélagið allt,“ bætir Þorvaldur við.

Skylt efni: Búgreinaþing

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...

Ríki heims huga að sjávarorku en Íslendingar sofa á verðinum
Fréttaskýring 12. september 2025

Ríki heims huga að sjávarorku en Íslendingar sofa á verðinum

Þau ríki heims sem teljast þróuð og eiga land að sjó hafa mörg hver sett sér mar...

Aðgerða er þörf svo framþróun megi verða
Fréttaskýring 29. ágúst 2025

Aðgerða er þörf svo framþróun megi verða

Fyrir ári síðan gaf matvælaráðuneytið út aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar fram...

Er einhver leið að hætta?
Fréttaskýring 15. ágúst 2025

Er einhver leið að hætta?

Þegar kemur að því að bændur vilja bregða búi getur ferlið tekið frá einu ári up...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f