Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þorvaldur Arnarsson.
Þorvaldur Arnarsson.
Í deiglunni 14. febrúar 2023

Deild landeldis nýr þátttakandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deild landeldis var stofnuð innan Bændasamtaka Íslands síðasta sumar og því verður búgreinin þátttakandi í búgreinaþingi.

Þorvaldur Arnarsson, verk­efnisstjóri hjá fiskeldisfyrir­tækinu Landeldi, er formaður búgreinadeildar­ innar og hyggst bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku.

Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru einnig stofnuð síðasta sumar með aðild Landeldis hf., Samherja hf., Geo Salmo, Matorku og ILFS í Vestmanna­eyjum. Undirrituð var viljayfirlýsing á milli ELDÍS og Bændasamtaka Íslands um að vinna sameiginlega að fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu á Íslandi.

„Ég er þakklátur fyrir tækifærið og hef metnað til að gera vel á þessum vettvangi.

Einmitt núna erum við í Landeldi hf. eina félagið í landeldisdeild Bændasamtaka Íslands. Við erum nýkomin inn og deildin í sjálfu sér nýstofnuð, og við erum að vinna í því þessi dægrin að kynna vettvang deildarinnar og Bændasamtakanna í heild fyrir samstarfsaðilum okkar í Landeldissamtökum Íslands,“ segir Þorvaldur um framtíð deildarinnar innan Bænda­ samtaka Íslands.

„Við höfum ekki afmarkað sérstaka málaskrá enn sem komið er fyrir búgreinaþingið, en við lítum á það sem kærkomið tækifæri til að tengjast bændasamfélaginu og vonandi eiga samtal um leiðir til að leggja okkar af mörkum með hvaða hætti sem það kann að vera.

Við lítum á okkur sem bændur þar sem við stundum matvælaframleiðslu á okkar eigin landi og leggjum mikinn metnað í að ná jákvæðum umhverfis­ áhrifum af okkar framleiðslu, vonandi til virðisauka fyrir landbúnaðarsamfélagið allt,“ bætir Þorvaldur við.

Skylt efni: Búgreinaþing

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f