Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þröstur Heiðar Erlingsson í kjötvinnslunni í Birkihlíð, einn af sauðfjárbændunum í aðgerðarhópi um heimaslátrun. 
Þröstur Heiðar Erlingsson í kjötvinnslunni í Birkihlíð, einn af sauðfjárbændunum í aðgerðarhópi um heimaslátrun. 
Mynd / Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir
Fréttir 11. mars 2021

Heimaslátrun og markaðssetning heimil næsta haust

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra upplýsti það á fundi með aðgerðahópi sauðfjárbænda um heimaslátrun þann 25. febrúar að hann stefni á að heimila sauðfjárslátrun heima á bæjum til markaðssetningar næsta haust.

Þetta tilkynnti ráðherra í kjölfar þess að skýrsla um tilraunaverkefni um heimaslátrun á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) var skilað 1. febrúar. Fjallar skýrslan um verkefni sem stóð yfir í síðustu sláturtíð. Markmið þess var meðal annars að leita leiða til að auðvelda bændum sauðfjárslátrun heima til markaðssetningar, með það fyrir augum að auka möguleika sauðfjárbænda til verðmætasköpunar.

Átakið kynnt í mars

Í svari ANR við fyrirspurn um hvort það geti staðfest að stefnt sé að því að heimila heimaslátrun sauðfjár og markaðssetningu afurðanna næsta haust, er einungis vísað til fréttatilkynningar ráðuneytisins um aðgerðaáætlun til eflingar íslensks landbúnaðar 17. febrúar. Þar kom fram að meðal aðgerða í mars verði að kynna átak til að ýta undir möguleika bænda til að framleiða og selja afurðir beint frá býli til að styrkja verðmætasköpun og afkomu þeirra fyrir næstu sláturtíð. Með þeirri aðgerð verði stuðlað að frekari fullvinnslu, vöruþróun, varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matvæla. Tilgangurinn sé að auðvelda landbúnaðinum að nýta betur tækifærin sem í því geta falist. 

Í tilkynningunni kemur fram að fjármagn til að hrinda átakinu í framkvæmd sé tryggt.

Sjá nánar á bls. 26-27 í nýju Bændablaði

Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...