Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hákarl, smörgastarta, frikadellur og surströmming
Mynd / skjáskot - vefur Nordic Food in Tourism
Fréttir 29. september 2021

Hákarl, smörgastarta, frikadellur og surströmming

Höfundur: Ritstjórn

Nordic Food in Tourism  er samstarfsverkefni átta Norðurlandaþjóða sem hafa unnið að framtíðargreiningu matvæla í ferðaþjónustu á árunum 2019-2021 og er styrkt af norrænu ráðherranefndinni. Til að kynna niðurstöður verkefnisins og dýpka skilning er efnt til ráðstefnu á Egilsstöðum 30. september.

Um 250 gestir víðsvegar að úr heiminum hafa nú þegar skráð sig en bæði er hægt að mæta á svæðið og fylgjast með úr fjarlægð í gegnum stafræna miðla.

Straumar og stefnur í norrænni matvælaframleiðslu

Á ráðstefnunni verður fjallað um strauma og stefnur sem tengjast matvælaframleiðslu, mataræði og mat í ferðaþjónustu. Rýnt verður í breytingar og tækifæri sem felast í norrænum mat, sjálfbærum lífsstíl og matarupplifunar innan ferðaþjónustu ásamt því að gestum verður að boðið að smakka góðgæti úr nærsamfélagi Austurlands.

Þótt mikið hafi verið skrifað um framtíð matvælaframleiðslu annars vegar og ferðaþjónustu hins vegar er frekar fátítt að spyrða þessar tvær atvinnugreinar saman sem órjúfanlega þræði sjálfbærrar ferðaþjónustu.

Líkt og gestirnir koma fyrirlesarar víða frá og verða því allir fyrirlestrar á ensku. Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna en hægt er að gera það á heimasíðu verkefnisins www.nordicfoodintourism.is

Íslenski ferðaklasinn, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leiða verkefnið.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...