Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fylgst með blóðtökum
Mynd / ghp
Fréttir 25. ágúst 2022

Fylgst með blóðtökum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tímabil blóðtöku úr fylfullum hryssum stendur nú yfir og fékk Bændablaðið að vera við tvær slíkar á dögunum.

Að minnsta kosti tvær tilkynningar bárust lögreglustjóranum á Suðurlandi vegna ferða fólks um og við býli sem halda blóðmerar ásamt óleyfilegum myndbandsupptökum í byrjun ágúst. Þar voru á ferðinni York Ditfurth og Sabrina Gurtner frá dýraverndarsamtökunum TSB og AWF ásamt tveimur starfsmönnum þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD.

York og Sabrina segja að þau hafi mætt mótlæti þegar þau komu við á búum og hugðust ræða við bændur. Ábúendur hefðu ekki verið reiðubúnir til viðtals eða samtals við þau og segja í viðtali að augljóst sé að blóðbændur séu að fela starfsemi sína. Þau óska eftir upplýsingum og samtali við bændur sem enn stunda starfsemina.

Á meðan segja ábúendur á bænum Álftarhóli frá undarlegri hegðun starfsmanna dýraverndarsamtakanna, en þegar bóndi ætlaði að ná tali af þeim hefðu þau forðað sér í snatri. Þau Þórdís Ingunn Björnsdóttir og Heiðar Þór Sigurjónsson segjast hins vegar ekki hafa neitt að fela þegar kemur að blóðmerabúskap sínum. Þau halda 39 merar til blóðtöku og leyfðu Bændablaðinu að fylgjast með blóðtöku. Það gerðu enn fremur bændur á Sólvöllum, en með því vilja blóðbændur stuðla að opnu samtali um starfsemina og svipta hulunni af meintri leynd kringum búskapinn.

Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir segir að merar í blóðtöku séu almennt ekki undir miklu álagi við meðhöndlunina. Hann telur þurfa að horfa á hestamennsku á heildstæðari hátt og bera saman mismunandi aðstæður sem hross á Íslandi búa við. Hanna Valdís Guðjónsdóttir notar m.a. tamdar reiðhryssur frá sér í blóðtöku þegar þær eru í folaldseignum og sjá ekkert að því.

Bændurnir segja að velferð og heilsa meranna sé í fyrirrúmi enda sé það grundvöllur fyrir búskapnum og starfseminni.

York og Sabrina telja daga PMSG talda í ljósi þess að til séu aðrir valkostir til að stilla gangmál og auka frjósemi í búfénaði. Ábúendurnir á Álftarhóli telja umræðuna um frjósemislyf ógagnsæja.

Ný reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum gildir í þrjú ár og vonast bændurnir til að á þeim tíma verði hægt að skoða allar hliðar málsins, bæði vísindalega og siðferðilega.

Sjá nánar bls. 20, 21 og 22. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...